Boða sókn í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum á leiðtogafundi Bidens

Á tveggja daga leiðtogafundi um loftslagsmál kynnti Bandaríkjaforseti frekari skuldbindingar sínar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Margir þjóðarleiðtogar fylgja Biden að máli en aðgerðarleysi Kínverja hefur valdið gremju bandarískra stjórnmálamanna.

Biden bauð til leiðtogafundar í vikunni þar sem hann ræddi við leiðtoga 40 annarra ríkja í gegnum fjarfundabúnað.
Biden bauð til leiðtogafundar í vikunni þar sem hann ræddi við leiðtoga 40 annarra ríkja í gegnum fjarfundabúnað.
Auglýsing

Banda­ríkin ætla að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um helm­ing fyrir lok þessa ára­tugar miðað við losun árið 2005. Þetta til­kynnti Joe Biden á tveggja daga leið­toga­fundi um lofts­mál sem hald­inn var í vik­unni. Biden hafði boðað 40 stjórn­mála­leið­toga víðs vegar að til þess að taka þátt í fund­inum sem fór fram í gegnum fjar­funda­bún­að.

Lofts­lags­mál hafa verið ofar­lega á baugi á fyrstu mán­uðum stjórn­ar­tíðar Joes Bidens. Hann lét það verða eitt sitt fyrsta verk að skrifa undir til­skipun þess efnis að Banda­ríkin yrðu aftur aðili að Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Auglýsing

Leið­toga­fund­ur­inn sem Biden hélt í vik­unni fjall­aði að stórum hluta um end­ur­komu Banda­ríkj­anna inn í Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Á fund­inum kynnti Biden nýjar skuld­bind­ingar Banda­ríkj­anna auk þess sem hann vildi með fund­inum reyna að fá fleiri þjóð­ar­leið­toga til að taka stærri skref í bar­átt­unni við losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og ham­fara­hlýn­un.

Fleiri ríki upp­færa skuld­bind­ingar sínar

Fleiri lönd hafa skuld­bundið sig til þess að ganga lengra í minnkun á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, þar á meðal Kana­da, Japan og Suð­ur­-Kór­ea, sam­kvæmt umfjöllun BBC.

Ný áform stjórn­valda í Kanada um að minnka losun um 40-45 pró­sent fyrir lok ára­tug­ar­ins hafa verið gagn­rýnd af aðgerð­ar­sinn­um. „Nýtt mark­mið Kanada fyrir árið 2030 gengur lengra en fyrri skuld­bind­ingar en það nægir ekki til þess að koma í veg fyrir hættu­lega hlýn­un,“ er haft eftir Helen Mount­ford hjá banda­rísku rann­sókn­ar­stofn­un­inni World Reso­urces Institute í frétt BBC. Hún fagn­aði því að gripið væri til aðgerða, líkt og að skatt­leggja losun en að hennar mati þyrfti að ganga mun lengra í minnkun los­un­ar.

Jap­anir ætla sér að minnka losun um 46 pró­sent fyrir lok ára­tug­ar­ins, miðað við magn los­unar árið 2013. Stefnan var sett á 26 pró­sent sam­drátt los­unar í fyrri mark­mið­um. Yos­hide Suga, for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, sagði landið vera reiðu­búið til að verða einn af leið­togum lofts­lags­mála.

Þá hafa ráða­menn Suð­ur­-Kóreu lagt fram nýjar skuld­bind­ingar í þessum efn­um. Ein af aðgerðum þar­lendra stjórn­valda verður að hætta að fjár­magna orku­ver sem ganga fyrir kol­um.

Aðgerð­ar­leysi Kín­verja veldur gremju

Skuld­bind­ingar Kína, Rúss­lands og Ind­lands hafa aftur á móti ekk­ert breyst frá því sem áður var. Sam­kvæmt umfjöllun New York Times hefur það valdið gremju bæði innan raða repúblik­ana jafnt sem demókrata að Kín­verjar ætli ekki að leggja fram metn­að­ar­fyllri lof­orð um minnkun los­un­ar. Sögu­lega eiga Banda­ríkja­menn mesta sök á því magni gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem losnað hefur í and­rúms­loftið en í dag eru það Kín­verjar sem losa mest.

Repúblikanar hafa gagn­rýnt það að Banda­ríkja­menn þurfi að færa fórnir á meðan Kín­verjar halda áfram að brenna kol­um. Mitch McConn­ell, leið­togi Repúblik­ana í öld­unga­deild Banda­ríkja­þings, sagði til að mynda í vik­unni að Kín­verjar héldu „blygð­un­ar­laust“ áfram á sömu braut þegar kemur að los­un. Hann benti einnig á að hlut­deild Kín­verja í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á árs­grund­velli um þessar mundir væri nærri tvö­föld á við hlut­deild Banda­ríkja­manna.

Á leið­toga­fund­inum gaf Xi Jin­p­ing það þó í skyn að von yrði á sam­drætti í notkun kola á næstu árum, án þess þó að upp­færa skuld­bind­ingar í los­un, líkt og áður seg­ir. Búast má við að bruni kola í Kína muni fær­ast í auk­ana eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn dvalar og sam­kvæmt tölum frá Alþjóða orku­mála­stofn­un­inni sem vísað er í í umfjöllum BBC mun helm­ingur allrar aukn­ingar í kola­brennslu þessa árs eiga sér stað í Kína.

Nar­endra Modi, for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands, hefur heldur ekki heitið frek­ari aðgerðum líkt og Xi Jin­p­ing. Á fund­inum lagði hann áherslu á að losun Ind­verja á hvern íbúa sé 60 pró­sentum minni heldur heims­með­al­talið. Hann sagði að lífstíls­breyt­ingar ættu að skipa stærri sess í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar.

Tæknin örlítið að stríða for­set­anum

Leið­toga­fund­ur­inn gekk ekki þrauta­laust fyrir sig eins og rakið er í umfjöllun New York Times. Upp­hafs­ræður Bidens og Kamölu Harris, vara­for­seta Banda­ríkj­anna, máttu sín lít­ils gagn­vart háværu berg­máli á köfl­um. Þá gekk erf­ið­lega að kynna Vla­dimír Pútín, Rúss­lands­for­seta, en Emmanuel Macron, Frakk­lands­for­seti stal gjarnan sviðs­ljós­inu í mynd­sím­tal­inu.

Dou­glas Brinkley, sagn­fræð­ingur sem meðal ann­ars sér­hæfir sig í öllu því sem við kemur emb­ætti Banda­ríkja­for­seta, sagði þennan vand­ræða­gang ekki gefa góð fyr­ir­heit fyrir stóru áskor­an­irnar sem bíða þjóð­ar­leið­tog­anna., „Það er ótrú­legt að sjá hversu erf­ið­lega tækni­málin gengu. Það fær mann til að hugsa hversu vel eigi eftir að ganga með að ráða nið­ur­lögum lofts­lags­breyt­inga þegar jafn illa gengur að koma ein­földu vef­streymi í gang­i,“ er haft eftir honum í grein New York Times.

Þrátt fyrir þessa byrj­un­arörð­ug­leika lýstu leið­tog­arnir því yfir að þeim væri létt að vita til þess að vís­indi væru enn á ný í hávegum höfð meðal banda­rískra stjórn­valda. Einn fund­ar­gesta sem tal­aði á þessum nótum var Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins. Hún sagði það vera gott að fá Banda­ríkin aftur til liðs við þær þjóðir sem vilja gera eitt­hvað í mál­un­um. „Par­ís­ar­sam­komu­lagið er líf­trygg­ing mann­kyns,“ sagði hún meðal ann­ars á fund­in­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent