Boða sókn í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum á leiðtogafundi Bidens

Á tveggja daga leiðtogafundi um loftslagsmál kynnti Bandaríkjaforseti frekari skuldbindingar sínar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Margir þjóðarleiðtogar fylgja Biden að máli en aðgerðarleysi Kínverja hefur valdið gremju bandarískra stjórnmálamanna.

Biden bauð til leiðtogafundar í vikunni þar sem hann ræddi við leiðtoga 40 annarra ríkja í gegnum fjarfundabúnað.
Biden bauð til leiðtogafundar í vikunni þar sem hann ræddi við leiðtoga 40 annarra ríkja í gegnum fjarfundabúnað.
Auglýsing

Bandaríkin ætla að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir lok þessa áratugar miðað við losun árið 2005. Þetta tilkynnti Joe Biden á tveggja daga leiðtogafundi um loftsmál sem haldinn var í vikunni. Biden hafði boðað 40 stjórnmálaleiðtoga víðs vegar að til þess að taka þátt í fundinum sem fór fram í gegnum fjarfundabúnað.

Loftslagsmál hafa verið ofarlega á baugi á fyrstu mánuðum stjórnartíðar Joes Bidens. Hann lét það verða eitt sitt fyrsta verk að skrifa undir tilskipun þess efnis að Bandaríkin yrðu aftur aðili að Parísarsamkomulaginu.

Auglýsing

Leiðtogafundurinn sem Biden hélt í vikunni fjallaði að stórum hluta um endurkomu Bandaríkjanna inn í Parísarsamkomulagið. Á fundinum kynnti Biden nýjar skuldbindingar Bandaríkjanna auk þess sem hann vildi með fundinum reyna að fá fleiri þjóðarleiðtoga til að taka stærri skref í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda og hamfarahlýnun.

Fleiri ríki uppfæra skuldbindingar sínar

Fleiri lönd hafa skuldbundið sig til þess að ganga lengra í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda, þar á meðal Kanada, Japan og Suður-Kórea, samkvæmt umfjöllun BBC.

Ný áform stjórnvalda í Kanada um að minnka losun um 40-45 prósent fyrir lok áratugarins hafa verið gagnrýnd af aðgerðarsinnum. „Nýtt markmið Kanada fyrir árið 2030 gengur lengra en fyrri skuldbindingar en það nægir ekki til þess að koma í veg fyrir hættulega hlýnun,“ er haft eftir Helen Mountford hjá bandarísku rannsóknarstofnuninni World Resources Institute í frétt BBC. Hún fagnaði því að gripið væri til aðgerða, líkt og að skattleggja losun en að hennar mati þyrfti að ganga mun lengra í minnkun losunar.

Japanir ætla sér að minnka losun um 46 prósent fyrir lok áratugarins, miðað við magn losunar árið 2013. Stefnan var sett á 26 prósent samdrátt losunar í fyrri markmiðum. Yoshide Suga, forsætisráðherra Japans, sagði landið vera reiðubúið til að verða einn af leiðtogum loftslagsmála.

Þá hafa ráðamenn Suður-Kóreu lagt fram nýjar skuldbindingar í þessum efnum. Ein af aðgerðum þarlendra stjórnvalda verður að hætta að fjármagna orkuver sem ganga fyrir kolum.

Aðgerðarleysi Kínverja veldur gremju

Skuldbindingar Kína, Rússlands og Indlands hafa aftur á móti ekkert breyst frá því sem áður var. Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur það valdið gremju bæði innan raða repúblikana jafnt sem demókrata að Kínverjar ætli ekki að leggja fram metnaðarfyllri loforð um minnkun losunar. Sögulega eiga Bandaríkjamenn mesta sök á því magni gróðurhúsalofttegunda sem losnað hefur í andrúmsloftið en í dag eru það Kínverjar sem losa mest.

Repúblikanar hafa gagnrýnt það að Bandaríkjamenn þurfi að færa fórnir á meðan Kínverjar halda áfram að brenna kolum. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði til að mynda í vikunni að Kínverjar héldu „blygðunarlaust“ áfram á sömu braut þegar kemur að losun. Hann benti einnig á að hlutdeild Kínverja í losun gróðurhúsalofttegunda á ársgrundvelli um þessar mundir væri nærri tvöföld á við hlutdeild Bandaríkjamanna.

Á leiðtogafundinum gaf Xi Jinping það þó í skyn að von yrði á samdrætti í notkun kola á næstu árum, án þess þó að uppfæra skuldbindingar í losun, líkt og áður segir. Búast má við að bruni kola í Kína muni færast í aukana eftir að kórónuveirufaraldurinn dvalar og samkvæmt tölum frá Alþjóða orkumálastofnuninni sem vísað er í í umfjöllum BBC mun helmingur allrar aukningar í kolabrennslu þessa árs eiga sér stað í Kína.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur heldur ekki heitið frekari aðgerðum líkt og Xi Jinping. Á fundinum lagði hann áherslu á að losun Indverja á hvern íbúa sé 60 prósentum minni heldur heimsmeðaltalið. Hann sagði að lífstílsbreytingar ættu að skipa stærri sess í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Tæknin örlítið að stríða forsetanum

Leiðtogafundurinn gekk ekki þrautalaust fyrir sig eins og rakið er í umfjöllun New York Times. Upphafsræður Bidens og Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, máttu sín lítils gagnvart háværu bergmáli á köflum. Þá gekk erfiðlega að kynna Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, en Emmanuel Macron, Frakklandsforseti stal gjarnan sviðsljósinu í myndsímtalinu.

Douglas Brinkley, sagnfræðingur sem meðal annars sérhæfir sig í öllu því sem við kemur embætti Bandaríkjaforseta, sagði þennan vandræðagang ekki gefa góð fyrirheit fyrir stóru áskoranirnar sem bíða þjóðarleiðtoganna., „Það er ótrúlegt að sjá hversu erfiðlega tæknimálin gengu. Það fær mann til að hugsa hversu vel eigi eftir að ganga með að ráða niðurlögum loftslagsbreytinga þegar jafn illa gengur að koma einföldu vefstreymi í gangi,“ er haft eftir honum í grein New York Times.

Þrátt fyrir þessa byrjunarörðugleika lýstu leiðtogarnir því yfir að þeim væri létt að vita til þess að vísindi væru enn á ný í hávegum höfð meðal bandarískra stjórnvalda. Einn fundargesta sem talaði á þessum nótum var Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún sagði það vera gott að fá Bandaríkin aftur til liðs við þær þjóðir sem vilja gera eitthvað í málunum. „Parísarsamkomulagið er líftrygging mannkyns,“ sagði hún meðal annars á fundinum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent