Boða þéttingu og fjárfestingu í núverandi hverfum og lægri gjöld fyrir tekjulága

Samfylkingin vill að tekjulágar fjölskyldur í Reykjavík greiði minna fyrir leikskóla- og frístund, skoða hvort jarðgöng væru fýsilegri en Miklubrautarstokkur og leggur áherslu á uppbyggingu á svæðum eins og Ártúnshöfða, Skeifu, Múlahverfi og Mjódd.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er oddviti Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er oddviti Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin setti kosn­inga­bar­áttu sína í Reykja­vík af stað með fundi í Gamla bíó á Sum­ar­dag­inn fyrsta. Flokk­ur­inn hefur verið í meiri­hluta í borg­ar­stjórn óslitið frá 2010 og hefur odd­vit­inn Dagur B. Egg­erts­son verið borg­ar­stjóri frá 2014.

Flokk­ur­inn var sá næst stærsti í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum árið 2018, fékk 25,9 pró­sent atkvæða og sjö borg­ar­full­trúa kjörna. Í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­son­ar, sem birt var í morg­un, mæld­ist Sam­fylk­ingin stærst fram­boða með 23,5 pró­senta fylgi í Reykja­vík.

Kosn­inga­á­herslur Sam­fylk­ing­ar­innar voru sam­þykktar á Reykja­vík­ur­þingi flokks­ins undir lok mars. Þær eru sagðar afrakstur sam­ráðs við borg­ar­búa í aðdrag­anda kosn­inga og hug­mynda­vinnu mál­efna­hópa flokks­ins í borg­inni.

Áhersl­urnar eru allít­ar­legar og settar fram á fjöru­tíu og einni blað­síðu undir slag­orð­inu „Reykja­vík á réttri leið“. Kjarn­inn leit yfir stefnu flokks­ins í borg­inni og tók saman helstu áherslu­at­riðin og aðgerð­irnar sem flokk­ur­inn boð­ar.

Margt í stefnu Sam­fylk­ing­ar­innar er, ef til vill eðli­lega, end­ur­ómur þeirrar stefnu sem borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn hefur staðið fyrir á kjör­tíma­bil­inu og sett eru fram fyr­ir­heit um að halda áfram á sömu braut.

Borgin úthluti fleiri lóðum og gerður verði „hús­næð­is­sátt­máli“

Í umfjöllun um stefnu flokks­ins í hús­næð­is­málum segir þannig að síð­ustu ár hafi verið metár í hús­næð­is­upp­bygg­ingu í borg­inni og að Reykja­vík eigi að mæta þeirri miklu eft­ir­spurn sem nú er eftir fast­eignum með auk­inni úthlutun lóða og sam­þykki skipu­lags- og bygg­ing­ar­verk­efna, með sér­stakri áherslu á stað­setn­ingu við þró­unarása Borg­ar­línu.

Flokk­ur­inn vill einnig tryggja að nóg bygg­ist af félags­legum leigu­í­búðum og er Sam­fylk­ing með það í sínum kosn­inga­á­herslum að það ger­ist ekki ein­ungis í Reykja­vík, heldur verði gerður svo­kall­aður „hús­næð­is­sátt­máli“ fyrir allt höf­uð­borg­ar­svæðið þar sem meðal ann­ars verði kveðið á um hlut­fall félags­legra leigu­í­búða og hlut­fall óhagn­að­ar­drif­innar upp­bygg­ingar í öllum sveit­ar­fé­lög­um, en sjálf er borgin með það mark­mið að fjórð­ungur allrar upp­bygg­ingar sé á vegum óhagn­að­ar­drif­inna félaga.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin leggur áherslu á þétt­ingu byggðar og segir dreif­ingu byggð­ar­innar dýra og tíma­freka, auka umferð, veikja almenn­ings­sam­göng­ur, auka tafa­tíma í umferð­inni og gegn árangri í lofts­lags­mál­um. Flokk­ur­inn segir að sam­göngusátt­máli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins feli í sér „mikil tæki­færi til góðrar borg­ar­þró­unar og upp­bygg­ingar íbúða­hús­næð­is“ og að þar séu þétt­ing­ar­reitir með­fram Borg­ar­línu „í fremstu röð“.

Áhersla Sam­fylk­ing­ar­innar er á að „end­ur­nýjun og upp­bygg­ing hefj­ist innan svæða sem liggja nærri Borg­ar­línu og þeim innviðum sem henni munu fylgja, svo sem í Skeifu, Múla­hverfi og Mjódd.“

Lægri leik­skóla- og frí­stunda­gjöld fyrir tekju­lága

Sam­fylk­ingin seg­ist vilja „lækka gjöld í leik­skólum og frí­stund hjá fjöl­skyldum með lágar tekjur og auka sam­ræmi í gjald­töku milli leik­skóla og frí­stund­ar“. Flokk­ur­inn vill að hjón og sam­búð­ar­fólk með lágar tekjur njóti afsláttar af leik­skóla­gjöldum til jafns við ein­stæða for­eldra, öryrkja og náms­menn.

Í leik­skóla­málum segir flokk­ur­inn stefnt að því að byrja að taka á móti 12 mán­aða börnum í leik­skóla strax á kom­andi hausti, eins og borgin til­kynnti í frétta­til­kynn­ingu í byrjun mars, og að stefnt skuli að því að „með­al­aldur barna við inn­töku lækki úr 19 mán­uðum í 13-14 mán­uð­i“.

Sam­fylk­ingin var einnig með það á stefnu­skrá sinni fyrir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar að koma 12-18 mán­aða börnum inn á leik­skóla. „Á næsta kjör­tíma­bili viljum við klára upp­bygg­ingu leik­skól­anna í eitt skipti fyrir öll með því að bjóða 12 til 18 mán­aða börnum leik­skóla­pláss í fyrsta skipt­i,“ sagði í stefnu flokks­ins frá vor­inu 2018, eins og hún var sett fram á vef­síð­unni Ég kýs.

Í útdrætti um stefnu­mál á heima­síðu Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík segir reyndar að Sam­fylk­ingin hafi sagt fyrir síð­ustu kosn­ingar að brúa ætti bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla „á innan við sex árum“ og því sé Reykja­vík­ur­borg nú „á undan áætl­un“ í þessum efn­um.

Sam­fylk­ingin vill hækka frí­stunda­styrk barna upp í 75 þús­und krónur á ári og upp í 100 þús­und krónur á ári fyrir börn sem koma af heim­ilum með lágar tekj­ur. Einnig vill flokk­ur­inn að ónýtt fjár­magn frí­stunda­styrks innan hverfa renni í frí­stunda­sjóð, sem borg­ar­mið­stöð við­kom­andi hverfis geti varið til að styðja tekju­lágar fjöl­skyldur við að mæta kostn­aði við frí­stundir barna.

Vilja klára Borg­ar­línu og umferð­ar­stokka

Borg­ar­lína og umferð­ar­stokkar á Miklu­braut og Sæbraut voru áber­andi í kosn­inga­bar­áttu Sam­fylk­ing­ar­innar 2018 og þessi mál eru öll hluti af sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem und­ir­rit­aður var á kjör­tíma­bil­inu.

Um Borg­ar­línu segir Sam­fylk­ingin að það eigi að „klára dæm­ið“ og að styðja þurfi við verk­efnið á öllum stigum á næstu árum, auk þess sem flokk­ur­inn vill að tíma­á­ætl­anir Borg­ar­línu verði end­ur­skoð­aðar með áherslu á að teng­ingar Efra-Breið­holts og Keldna­lands.

Stokk­arnir eru svo sagðir „lyk­il­verk­efni“ í að bæta umferð og vinna gegn nei­kvæðum áhrifum hennar á nálæga byggð. Sam­fylk­ingin vill að skoðað verði „hvort áhuga­vert geti verið að í stað þess að Mikla­braut fari í stokk að Kringlu­svæð­inu þá verði gerð jarð­göng sem endi við Grens­ás­veg“. Öll fram­tíð­ar­þróun í sam­göngu­málum segir Sam­fylk­ingin að ætti að „miða að því að auka frelsi í sam­göngum og draga úr ofurá­herslu á einka­bíl­inn“.

Fjár­fest­ingar innan hverfa sem þegar eru til

Sam­fylk­ingin leggur sem áður segir áherslu á þétt­ingu byggð­ar. Flokk­ur­inn seg­ist vilja halda áfram að vinna eftir fjár­fest­ing­ar­á­ætl­un­inni Græna plani borg­ar­innar og „fjár­festa fyrir tugi millj­arða í þeim hverfum sem við búum í nú þeg­ar“ og segir hug­myndir um „stór­aukna útþenslu og dreif­ingu byggð­ar“ ganga gegn þeirri áætl­un. „Það er nefni­lega ekki hægt að gera bæði, setja tug­millj­arða í gróin hverfi og leggja tug­millj­arða í ný hverfi frá grunn­i,“ ­segir á kosn­inga­vef Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Kjarn­inn mun halda áfram að fjalla um fram­lögð stefnu­mál fram­boða í Reykja­vík­ur­borg á næstu dög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent