Bólusettir kenna óbólusettum um fjölgun smita

Þegar bólusettir Bandaríkjamenn eru spurðir út í það hverju megi kenna um fjölgun smita og útbreiðslu nýrra afbrigða þar í landi nefna tæp 80 prósent þá landa sína sem eru af einhverjum ástæðum óbólusettir.

Það hægðist á bólusetningum í Bandaríkjunum í sumar. Nú hafa 70 prósent fullorðinna þó fengið fyrri skammt bólusetnis hið minnsta.
Það hægðist á bólusetningum í Bandaríkjunum í sumar. Nú hafa 70 prósent fullorðinna þó fengið fyrri skammt bólusetnis hið minnsta.
Auglýsing

Tæp­lega átta­tíu pró­sent bólu­settra Banda­ríkja­manna telja það óbólu­settum löndum sínum að kenna að far­aldur COVID-19 er nú aftur í vexti vest­an­hafs, sam­kvæmt nið­ur­stöðum skoð­ana­könn­unar sem banda­ríski mið­ill­inn Axios vann í sam­starfi við könn­un­ar­fyr­ir­tækið Ipsos.

Að sama skapi telja innan við tíu pró­sent þeirra sem ekki hafa af ein­hverjum ástæðum þegið bólu­setn­ingu gegn COVID-19 að þeir sjálfir og aðrir óbólu­settir landar þeirra beri sök á því að smitum fjölgi og ný afbrigði veirunnar hafi náð útbreiðslu í Banda­ríkj­un­um.

Rúmur þriðj­ungur bólu­settra Banda­ríkja­manna er síðan á því að kenna megi Don­ald Trump fyrr­ver­andi for­seta lands­ins að ein­hverju leyti um að staðan sé að versna og litlu færri telja að kenna megi íhalds­sömum fjöl­miðlum um að far­ald­ur­inn sé í vexti.

Óbólu­settir Banda­ríkja­menn eru hins vegar lík­legri til þess að telja sök­ina liggja hjá erlendum ferða­mönnum sem koma til Banda­ríkj­anna (36,9 pró­sent), meg­in­straums­fjöl­miðlum (27,1 pró­sent) og löndum sínum sem halda í ferða­lög út í heim (22,7 pró­sent). Rúm 20 pró­sent óbólu­settra segja síðan að kenna megi Joe Biden for­seta Banda­ríkj­anna um að far­ald­ur­inn sé í vexti.

Í frétt Axios um nið­ur­stöður könn­un­ar­innar eru vitnað til túlk­unar Cliff Young, sam­skipta­stjóra rann­sókn­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ipsos á töl­un­um. Hann segir nið­ur­stöð­una end­ur­spegli þá skörpu skautun sem er á milli and­stæðra fylk­inga í stjórn­málum vest­an­hafs og hefur smit­ast inn í umræðu um far­ald­ur­inn og bólu­setn­ing­ar.

„Ef þetta hefði átt sér stað fyrir 30 eða 40 árum síð­an, þá ættum við ekki við sama vanda að etja,“ hefur Axios eftir Young. Hann segir að það sem við sé að etja sé „veggur alvar­lega vill­andi upp­lýs­inga“ sem komi í veg fyrir að stað­reyndir skili sér til hluta almenn­ings.

70 pró­sent full­orð­inna hafa fengið eina sprautu

Á mánu­dag­inn náð­ist mark­mið Biden-­stjórn­ar­innar um að bólu­setja 70 pró­sent full­orð­inna Banda­ríkja­manna að minnsta kosti einu sinni. Biden hafði stefnt að því að þessu marki yrði náð fyrir þjóð­há­tíð­ar­dag­inn 4. júlí, en það tók næstum mán­uði lengri tíma en áætlað var.

Afar mis­jafnt er eftir ríkjum hversu hátt hlut­fall almenn­ings hefur kosið að þiggja bólu­setn­ingu og staðan á spít­ölum í ríkjum á borð við Flór­ída er orðin erf­ið. Þar voru yfir 10 þús­und manns inniliggj­andi með COVID-19 um helg­ina og stefndi sá fjöldi óðfluga fram úr því þegar staðan var hvað verst síð­asta sum­ar.

Auglýsing

Yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra sem eru að leggj­ast inn á spít­ala eða lát­ast eftir að hafa greinst með COVID-19 í Banda­ríkj­unum þessa dag­ana eru ein­stak­lingar sem hafa ekki þegið bólu­setn­ingu, af ein­hverjum ástæð­um.

Hið sama er að koma í ljós þar rétt eins og ann­ars­stað­ar, bólu­setn­ingar virka vel til þess að koma í veg fyrir alvar­leg veik­indi af völdum COVID-19 hjá þorra fólks.

Þvingun vinnu­staðar myndi ein­ungis láta þriðj­ung þiggja sprautu

Leið­togar í stjórn­málum vest­an­hafs klóra sér nú í koll­inum og íhuga hvaða leiðir eru færar til þess að fá fleiri til þess að þiggja bólu­efni. Þegar er búið að boða af hálfu Biden-­stjórn­ar­innar að brátt þurfi allir starfs­menn banda­ríska alrík­is­ins að sýna fram á bólu­setn­ingu eða sætta sig ella við að þurfa að ganga með grímu eða skila inn reglu­legum COVID-­prófum og fjölda­mörg stór­fyr­ir­tæki munu gera kröfu um að starfs­menn verði bólu­sett­ir, ætli þeir sér að snúa aftur á skrif­stof­una í haust.

Slíkar þving­un­ar­að­gerðir af hálfu vinnu­veit­enda leggj­ast þó öfugt í óbólu­setta Banda­ríkja­menn. Sam­kvæmt könn­un­inni frá Axios og Ipsos sagð­ist ein­ungis um þriðj­ungur óbólu­settra að þeir myndu þiggja bólu­efni ef vinnu­veit­andi þeirra krefð­ist bólu­setn­ing­ar.

Það var þó hærra hlut­fall óbólu­settra en sögð­ust vilj­ugir til þess að þiggja bólu­setn­ingu ef slík yrði gerð að skil­yrði fyrir því að fá að sækja íþrótta­við­burði eða tón­leika eða ferð­ast með flug­vél­um.

Fleiri virð­ast til­búnir að hugsa sig um

Axios og Ipsos hafa fram­kvæmt kann­anir sam­bæri­legar þess­ari með reglu­legu milli­bili frá því í upp­hafi árs. Í frétt Axios um nið­ur­stöð­urnar er dregið fram að hlut­fall þeirra sem hafa tekið hvað ein­arð­asta afstöðu gegn bólu­setn­ingum fari lækk­andi og sé nú 15 pró­sent í stað þess að hafa hald­ist nokkuð stöðugt í kringm 20 pró­sent frá því í febr­úar og fram í júní.

Það þýð­ir, sam­kvæmt frétt mið­ils­ins, að þrátt fyrir að um 30 pró­sent full­orð­inna seg­ist ekki vera til­búin að láta bólu­setja sig, gæti ögn stærri hluti þeirra nú verið til­bú­inn að láta sann­fær­ast um kosti bólu­setn­inga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent