Bólusettir kenna óbólusettum um fjölgun smita

Þegar bólusettir Bandaríkjamenn eru spurðir út í það hverju megi kenna um fjölgun smita og útbreiðslu nýrra afbrigða þar í landi nefna tæp 80 prósent þá landa sína sem eru af einhverjum ástæðum óbólusettir.

Það hægðist á bólusetningum í Bandaríkjunum í sumar. Nú hafa 70 prósent fullorðinna þó fengið fyrri skammt bólusetnis hið minnsta.
Það hægðist á bólusetningum í Bandaríkjunum í sumar. Nú hafa 70 prósent fullorðinna þó fengið fyrri skammt bólusetnis hið minnsta.
Auglýsing

Tæp­lega átta­tíu pró­sent bólu­settra Banda­ríkja­manna telja það óbólu­settum löndum sínum að kenna að far­aldur COVID-19 er nú aftur í vexti vest­an­hafs, sam­kvæmt nið­ur­stöðum skoð­ana­könn­unar sem banda­ríski mið­ill­inn Axios vann í sam­starfi við könn­un­ar­fyr­ir­tækið Ipsos.

Að sama skapi telja innan við tíu pró­sent þeirra sem ekki hafa af ein­hverjum ástæðum þegið bólu­setn­ingu gegn COVID-19 að þeir sjálfir og aðrir óbólu­settir landar þeirra beri sök á því að smitum fjölgi og ný afbrigði veirunnar hafi náð útbreiðslu í Banda­ríkj­un­um.

Rúmur þriðj­ungur bólu­settra Banda­ríkja­manna er síðan á því að kenna megi Don­ald Trump fyrr­ver­andi for­seta lands­ins að ein­hverju leyti um að staðan sé að versna og litlu færri telja að kenna megi íhalds­sömum fjöl­miðlum um að far­ald­ur­inn sé í vexti.

Óbólu­settir Banda­ríkja­menn eru hins vegar lík­legri til þess að telja sök­ina liggja hjá erlendum ferða­mönnum sem koma til Banda­ríkj­anna (36,9 pró­sent), meg­in­straums­fjöl­miðlum (27,1 pró­sent) og löndum sínum sem halda í ferða­lög út í heim (22,7 pró­sent). Rúm 20 pró­sent óbólu­settra segja síðan að kenna megi Joe Biden for­seta Banda­ríkj­anna um að far­ald­ur­inn sé í vexti.

Í frétt Axios um nið­ur­stöður könn­un­ar­innar eru vitnað til túlk­unar Cliff Young, sam­skipta­stjóra rann­sókn­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ipsos á töl­un­um. Hann segir nið­ur­stöð­una end­ur­spegli þá skörpu skautun sem er á milli and­stæðra fylk­inga í stjórn­málum vest­an­hafs og hefur smit­ast inn í umræðu um far­ald­ur­inn og bólu­setn­ing­ar.

„Ef þetta hefði átt sér stað fyrir 30 eða 40 árum síð­an, þá ættum við ekki við sama vanda að etja,“ hefur Axios eftir Young. Hann segir að það sem við sé að etja sé „veggur alvar­lega vill­andi upp­lýs­inga“ sem komi í veg fyrir að stað­reyndir skili sér til hluta almenn­ings.

70 pró­sent full­orð­inna hafa fengið eina sprautu

Á mánu­dag­inn náð­ist mark­mið Biden-­stjórn­ar­innar um að bólu­setja 70 pró­sent full­orð­inna Banda­ríkja­manna að minnsta kosti einu sinni. Biden hafði stefnt að því að þessu marki yrði náð fyrir þjóð­há­tíð­ar­dag­inn 4. júlí, en það tók næstum mán­uði lengri tíma en áætlað var.

Afar mis­jafnt er eftir ríkjum hversu hátt hlut­fall almenn­ings hefur kosið að þiggja bólu­setn­ingu og staðan á spít­ölum í ríkjum á borð við Flór­ída er orðin erf­ið. Þar voru yfir 10 þús­und manns inniliggj­andi með COVID-19 um helg­ina og stefndi sá fjöldi óðfluga fram úr því þegar staðan var hvað verst síð­asta sum­ar.

Auglýsing

Yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra sem eru að leggj­ast inn á spít­ala eða lát­ast eftir að hafa greinst með COVID-19 í Banda­ríkj­unum þessa dag­ana eru ein­stak­lingar sem hafa ekki þegið bólu­setn­ingu, af ein­hverjum ástæð­um.

Hið sama er að koma í ljós þar rétt eins og ann­ars­stað­ar, bólu­setn­ingar virka vel til þess að koma í veg fyrir alvar­leg veik­indi af völdum COVID-19 hjá þorra fólks.

Þvingun vinnu­staðar myndi ein­ungis láta þriðj­ung þiggja sprautu

Leið­togar í stjórn­málum vest­an­hafs klóra sér nú í koll­inum og íhuga hvaða leiðir eru færar til þess að fá fleiri til þess að þiggja bólu­efni. Þegar er búið að boða af hálfu Biden-­stjórn­ar­innar að brátt þurfi allir starfs­menn banda­ríska alrík­is­ins að sýna fram á bólu­setn­ingu eða sætta sig ella við að þurfa að ganga með grímu eða skila inn reglu­legum COVID-­prófum og fjölda­mörg stór­fyr­ir­tæki munu gera kröfu um að starfs­menn verði bólu­sett­ir, ætli þeir sér að snúa aftur á skrif­stof­una í haust.

Slíkar þving­un­ar­að­gerðir af hálfu vinnu­veit­enda leggj­ast þó öfugt í óbólu­setta Banda­ríkja­menn. Sam­kvæmt könn­un­inni frá Axios og Ipsos sagð­ist ein­ungis um þriðj­ungur óbólu­settra að þeir myndu þiggja bólu­efni ef vinnu­veit­andi þeirra krefð­ist bólu­setn­ing­ar.

Það var þó hærra hlut­fall óbólu­settra en sögð­ust vilj­ugir til þess að þiggja bólu­setn­ingu ef slík yrði gerð að skil­yrði fyrir því að fá að sækja íþrótta­við­burði eða tón­leika eða ferð­ast með flug­vél­um.

Fleiri virð­ast til­búnir að hugsa sig um

Axios og Ipsos hafa fram­kvæmt kann­anir sam­bæri­legar þess­ari með reglu­legu milli­bili frá því í upp­hafi árs. Í frétt Axios um nið­ur­stöð­urnar er dregið fram að hlut­fall þeirra sem hafa tekið hvað ein­arð­asta afstöðu gegn bólu­setn­ingum fari lækk­andi og sé nú 15 pró­sent í stað þess að hafa hald­ist nokkuð stöðugt í kringm 20 pró­sent frá því í febr­úar og fram í júní.

Það þýð­ir, sam­kvæmt frétt mið­ils­ins, að þrátt fyrir að um 30 pró­sent full­orð­inna seg­ist ekki vera til­búin að láta bólu­setja sig, gæti ögn stærri hluti þeirra nú verið til­bú­inn að láta sann­fær­ast um kosti bólu­setn­inga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021
Kjarninn 16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
Kjarninn 16. janúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Taugar til tveggja heima
Kjarninn 16. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
Kjarninn 16. janúar 2022
Lars Findsen
Ótrúlegra en lygasaga
Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa lekið upplýsingum, sem varða öryggi Danmerkur, til fjölmiðla. Slíkt getur kostað tólf ára fangelsi.
Kjarninn 16. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent