Bólusettir kenna óbólusettum um fjölgun smita

Þegar bólusettir Bandaríkjamenn eru spurðir út í það hverju megi kenna um fjölgun smita og útbreiðslu nýrra afbrigða þar í landi nefna tæp 80 prósent þá landa sína sem eru af einhverjum ástæðum óbólusettir.

Það hægðist á bólusetningum í Bandaríkjunum í sumar. Nú hafa 70 prósent fullorðinna þó fengið fyrri skammt bólusetnis hið minnsta.
Það hægðist á bólusetningum í Bandaríkjunum í sumar. Nú hafa 70 prósent fullorðinna þó fengið fyrri skammt bólusetnis hið minnsta.
Auglýsing

Tæp­lega átta­tíu pró­sent bólu­settra Banda­ríkja­manna telja það óbólu­settum löndum sínum að kenna að far­aldur COVID-19 er nú aftur í vexti vest­an­hafs, sam­kvæmt nið­ur­stöðum skoð­ana­könn­unar sem banda­ríski mið­ill­inn Axios vann í sam­starfi við könn­un­ar­fyr­ir­tækið Ipsos.

Að sama skapi telja innan við tíu pró­sent þeirra sem ekki hafa af ein­hverjum ástæðum þegið bólu­setn­ingu gegn COVID-19 að þeir sjálfir og aðrir óbólu­settir landar þeirra beri sök á því að smitum fjölgi og ný afbrigði veirunnar hafi náð útbreiðslu í Banda­ríkj­un­um.

Rúmur þriðj­ungur bólu­settra Banda­ríkja­manna er síðan á því að kenna megi Don­ald Trump fyrr­ver­andi for­seta lands­ins að ein­hverju leyti um að staðan sé að versna og litlu færri telja að kenna megi íhalds­sömum fjöl­miðlum um að far­ald­ur­inn sé í vexti.

Óbólu­settir Banda­ríkja­menn eru hins vegar lík­legri til þess að telja sök­ina liggja hjá erlendum ferða­mönnum sem koma til Banda­ríkj­anna (36,9 pró­sent), meg­in­straums­fjöl­miðlum (27,1 pró­sent) og löndum sínum sem halda í ferða­lög út í heim (22,7 pró­sent). Rúm 20 pró­sent óbólu­settra segja síðan að kenna megi Joe Biden for­seta Banda­ríkj­anna um að far­ald­ur­inn sé í vexti.

Í frétt Axios um nið­ur­stöður könn­un­ar­innar eru vitnað til túlk­unar Cliff Young, sam­skipta­stjóra rann­sókn­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ipsos á töl­un­um. Hann segir nið­ur­stöð­una end­ur­spegli þá skörpu skautun sem er á milli and­stæðra fylk­inga í stjórn­málum vest­an­hafs og hefur smit­ast inn í umræðu um far­ald­ur­inn og bólu­setn­ing­ar.

„Ef þetta hefði átt sér stað fyrir 30 eða 40 árum síð­an, þá ættum við ekki við sama vanda að etja,“ hefur Axios eftir Young. Hann segir að það sem við sé að etja sé „veggur alvar­lega vill­andi upp­lýs­inga“ sem komi í veg fyrir að stað­reyndir skili sér til hluta almenn­ings.

70 pró­sent full­orð­inna hafa fengið eina sprautu

Á mánu­dag­inn náð­ist mark­mið Biden-­stjórn­ar­innar um að bólu­setja 70 pró­sent full­orð­inna Banda­ríkja­manna að minnsta kosti einu sinni. Biden hafði stefnt að því að þessu marki yrði náð fyrir þjóð­há­tíð­ar­dag­inn 4. júlí, en það tók næstum mán­uði lengri tíma en áætlað var.

Afar mis­jafnt er eftir ríkjum hversu hátt hlut­fall almenn­ings hefur kosið að þiggja bólu­setn­ingu og staðan á spít­ölum í ríkjum á borð við Flór­ída er orðin erf­ið. Þar voru yfir 10 þús­und manns inniliggj­andi með COVID-19 um helg­ina og stefndi sá fjöldi óðfluga fram úr því þegar staðan var hvað verst síð­asta sum­ar.

Auglýsing

Yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra sem eru að leggj­ast inn á spít­ala eða lát­ast eftir að hafa greinst með COVID-19 í Banda­ríkj­unum þessa dag­ana eru ein­stak­lingar sem hafa ekki þegið bólu­setn­ingu, af ein­hverjum ástæð­um.

Hið sama er að koma í ljós þar rétt eins og ann­ars­stað­ar, bólu­setn­ingar virka vel til þess að koma í veg fyrir alvar­leg veik­indi af völdum COVID-19 hjá þorra fólks.

Þvingun vinnu­staðar myndi ein­ungis láta þriðj­ung þiggja sprautu

Leið­togar í stjórn­málum vest­an­hafs klóra sér nú í koll­inum og íhuga hvaða leiðir eru færar til þess að fá fleiri til þess að þiggja bólu­efni. Þegar er búið að boða af hálfu Biden-­stjórn­ar­innar að brátt þurfi allir starfs­menn banda­ríska alrík­is­ins að sýna fram á bólu­setn­ingu eða sætta sig ella við að þurfa að ganga með grímu eða skila inn reglu­legum COVID-­prófum og fjölda­mörg stór­fyr­ir­tæki munu gera kröfu um að starfs­menn verði bólu­sett­ir, ætli þeir sér að snúa aftur á skrif­stof­una í haust.

Slíkar þving­un­ar­að­gerðir af hálfu vinnu­veit­enda leggj­ast þó öfugt í óbólu­setta Banda­ríkja­menn. Sam­kvæmt könn­un­inni frá Axios og Ipsos sagð­ist ein­ungis um þriðj­ungur óbólu­settra að þeir myndu þiggja bólu­efni ef vinnu­veit­andi þeirra krefð­ist bólu­setn­ing­ar.

Það var þó hærra hlut­fall óbólu­settra en sögð­ust vilj­ugir til þess að þiggja bólu­setn­ingu ef slík yrði gerð að skil­yrði fyrir því að fá að sækja íþrótta­við­burði eða tón­leika eða ferð­ast með flug­vél­um.

Fleiri virð­ast til­búnir að hugsa sig um

Axios og Ipsos hafa fram­kvæmt kann­anir sam­bæri­legar þess­ari með reglu­legu milli­bili frá því í upp­hafi árs. Í frétt Axios um nið­ur­stöð­urnar er dregið fram að hlut­fall þeirra sem hafa tekið hvað ein­arð­asta afstöðu gegn bólu­setn­ingum fari lækk­andi og sé nú 15 pró­sent í stað þess að hafa hald­ist nokkuð stöðugt í kringm 20 pró­sent frá því í febr­úar og fram í júní.

Það þýð­ir, sam­kvæmt frétt mið­ils­ins, að þrátt fyrir að um 30 pró­sent full­orð­inna seg­ist ekki vera til­búin að láta bólu­setja sig, gæti ögn stærri hluti þeirra nú verið til­bú­inn að láta sann­fær­ast um kosti bólu­setn­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent