Borgarlínan stendur í frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Þau sem vilja tvö efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast öll vilja fara með borgarlínuverkefnið í aðrar áttir en núverandi meirihluti borgarstjórnar. Svokölluð „léttlína“ og mislæg gatnamót eru ofarlega í huga sumra frambjóðenda.

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins settu fram afstöðu sína til Borgarlínu og ýmislegs annars í skjali sem Sjálfstæðisflokkurinn birti á dögunum.
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins settu fram afstöðu sína til Borgarlínu og ýmislegs annars í skjali sem Sjálfstæðisflokkurinn birti á dögunum.
Auglýsing

Þátt­tak­endur sem stefna á efstu sætin í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, sem hófst í dag og lýkur á morg­un, eru nær allir nei­kvæðir í garð upp­bygg­ingar Borg­ar­línu sem hágæða almenn­ings­sam­göngu­kerfis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í þeirri mynd sem unnið er að.

Þetta má lesa í skjali sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn birti nýlega með svörum fram­bjóð­enda í próf­kjör­inu við spurn­ingum sem kjós­endur sendu inn.

Þar var spurt hvort fram­bjóð­end­urnir væru „fylgj­andi Borg­ar­línu eins og núver­andi meiri­hluti borg­ar­stjórnar setur verk­efnið upp“ og einnig var spurn­ingin „Þessi nálgun að fjár­festa millj­örðum í strætó á sterum er 19 aldar lausn á 21 aldar vanda, er eitt­hvað sem veldur mér áhyggj­um, hver er sýn fram­bjóð­enda að leysa þennan sam­göngu­vanda?“ borin undir þátt­tak­endur í próf­kjör­inu.

Hildur segir borg­ar­stjóra þrengja að annarri umferð – Alda hall­ast að „létt­línu“

Þær Hildur Björns­dóttir og Ragn­hildur Alda M. Vil­hjálms­dóttir bít­ast um odd­vita­sætið hjá Sjálf­stæð­is­flokknum í borg­inni. Hildur segir í svari sínu við fyrri spurn­ing­unni sem nefnd var hér að ofan að hún sé „ekki sam­mála útfærslum borg­ar­stjóra á Borg­ar­línu sem miða að því að þrengja að öðrum kostum í sam­göng­um“.

Um leið seg­ist hún þó vera sam­mála for­manni Sjálf­stæð­is­flokks, þing­flokki flokks­ins auk bæj­ar­stjóra sjálf­stæð­is­manna í öðrum sveit­ar­fé­lögum um að unnið verði að inn­leið­ingu sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sem hún seg­ist styðja.

Hildur segir í svari við síð­ari spurn­ing­unni að fólk eigi að „hafa frjálst val um það hvort það fari leiðar sinnar gang­andi, akandi, hjólandi eða með almenn­ings­vögn­um“ og bætir við að sú hug­mynd að velja þurfi einn far­ar­máta til að not­ast við öllum stundum sé „hvorki raun­hæf né eft­ir­sókn­ar­verð.“

„Ég er jákvæð fyrir betri almenn­ings­sam­göngum sem miða að því að tryggja vagna í sér­rými, tíð­ari ferðir og betri bið­skýli. [...] Það er vel unnt að tryggja greiðar almenn­ings­sam­göngur án þess að þrengja að bíla­um­ferð,“ segir Hild­ur, sem hefur gagn­rýnt það að mögu­lega standi til að fækka akreinum fyrir almenna umferð á Suð­ur­lands­braut sam­hliða upp­bygg­ingu sér­rýmis Borg­ar­línu þar.

Ragn­hildur Alda seg­ist ekki fylgj­andi Borg­ar­línu eins og verk­efnið hafi verið sett upp, heldur seg­ist hún „hall­ast að Létt­línu útgáf­unn­i,“ og á þar við hug­myndir um útfærslu Borg­ar­línu þar sem sér­rými fyrir vagn­ana yrði ekki fyrir miðju heldur í jaðri vega.

Slíkar hug­myndir hafa verið settar fram af hópi sem kallar sig Áhuga­fólk um sam­göngur fyrir alla, sem einnig leggur til að minna fé verði sett í bættar almenn­ings­sam­göngur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en sam­göngusátt­mál­inn gerir ráð fyrir og þeim mun meira fé í bygg­ingu fjölda nýrra mis­lægra gatna­móta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Allir sem vilja annað sæti mót­fallnir Borg­ar­línu í núver­andi mynd

Fimm fram­bjóð­endur gefa kost á sér í annað sætið í próf­kjöri flokks­ins, þau Marta Guð­jóns­dótt­ir, Kjartan Magn­ús­son, Frið­jón R. Frið­jóns­son, Þor­kell Sig­ur­laugs­son og Birna Haf­stein. Ekk­ert þeirra er fylgj­andi Borg­ar­línu eins og hún hefur verið lögð upp.

Þau Frið­jón og Birna svara því til að þau séu ekki hlynnt Borg­ar­línu eins og núver­andi meiri­hluti hafi verið að vinna að verk­efn­inu, en Birna seg­ist í svari sínu „vísa í sam­göngusátt­mál­ann hvað þetta varð­ar“.

Marta, Þor­kell og Kjartan segj­ast öll vera and­víg Borg­ar­línu í þeirri mynd sem verk­efnið er lagt upp. Marta full­yrðir að Borg­ar­lína muni ekki leysa umferð­ar­vand­ann þar sem henni sé ætlað að taka akreinar af annarri umferð, auk þess sem hún sé hrein­lega „óraun­hæf og kostn­aður við hana him­in­hár“, auk þess sem allt sé á huldu um það hver muni greiða rekstr­ar­kostn­að.

Auglýsing

Marta segir enn­fremur að Borg­ar­línan sé „tíma­skekkja“ þegar haft sé í huga að „við stöndum á þrös­k­uldi bylt­inga í sam­göngum og í gerð far­ar­tækja“ auk þess sem Borg­ar­línan sé ekki ein­ungis sam­göngu­stefna heldur líka skipu­lags­stefna, sem hún sé alfarið mót­fall­in. Kallar hún það „að­för að lýð­heilsu borg­ar­búa“ að meg­in­upp­bygg­ing íbúð­ar­byggðar verði með­fram borg­ar­línu og stofn­braut­um.

Kjartan full­yrðir að það væri „auð­veld­ara, fljót­legra, ódýr­ara og árang­urs­rík­ara að bæta almenn­ings­sam­göngur í Reykja­vík með almennri efl­ingu á núver­andi kerfi“ og segir að svokölluð „létt borg­ar­lína“ geti verið mála­miðl­un. Einnig segir hann að í stað þess að festa sig í „19. aldar lausnum“ ætti Reykja­vík­ur­borg að horfa til nútíðar og fram­tíð­ar, á lausnir eins og snjall­stýr­ingu umferð­ar­ljósa, sjálfa­kandi öku­tæki og sjálfa­kandi almenn­ings­sam­göng­ur.

Þor­kell segir að það þurfi að end­ur­skoða sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sem gerður var á milli Reykja­vík­ur­borg­ar, fimm sveit­ar­fé­laga þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur um stjórn­ar­taumana og rík­is­stjórnar þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fór og fer enn með fjár­mála­ráðu­neyt­ið, árið 2019.

Þor­kell segir borg­ar­stjóra enn­fremur vera að reyna að búa til kransæða­stíflu í vega­kerf­inu í borg­inni. „Dagur stefnir að því að halda áfram að búa hér til enn meiri kransæða­stíflu við hjarta höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem er í ca. 3 km. rad­íus í kringum Land­spít­al­ann. Borg­ar­lína leysir ekki þá þörf sem íbúar hafa til að leysa sínar dag­legu ferða­þarfir og hægt er að leggja svo­kall­aða Borg­ar­línu á fljót­legri, ódýr­ari og án mik­ils rasks á gatna­kerfi borg­ar­inn­ar.“

Mis­læg gatna­mót við Kringlu­mýr­ar­braut, Háa­leit­is­braut, Grens­ás­veg og Löngu­hlíð nefnd

Í svari við síð­ari spurn­ing­unni, um lausnir á sam­göngu­vand­an­um, talar Þor­kell fyrir því að sér­stökum akreinum fyrir Strætó verði fjölgað hægra megin á göt­unni, en talar einnig fyrir fleiri mis­lægum gatna­mótum í borg­inni.

„Setja upp nokkur mis­læg gatna­mót. Gera Miklu­braut að mestu ljós­lausa sem er auð­velt verk við Grens­ás­veg, Háa­leit­is­braut, Kringlu­mýr­ar­braut og við Löngu­hlíð. Þannig má fjölga tals­vert þeim sem nýta almenn­ings­sam­göngur en bif­reiðar til fólks og vöru­flutn­inga verða alltaf lang algeng­asta far­ar­tæk­ið. Annað er draum­sýn fyrir borg eins og Reykja­vík þótt ekki væri nema veðr­átt­unnar vegna,“ segir Þor­kell í svari sínu.

Í annarri spurn­ingu í sama skjali er spurt sér­stak­lega um mis­læg gatna­mót og hvort borg­ar­full­trúa­efnin vilji fjölga þeim. Þar seg­ist Kjartan í svari sínu sömu­leiðis vilja sjá mis­læg gatna­mót gerð þar sem Mikla­brautin mætir Kringlu­mýr­ar­braut, Grens­ás­vegi og Háa­leit­is­braut.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent