Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér

Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.

Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Auglýsing

Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, átti ekki von á jafn góðu gengi og nið­ur­stöður borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga sýna. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vann sinn stærsta sigur í borg­inni og fær fjóra borg­ar­full­trúa en flokk­ur­inn var ekki með full­trúa í borg­ar­stjórn á síð­asta kjör­tíma­bili . Meiri­hlut­inn er fall­inn en fær tíu borg­ar­full­trúa. Tólf þarf til að mynda meiri­hluta.

Einar sagði á Sprengisandi á Bylgj­unni í morgun að hann ætli að taka því alvar­lega að láta mál­efnin ráða för við myndun meiri­hluta, verði flokk­ur­inn í þeirri aðstöðu, sem verður að telj­ast lík­legt.

Auglýsing

Einar segir nið­ur­stöð­una merki um að fólk vilji breyt­ingar á póli­tískri for­ystu í borg­inni og segir hann flokk­inn til­bú­inn að fara inn í meiri­hluta­við­ræður með opnum huga. „Við erum til­búin að láta gott af okkur leiða og axla póli­tíska ábyrgð og veita for­ystu fyrir þessum breyt­ing­um,“ segir Ein­ar. Fram­sókn ætli að taka dag­inn til að melta nið­ur­stöð­urnar og kosn­inga­sig­ur­inn.

Nið­ur­stöð­urnar sýni stuðn­ing við borg­ar­línu og sam­göngusátt­mála

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík, segir nið­ur­stöð­urnar sýna stuðn­ing við borg­ar­línu og sam­göngusátt­mála þar sem flokkar sem eru fylgj­andi þeim mál­efnum ná um 60 pró­sent fylgi. Sam­fylk­ingin tap­aði tveimur borg­ar­full­trúum í kosn­ing­unum í gær.

„Þetta er kannski svona stóra mynd­in. Þetta eru margir flokkar og fylgið dreif­ist. Það þarf að ræða málin og finna út hvernig er hægt að ná meiri­hluta í kringum áhersl­ur,“ sagði Dagur á Sprengisandi.

Dagur segir að ef meiri­hlut­inn hefði haldið hefði það verið fyrsti kostur að halda sam­starf­inu áfram. Það sé hins vegar ekki raunin en flokk­arnir sem mynd­uðu meiri­hluta eftir síð­ustu kosn­ingar trúi á sömu fram­tíð­ar­sýn í stórum atrið­um. „En þeirri fram­tíð­ar­sýn deila auð­vitað miklu fleiri.“

„Við erum stærst“

Hildur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni, fagnar því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé áfram stærsti flokk­ur­inn í borg­inni þó hann hafi tapað tveimur borg­ar­full­trú­um. „Við erum stærst, við vissum það í nokkrar vikur að við myndum ekki ná sama árangri og fyrir fjórum árum, okkur mætti svona mik­ill vindur í fangið á síð­ustu vikum og slæmar kann­an­ir. Og við erum svo­lítið þannig gerð að þegar við fáum vind­inn í fangið þá þéttum við rað­irnar og gefum enn frekar í,“ sagði Hildur á Sprengisandi. Hún seg­ist þó ekki geta tekið undir grein­ingu Dags þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi alltaf stutt sam­göngusátt­mála.

Hildur BJörnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Mynd: Bára Huld Beck

Hildur segir að nið­ur­staða kosn­ing­anna sýni að fólk vilji breyt­ing­ar, nýja for­ystu. Hún segir í raun ekki skipta máli hver verði borg­ar­stjóri heldur verði mál­efnin að ráða för. Borg­ar­stjór­inn sé sann­ar­lega áhrifa­mik­ill en það sé hluti af þeim samn­inga­við­ræðum sem eru fram undan að ákveða hver verði borg­ar­stjóri.

Óljós svör um fram­tíð Dags sem borg­ar­stjóra

Aðspurður hvort hann sé til­bú­inn að snúa sér að öðrum störfum í meiri­hluta en emb­ætti borg­ar­stjóra, líkt og þegar Jón Gnarr varð borg­ar­stjóri þegar hann leiddi Besta flokk­inn, seg­ist Dagur ætla að setj­ast niður með sínu fólki og sam­starfs­fólki í borg­ar­stjórn og ræða stöð­una. „Það eru ekki til neinar leik­reglur um hvernig meiri­hluta­við­ræður eiga sér stað. Við þurfum að nýta tím­ann vel næstu daga til að mynda meiri­hluta,“ sagði Dagur á Sprengisandi.

Auglýsing
Borgarstjórastóllinn, auk nið­ur­stöður sveit­ar­stjórna­kosn­ing­anna í heild sinni, var einnig til umræðu í Silfr­inu á RÚV. Þar sagði Einar borg­ar­stjóra­stól­inn ekki vera sér­stakt mark­mið í sjálfu sér. „Við þurfum að sjá hvert þessi umræða um mál­efni leiðir okkur og meta svo stöð­una,“ sagði Einar í Silfr­inu. „Það er sveifla með þess­ari hug­mynda­fræði að vera lausn­a­miðuð og sann­gjörn í garð ann­arra.“

Sam­fylk­ing, Píratar og Sós­í­alista­flokkur úti­loka sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokknum

Dagur segir að það verði bara að koma í ljós hvort „löngum og ströng­um“ borg­ar­stjórn­ar­ferli hans sé lok­ið. „Núna er það í okkar höndum að ná saman um lyk­il­málin til að mynda starf­hæfan og góðan meiri­hluta og síðan skipta verk­um, þar á meðal því hver verður borg­ar­stjóri.“ Dagur segir það mjög lang­sótt að Sam­fylk­ing geti starfað með Sjálf­stæð­is­flokki í borg­ar­stjórn þar sem fram­tíð­ar­sýn flokk­anna sé mjög ólík.

Píratar úti­loka sömu­leiðis sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk. „Ein­fald­lega vegna þess að okkar helsta bar­áttu­mál er bar­áttan gegn spill­ingu og við teljum Sjálf­stæð­is­flokk­inn ekki vera trú­verð­ugan í því sam­heng­i,“ sagði Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata í Reykja­vík, í Silfr­inu.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn. Mynd: Bára Huld Beck

Píratar eru eini flokk­ur­inn í núver­andi meiri­hluta sem bætir við sig fylgi. „Það er ynd­is­leg­t,“ segir Dóra Björt, sem vonar að kjós­endur séu að átta sig á að Píratar séu trausts­ins verðir þar sem flokk­ur­inn hefur bætt við sig borg­ar­full­trúa í síð­ustu tvennum kosn­ing­um.

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti Sós­í­alista, segir ákall um kjör hinna verst settu hafa skilað flokknum þessu góða gengi en flokk­ur­inn bætir við sig einum borg­ar­full­trúa. Sanna sér fyrir sér Sam­fylk­ingu, Sós­í­alista, Pírata og Flokk fólks­ins í borg­ar­stjórn, flokka sem mynda félags­hyggju­stjórn. „Mér finnst þurfa að vera mjög skýrt í hvaða átt Fram­sókn stefn­ir,“ sagði Sanna í Silfr­inu.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn úthúði ekki öðrum fram­boðum

Hildur segir ýmsa mögu­leika í stöð­unni sem verði að skoða og hlakkar hún til að setj­ast að samn­inga­borð­inu með öðrum odd­vit­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn úti­lokar ekki sam­starf við neinn flokk. „Við höfum ekki haft þann sið á að úthúða öðrum fram­boðum hvað það varðar að geta ekki sest niður við borðið með þeim og unnið með þeim og starfað með þeim þó að hér geri það aðrir í okkar garð auð­vit­að. En við erum breiðu flokkur og sam­an­sa­töndum af mjög fjöl­breyttu fólki og kunnum að vinna með öðru fólki sem er ekki eins og við, alltaf,“ segir Hildur sem er spennt fyrir kom­andi sam­tölum næstu daga.

Odd­vit­arnir voru að öðru leyti var­kárir í umræðum um myndun meiri­hluta en Dagur og Dóra Björt segja það rétt­ast að frá­far­andi meiri­hluti ræði fyrst saman um næstu skref.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent