Boris biðst afsökunar – Enn á ný

Boris Johnson bað þingmenn enn á ný afsökunar í dag á því að hafa brotið sóttvarnareglur á tímum heimsfaraldurs COVID-19. Á fimmtudag verður sérstök umræða um Partygate þar sem þingmenn ákveða hvort aðkoma forsætisráðherra verði rannsökuð.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bað þingmenn enn einu sinni afsökunar á að hafa verið viðstaddur samkvæmi, þar á meðal eigin afmælisveislu, í Downingstræti á tímum strangra sóttvarnareglna vegna COVIID-19.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bað þingmenn enn einu sinni afsökunar á að hafa verið viðstaddur samkvæmi, þar á meðal eigin afmælisveislu, í Downingstræti á tímum strangra sóttvarnareglna vegna COVIID-19.
Auglýsing

Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, ávarp­aði þing­menn í fyrsta sinn í dag eftir að lög­regla sektaði John­son, Carrie John­son eig­in­konu hans og Rishi Sunak, fjár­mála­ráð­herra Bret­lands, fyrir að vera við­stödd afmæl­is­veislu for­sæt­is­ráð­herra sem fram fór í Down­ingstræti 10 19. júní 2020.

Eins og búist var við lagði John­son áherslu á önnur mál, líkt og stríðið í Úkra­ínu, en Par­tyga­te-hneykslið svo­kall­aða, enda var honum frjálst að gera það í þessu fyrsta ávarpi sínu til þing­manna eftir páska­frí. Keir Star­mer, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, sá þó til þess að Par­tygate var rætt og sat hann á fremsta bekk í þingsaln­um.

Líkt og John­son hefur marg­sagt hvarfl­aði ekki að honum í eigin afmæl­is­veislu að hann væri að brjóta lög. „Það voru mín mis­tök og ég biðst inni­legrar afsök­unar á þeim,“ sagði John­son í þing­sal síð­deg­is. Hann sagði skilja reið­ina og sær­indi sem hann olli og að almenn­ingur eigi rétt á því að búast við meiru af eigin for­sæt­is­ráð­herra. Verk­lagi innan for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins hefur verið breytt vegna þessa að sögn for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing

Því næst sneri hann sér að stríð­inu í Úkra­ínu og tal­aði um mis­heppn­aðar ákvarð­anir Rúss­lands­for­seta en lof­sam­aði fram­göngu Úkra­ínu­for­seta sem hann segir ein­kenn­ast af hug­rekki. Lang­tíma­mark­miðið að mati John­son hlýtur að vera að styrkja Úkra­ínu svo Rússar dirf­ist ekki til að gera árás í lík­ingu við þessa á ný.

John­son lauk ávarpi sínu á þeim orðum að starf hans felst í að tryggja öryggi þjóð­ar­innar og vel­meg­un. „Og það mun ég halda áfram að ger­a,“ sagði John­son.

„Því­líkur brand­ari,“ voru við­brögð Star­mer, sem sagði afsök­un­ar­beiðni for­sæt­is­ráð­herra loðna, almenn­ingur væri nú þegar búinn að gera upp hug sinn og „tryði ekki orði sem hann segð­i“. „Hann er óheið­ar­leg­ur, ófær um breyt­ingar og dregur alla niður í svaðið með sér,“ sagði Star­mer.

John­son ítrek­aði afsök­un­ar­beiðni sína en sagði hann og rík­is­stjórn­ina þurfa að halda áfram og sinna störfum sín­um.

Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins. Mynd: EPA

Líkti sekt John­son við stöðu­mæla­sekt

Breska lög­­­reglan hefur rann­sakað tólf sam­­­kvæmi á vegum breskra yfir­­­­­valda á þeim tíma sem strangar sótt­­­varna­­­reglur voru í gildi vegna heims­far­ald­­­urs kór­ón­u­veirunn­­­ar. Fyrstu 20 sekt­­irnar voru gefnar út í byrjun mán­að­­ar­ins en þær telja nú 50 tals­ins og von er á fleir­­um. John­­son var búinn að gefa það út að hann hyggð­ist upp­­lýsa um það yrði hann sektað­­ur. Sem hann og gerði.

John­son var við­staddur að minnsta kosti tvö önnur sam­kvæmi af þeim tólf sem lög­regla hefur til rann­sókn­ar. Hann gæti því átt von á fleiri sekt­um.

John­­son er fyrsti sitj­andi for­­sæt­is­ráð­herra Bret­lands sem er sektaður fyrir að brjóta gegn lög­­­um. John­son, eig­in­kona hans og Sunak hafa öll beðist afsök­unar og greitt sekt­ina en þing­­menn stjórn­­­ar­and­­stöð­unnar krefj­­ast þess að John­­son og Sunak segi af sér.

Yfir 70 þing­menn Íhlads­flokks­ins hafa lýst yfir stuðn­ingi við John­son, þar á meðal þing­menn sem áður höfðu kraf­ist afsagnar hans vegna máls­ins. Nokkrir ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar hafa einnig lýst yfir stuðn­ingi við John­son, þar á meðal Brandon Lewis, ráð­herra mál­efna Norð­ur­-Ír­lands, sem hefur líkt sekt John­son við stöðu­mæla­sekt. Tals­maður for­sæt­is­ráð­herra er þó ekki til­bú­inn til að taka undir þá við­lík­ingu.

Sér­stök umræða um Par­tygate og stöðu for­sæt­is­ráð­herra á fimmtu­dag

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir halda því statt og stöðugt fram að John­son hafi afvega­leitt þing­menn af ásettu ráði þegar hann sagði að gild­andi sótt­varna­reglum hafi ávallt verið fylgt í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og í við­burðum á vegum þess.

Sér­stök umræða um Par­tygate fer fram á breska þing­inu á fimmtu­dag. Þetta stað­festi for­seti þings­ins, Lindsay Hoy­le, í dag. Máls­hefj­andi verður Keir Star­mer, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, sem hefur farið hvað harð­ast fram í gagn­rýni á John­son.

Í umræð­unni munu þing­menn ræða hvort vísa eigi máli for­sæt­is­ráð­herra vegna Par­tygate til fríð­inda­nefndar þings­ins (e. Pri­vi­leges Committee) og hefja þannig rann­sókn á hvort John­son hafi vís­vit­andi afvega­leitt þing­menn. Verði það nið­ur­staðan mun nefnd­in, sem skipuð er sjö þing­mönn­um, fjórum þing­mönnum Íhalds­flokks­ins og þremur þing­mönnum stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, meta hvort John­son hafi af ásettu ráði afvega­leitt þing­menn í umræðum um sam­kvæmi á vegum stjórn­valda á tímum strangra sótt­varna­reglna.

Þing­menn munu í kjöl­farið greiða atkvæði um til­lögur nefnd­ar­inn­ar, sem gætu meðal ann­ars falist í ein­hvers konar refsi­að­gerðum gegn for­sæt­is­ráð­herra. Litlar líkur eru þó taldar á því að mál­inu verði vísað til nefnd­ar­innar í ljósi tryggs meiri­hluta Íhalds­manna á þing­inu. Heim­ild­ar­maður úr Verka­manna­flokknum segir í sam­tali við BBC að þing­menn Íhalds­flokks­ins sem svo mikið sem íhugi að greiða atkvæði gegn rann­sókn á máli for­sæt­is­ráð­herra sé að greiða atkvæði með yfir­hylm­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokki