Breskir fræðimenn: „Við getum gert meira, við eigum að gera meira, við verðum að gera meira“

h_52134327.jpg
Auglýsing

Yfir eitt hund­rað breskir fræði­menn á sviði stjórn­mála, stjórn­sýslu, lög­fræði og sér­fræð­ingar í mál­efnum inn­flytj­enda og flótta­manna, hafa skrifað for­sæt­is­ráð­herra og inn­an­rík­is­ráð­herra Bret­lands, David Cameron og Ther­esu May, bréf þar sem þess er kraf­ist að bresk stjórn­völd breyti stefnu sinni og geri miklu meira til þess að hjálpa flótta­fólki í Evr­ópu. Bréfið er birt í New Statesman.

„Við, und­ir­rit­uð, höfum helgað okkur því að búa til félags­lega rétt­látan heim. Við verjum ferli okkar í að styðja við og ýta undir rann­sókn­ir, frum­kvæði og verk­efni sem munu skapa sann­gjarn­ara og rétt­lát­ara sam­fé­lag fyrir alla. [...] Við teljum að núver­andi afstaða rík­is­stjórn­ar­innar í evr­ópsku flótta­manna­krís­unni sé mis­ráðin og þarfn­ist bráðra breyt­inga,“ segir í upp­hafi bréfs­ins.

Stolt hefð fyrir hjálp­semi



Í bréf­inu kemur fram að í Bret­landi sé löng og stolt hefð fyrir því að veita þeim skjól sem það þurfi. „Tekið var á móti þús­undum evr­ópskra gyð­inga af stjórn­völdum á fjórða og fimmta ára­tug síð­ustu ald­ar, og þeim bjargað frá hörm­ungum fas­isma og útrým­ingu nas­ista.“ Þá hafi Bretar verið meðal stofn­að­ila að Gen­far­sátt­mál­anum um flótta­fólk, tugum þús­unda hafi verið bjargað undan harð­stjórn Idi Amin á átt­unda ára­tugnum og á níunda ára­tugnum hafi þús­undum verið bjargað frá Víetnam. „Ný­lega höfum við gefið þús­undum flótta­manna, sem flúðu átök í Afr­íku, Mið­aust­ur­löndum og ann­ars staðar frá grið­ar­stað.“

Bent er á að ekki þurfi að leita langt til að finna fólk sem hafi notið góðs af þessu. Sumir sitji með for­sæt­is­ráð­herr­anum og inn­an­rík­is­ráð­herr­anum í þing­inu. „Priti Patel, atvinnu­mála­ráð­herra ykk­ar, en for­eldrar hans flúðu harð­stjórn Idi Amin í Úganda. Nadeem Zahawi, þing­maður Strat­ford-u­pon-A­von, sem kom til Bret­lands sem níu ára gam­alt barn frá Írak, hluti einnar af fjöl­mörgum fjöl­skyldum sem flúðu Saddam Hussein.“ Í stjórn­ar­and­stöð­unni sé svo til að mynda Ed Mili­band, en faðir hans hafi náð síð­asta bátnum til Bret­lands þegar nas­istar réð­ust inn í Belg­íu.

Auglýsing

„Flótta­menn og afkom­endur þeirra hafa lagt gríð­ar­mikið til allra hliða bresks sam­fé­lags. Sumir eru frægir inn­an­lands og á alþjóða­vett­vangi, aðrir leggja bresku sam­fé­lagi lið hljóð­lega og byggja upp líf fyrir sig og fjöl­skyldur sín­ar. Allt þetta fólk á allt sitt undir grund­vall­ar­göf­ug­lyndi fyrri for­sæt­is­ráð­herra. Slíkt göf­ug­lyndi þarf nauð­syn­lega að sýna aftur nún­a.“

Það er eins og að skilja fólk eftir í brenn­andi bygg­ingu af því að það að bjarga þeim muni ekki slökkva eld­inn. Við þurfum að gera meira til að leysa átökin á þessu svæði. En fyrst verðum við að hjálpa fleirum sem eru settir í hættu vegna þess­ara átaka.“


Fárán­legur mál­flutn­ingur



Fræði­menn­irnir gagn­rýna þann mál­flutn­ing að ekki eigi að hjálpa neinum af því að ekki sé hægt að hjálpa öll­um. Það sé einnig engin rök­færsla á bak við það að segj­ast ekki vilja taka við þeim sem nú þegar hafa flúið til Evr­ópu, vegna þess að það muni ekki leysa vand­ann. „Það er eins og að skilja fólk eftir í brenn­andi bygg­ingu af því að það að bjarga þeim muni ekki slökkva eld­inn. Við þurfum að gera meira til að leysa átökin á þessu svæði. En fyrst verðum við að hjálpa fleirum sem eru settir í hættu vegna þess­ara átaka.“

„Af­staða núver­andi stjórn­valda er slæm stefna, slæm stjórn­mál og svik við stolta breska hefð. Það er skammar­legt fyrir okkur sem þjóð að við höfum gert svona lít­ið, og það er greini­legur stuðn­ingur við breyt­ingar á stefn­unni alls staðar á hinu póli­tíska rófi.“

Í lok bréfs­ins eru ráð­herr­arnir hvattir til þess að halda á lífi þeim hefðum sem Bret­land hafi haft í heiðri. „Sýnið þeim, sem úthella stuðn­ingi sínum við þá sem eru í sárri neyð en finnst þeir van­máttugir til hjálpa, að bresk stjórn­völd séu ennþá afl til góðs í heim­in­um. Við getum gert meira. Við eigum að gera meira. Við verðum að gera meira. For­sæt­is­ráð­herra og inn­an­rík­is­ráð­herra, hlustið á raddir kollega ykkar í Evr­ópu, raddir kollega ykkar í flokknum ykkar og öðrum flokk­um, og raddir kjós­enda ykkar þegar við segj­um: Leyfið þeim að kom­a.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None