Breskir fræðimenn: „Við getum gert meira, við eigum að gera meira, við verðum að gera meira“

h_52134327.jpg
Auglýsing

Yfir eitt hund­rað breskir fræði­menn á sviði stjórn­mála, stjórn­sýslu, lög­fræði og sér­fræð­ingar í mál­efnum inn­flytj­enda og flótta­manna, hafa skrifað for­sæt­is­ráð­herra og inn­an­rík­is­ráð­herra Bret­lands, David Cameron og Ther­esu May, bréf þar sem þess er kraf­ist að bresk stjórn­völd breyti stefnu sinni og geri miklu meira til þess að hjálpa flótta­fólki í Evr­ópu. Bréfið er birt í New Statesman.

„Við, und­ir­rit­uð, höfum helgað okkur því að búa til félags­lega rétt­látan heim. Við verjum ferli okkar í að styðja við og ýta undir rann­sókn­ir, frum­kvæði og verk­efni sem munu skapa sann­gjarn­ara og rétt­lát­ara sam­fé­lag fyrir alla. [...] Við teljum að núver­andi afstaða rík­is­stjórn­ar­innar í evr­ópsku flótta­manna­krís­unni sé mis­ráðin og þarfn­ist bráðra breyt­inga,“ segir í upp­hafi bréfs­ins.

Stolt hefð fyrir hjálp­semiÍ bréf­inu kemur fram að í Bret­landi sé löng og stolt hefð fyrir því að veita þeim skjól sem það þurfi. „Tekið var á móti þús­undum evr­ópskra gyð­inga af stjórn­völdum á fjórða og fimmta ára­tug síð­ustu ald­ar, og þeim bjargað frá hörm­ungum fas­isma og útrým­ingu nas­ista.“ Þá hafi Bretar verið meðal stofn­að­ila að Gen­far­sátt­mál­anum um flótta­fólk, tugum þús­unda hafi verið bjargað undan harð­stjórn Idi Amin á átt­unda ára­tugnum og á níunda ára­tugnum hafi þús­undum verið bjargað frá Víetnam. „Ný­lega höfum við gefið þús­undum flótta­manna, sem flúðu átök í Afr­íku, Mið­aust­ur­löndum og ann­ars staðar frá grið­ar­stað.“

Bent er á að ekki þurfi að leita langt til að finna fólk sem hafi notið góðs af þessu. Sumir sitji með for­sæt­is­ráð­herr­anum og inn­an­rík­is­ráð­herr­anum í þing­inu. „Priti Patel, atvinnu­mála­ráð­herra ykk­ar, en for­eldrar hans flúðu harð­stjórn Idi Amin í Úganda. Nadeem Zahawi, þing­maður Strat­ford-u­pon-A­von, sem kom til Bret­lands sem níu ára gam­alt barn frá Írak, hluti einnar af fjöl­mörgum fjöl­skyldum sem flúðu Saddam Hussein.“ Í stjórn­ar­and­stöð­unni sé svo til að mynda Ed Mili­band, en faðir hans hafi náð síð­asta bátnum til Bret­lands þegar nas­istar réð­ust inn í Belg­íu.

Auglýsing

„Flótta­menn og afkom­endur þeirra hafa lagt gríð­ar­mikið til allra hliða bresks sam­fé­lags. Sumir eru frægir inn­an­lands og á alþjóða­vett­vangi, aðrir leggja bresku sam­fé­lagi lið hljóð­lega og byggja upp líf fyrir sig og fjöl­skyldur sín­ar. Allt þetta fólk á allt sitt undir grund­vall­ar­göf­ug­lyndi fyrri for­sæt­is­ráð­herra. Slíkt göf­ug­lyndi þarf nauð­syn­lega að sýna aftur nún­a.“

Það er eins og að skilja fólk eftir í brenn­andi bygg­ingu af því að það að bjarga þeim muni ekki slökkva eld­inn. Við þurfum að gera meira til að leysa átökin á þessu svæði. En fyrst verðum við að hjálpa fleirum sem eru settir í hættu vegna þess­ara átaka.“


Fárán­legur mál­flutn­ingurFræði­menn­irnir gagn­rýna þann mál­flutn­ing að ekki eigi að hjálpa neinum af því að ekki sé hægt að hjálpa öll­um. Það sé einnig engin rök­færsla á bak við það að segj­ast ekki vilja taka við þeim sem nú þegar hafa flúið til Evr­ópu, vegna þess að það muni ekki leysa vand­ann. „Það er eins og að skilja fólk eftir í brenn­andi bygg­ingu af því að það að bjarga þeim muni ekki slökkva eld­inn. Við þurfum að gera meira til að leysa átökin á þessu svæði. En fyrst verðum við að hjálpa fleirum sem eru settir í hættu vegna þess­ara átaka.“

„Af­staða núver­andi stjórn­valda er slæm stefna, slæm stjórn­mál og svik við stolta breska hefð. Það er skammar­legt fyrir okkur sem þjóð að við höfum gert svona lít­ið, og það er greini­legur stuðn­ingur við breyt­ingar á stefn­unni alls staðar á hinu póli­tíska rófi.“

Í lok bréfs­ins eru ráð­herr­arnir hvattir til þess að halda á lífi þeim hefðum sem Bret­land hafi haft í heiðri. „Sýnið þeim, sem úthella stuðn­ingi sínum við þá sem eru í sárri neyð en finnst þeir van­máttugir til hjálpa, að bresk stjórn­völd séu ennþá afl til góðs í heim­in­um. Við getum gert meira. Við eigum að gera meira. Við verðum að gera meira. For­sæt­is­ráð­herra og inn­an­rík­is­ráð­herra, hlustið á raddir kollega ykkar í Evr­ópu, raddir kollega ykkar í flokknum ykkar og öðrum flokk­um, og raddir kjós­enda ykkar þegar við segj­um: Leyfið þeim að kom­a.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None