Bretar eru stærsti vopnasali Sádi-Arabíu og telja ríkið mikilvægan markað

rsz_h_51759971.jpg
Auglýsing

Bresk stjórnvöld reyna hvað þau geta að landa gróðavænlegum samningum í Sádí-Arabíu, þrátt fyrir umfangsmikil mannréttindabrot. Samkvæmt stefnu Breta á að tryggja að samningar sem gerðir eru um öryggis- og dómsmál erlendis séu í samræmi við utanríkisstefnu landsins, sem byggist meðal annars á mannréttindum. Bretar hættu í síðustu viku við að byggja fangelsi í Sádí-Arabíu vegna mannréttindabrota, en þeir eru engu að síður stærsti vopnasali ríkisins.

Skjöl sem Observer hefur séð sýna að bresk stjórnvöld flokka Sádí-Arabíu sem mikilvægan markað, og hvetja fyrirtæki til þess að sækjast eftir viðskiptasamningum í heilbrigðismálum, öryggismálum, varnarmálum og dómsmálum. Margir stærstu samninganna sem gerðir hafa verið við Sáda voru gerðir samkvæmt stefnu stjórnvalda sem reynt hefur verið að halda leyndri. Stefnan snýst um aðstoð í öryggis- og dómsmálum (Overseas Security and Justice Assistance, eða OSJA).

Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að Bretar eru stærsti vopnasali Sádí-Arabíu, og að 36 prósent allra vopna sem flutt eru þangað inn koma frá Bretlandi. Vopn fyrir fjóra milljarða punda hafa verið seld þangað frá því að Íhaldsflokkurinn tók við völdum árið 2010. Á næsta ári verða til að mynda 22 herflugvélar seldar þangað fyrir 1,6 milljarð punda.

Auglýsing

„Það er að verða ljósara og ljósara að ráðherrar eru ákveðnir í því að eiga í sífellt nánari samskiptum við alræmdustu mannréttindabrjóta heims,“ segir Maya Foa, yfirmaður hjá bresku mannréttindasamtökunum Reprieve. „Ráðherrar verða að koma hreint fram um það hversu umfangsmiklir samningar okkar við Sádí-Arabíu og önnur slík ríki.“

Mannréttindabrotin tilefni deilna


Yfir hundrað einstaklingar voru teknir af lífi í Sádi-Arabíu á fyrri helmingi þessa árs.

Mál tveggja ungra manna hafa vakið athygli á mannréttindabrotum Sáda undanfarið, en mennirnir, Ali al-Nimr og Dawoud al-Marhoon, voru báðir sautján ára gamlir þegar þeir voru handteknir á mótmælum. Lögmenn þeirra segja jafnframt að þeir hafi verið pyntaðir til að fá fram játningar. Stjórnvöld í Frakklandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og í Bretlandi hafa lýst yfir áhyggjum af þessum dauðadómum.

Það var mál Nimr og mál Karl Andree, sem er 74 ára breskur ríkisborgari sem var dæmdur til 350 svipuhagga fyrir að hafa áfengi í fórum sínum, sem varð til þess að dómsmálaráðherrann Michael Gove ákvað að draga breska ríkið út úr samningi um byggingu fangelsis. Þetta olli deilum vði utanríkisráðherrann Philip Hammond, sem er sagður hafa sakað dómsmálaráðherrann um einfeldni.

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur óskað eftir því við forsætisráðherrann David Cameron að hann láti gera opinbera og óháða rannsókn á því hvernig OSJA stefnunni er framfylgt. Corbyn segir að með því að vinna í leyni líti þessu stefnumörkun þannig út að hún hjálpi breskum stjórnvöldum að taka með óbeinum hætti þátt í mannréttindabrotum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None