Bretar eru stærsti vopnasali Sádi-Arabíu og telja ríkið mikilvægan markað

rsz_h_51759971.jpg
Auglýsing

Bresk stjórn­völd reyna hvað þau geta að landa gróða­væn­legum samn­ingum í Sádí-­Ar­ab­íu, þrátt fyrir umfangs­mikil mann­rétt­inda­brot. Sam­kvæmt stefnu Breta á að tryggja að samn­ingar sem gerðir eru um örygg­is- og dóms­mál erlendis séu í sam­ræmi við utan­rík­is­stefnu lands­ins, sem bygg­ist meðal ann­ars á mann­rétt­ind­um. Bretar hættu í síð­ustu viku við að byggja fang­elsi í Sádí-­Ar­abíu vegna mann­rétt­inda­brota, en þeir eru engu að síður stærsti vopna­sali rík­is­ins.

Skjöl sem Obser­ver hefur séð sýna að bresk stjórn­völd flokka Sádí-­Ar­abíu sem mik­il­vægan mark­að, og hvetja fyr­ir­tæki til þess að sækj­ast eftir við­skipta­samn­ingum í heil­brigð­is­mál­um, örygg­is­mál­um, varn­ar­málum og dóms­mál­um. Margir stærstu samn­ing­anna sem gerðir hafa verið við Sáda voru gerðir sam­kvæmt stefnu stjórn­valda sem reynt hefur verið að halda leyndri. Stefnan snýst um aðstoð í örygg­is- og dóms­málum (Over­seas Security and Just­ice Assistance, eða OSJA).

Rann­sóknir hafa einnig leitt í ljós að Bretar eru stærsti vopna­sali Sádí-­Ar­ab­íu, og að 36 pró­sent allra vopna sem flutt eru þangað inn koma frá Bret­landi. Vopn fyrir fjóra millj­arða punda hafa verið seld þangað frá því að Íhalds­flokk­ur­inn tók við völdum árið 2010. Á næsta ári verða til að mynda 22 her­flug­vélar seldar þangað fyrir 1,6 millj­arð punda.

Auglýsing

„Það er að verða ljós­ara og ljós­ara að ráð­herrar eru ákveðnir í því að eiga í sífellt nán­ari sam­skiptum við alræmd­ustu mann­rétt­inda­brjóta heims,“ segir Maya Foa, yfir­maður hjá bresku mann­rétt­inda­sam­tök­unum Repri­eve. „Ráð­herrar verða að koma hreint fram um það hversu umfangs­miklir samn­ingar okkar við Sádí-­Ar­abíu og önnur slík rík­i.“

Mann­rétt­inda­brotin til­efni deilnaYfir hund­rað ein­stak­lingar voru teknir af lífi í Sádi-­Ar­abíu á fyrri helm­ingi þessa árs.

Mál tveggja ungra manna hafa vakið athygli á mann­rétt­inda­brotum Sáda und­an­far­ið, en menn­irn­ir, Ali al-Nimr og Dawoud al-Mar­hoon, voru báðir sautján ára gamlir þegar þeir voru hand­teknir á mót­mæl­um. Lög­menn þeirra segja jafn­framt að þeir hafi verið pynt­aðir til að fá fram játn­ing­ar. Stjórn­völd í Frakk­landi, Þýska­landi, Banda­ríkj­unum og í Bret­landi hafa lýst yfir áhyggjum af þessum dauða­dóm­um.

Það var mál Nimr og mál Karl Andree, sem er 74 ára breskur rík­is­borg­ari sem var dæmdur til 350 svipu­hagga fyrir að hafa áfengi í fórum sín­um, sem varð til þess að dóms­mála­ráð­herr­ann Mich­ael Gove ákvað að draga breska ríkið út úr samn­ingi um bygg­ingu fang­els­is. Þetta olli deilum vði utan­rík­is­ráð­herr­ann Philip Hamm­ond, sem er sagður hafa sakað dóms­mála­ráð­herr­ann um ein­feldni.

Jer­emy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, hefur óskað eftir því við for­sæt­is­ráð­herr­ann David Cameron að hann láti gera opin­bera og óháða rann­sókn á því hvernig OSJA stefn­unni er fram­fylgt. Cor­byn segir að með því að vinna í leyni líti þessu stefnu­mörkun þannig út að hún hjálpi breskum stjórn­völdum að taka með óbeinum hætti þátt í mann­rétt­inda­brot­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None