Bretar eru stærsti vopnasali Sádi-Arabíu og telja ríkið mikilvægan markað

rsz_h_51759971.jpg
Auglýsing

Bresk stjórn­völd reyna hvað þau geta að landa gróða­væn­legum samn­ingum í Sádí-­Ar­ab­íu, þrátt fyrir umfangs­mikil mann­rétt­inda­brot. Sam­kvæmt stefnu Breta á að tryggja að samn­ingar sem gerðir eru um örygg­is- og dóms­mál erlendis séu í sam­ræmi við utan­rík­is­stefnu lands­ins, sem bygg­ist meðal ann­ars á mann­rétt­ind­um. Bretar hættu í síð­ustu viku við að byggja fang­elsi í Sádí-­Ar­abíu vegna mann­rétt­inda­brota, en þeir eru engu að síður stærsti vopna­sali rík­is­ins.

Skjöl sem Obser­ver hefur séð sýna að bresk stjórn­völd flokka Sádí-­Ar­abíu sem mik­il­vægan mark­að, og hvetja fyr­ir­tæki til þess að sækj­ast eftir við­skipta­samn­ingum í heil­brigð­is­mál­um, örygg­is­mál­um, varn­ar­málum og dóms­mál­um. Margir stærstu samn­ing­anna sem gerðir hafa verið við Sáda voru gerðir sam­kvæmt stefnu stjórn­valda sem reynt hefur verið að halda leyndri. Stefnan snýst um aðstoð í örygg­is- og dóms­málum (Over­seas Security and Just­ice Assistance, eða OSJA).

Rann­sóknir hafa einnig leitt í ljós að Bretar eru stærsti vopna­sali Sádí-­Ar­ab­íu, og að 36 pró­sent allra vopna sem flutt eru þangað inn koma frá Bret­landi. Vopn fyrir fjóra millj­arða punda hafa verið seld þangað frá því að Íhalds­flokk­ur­inn tók við völdum árið 2010. Á næsta ári verða til að mynda 22 her­flug­vélar seldar þangað fyrir 1,6 millj­arð punda.

Auglýsing

„Það er að verða ljós­ara og ljós­ara að ráð­herrar eru ákveðnir í því að eiga í sífellt nán­ari sam­skiptum við alræmd­ustu mann­rétt­inda­brjóta heims,“ segir Maya Foa, yfir­maður hjá bresku mann­rétt­inda­sam­tök­unum Repri­eve. „Ráð­herrar verða að koma hreint fram um það hversu umfangs­miklir samn­ingar okkar við Sádí-­Ar­abíu og önnur slík rík­i.“

Mann­rétt­inda­brotin til­efni deilnaYfir hund­rað ein­stak­lingar voru teknir af lífi í Sádi-­Ar­abíu á fyrri helm­ingi þessa árs.

Mál tveggja ungra manna hafa vakið athygli á mann­rétt­inda­brotum Sáda und­an­far­ið, en menn­irn­ir, Ali al-Nimr og Dawoud al-Mar­hoon, voru báðir sautján ára gamlir þegar þeir voru hand­teknir á mót­mæl­um. Lög­menn þeirra segja jafn­framt að þeir hafi verið pynt­aðir til að fá fram játn­ing­ar. Stjórn­völd í Frakk­landi, Þýska­landi, Banda­ríkj­unum og í Bret­landi hafa lýst yfir áhyggjum af þessum dauða­dóm­um.

Það var mál Nimr og mál Karl Andree, sem er 74 ára breskur rík­is­borg­ari sem var dæmdur til 350 svipu­hagga fyrir að hafa áfengi í fórum sín­um, sem varð til þess að dóms­mála­ráð­herr­ann Mich­ael Gove ákvað að draga breska ríkið út úr samn­ingi um bygg­ingu fang­els­is. Þetta olli deilum vði utan­rík­is­ráð­herr­ann Philip Hamm­ond, sem er sagður hafa sakað dóms­mála­ráð­herr­ann um ein­feldni.

Jer­emy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, hefur óskað eftir því við for­sæt­is­ráð­herr­ann David Cameron að hann láti gera opin­bera og óháða rann­sókn á því hvernig OSJA stefn­unni er fram­fylgt. Cor­byn segir að með því að vinna í leyni líti þessu stefnu­mörkun þannig út að hún hjálpi breskum stjórn­völdum að taka með óbeinum hætti þátt í mann­rétt­inda­brot­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None