Bretar eru stærsti vopnasali Sádi-Arabíu og telja ríkið mikilvægan markað

rsz_h_51759971.jpg
Auglýsing

Bresk stjórn­völd reyna hvað þau geta að landa gróða­væn­legum samn­ingum í Sádí-­Ar­ab­íu, þrátt fyrir umfangs­mikil mann­rétt­inda­brot. Sam­kvæmt stefnu Breta á að tryggja að samn­ingar sem gerðir eru um örygg­is- og dóms­mál erlendis séu í sam­ræmi við utan­rík­is­stefnu lands­ins, sem bygg­ist meðal ann­ars á mann­rétt­ind­um. Bretar hættu í síð­ustu viku við að byggja fang­elsi í Sádí-­Ar­abíu vegna mann­rétt­inda­brota, en þeir eru engu að síður stærsti vopna­sali rík­is­ins.

Skjöl sem Obser­ver hefur séð sýna að bresk stjórn­völd flokka Sádí-­Ar­abíu sem mik­il­vægan mark­að, og hvetja fyr­ir­tæki til þess að sækj­ast eftir við­skipta­samn­ingum í heil­brigð­is­mál­um, örygg­is­mál­um, varn­ar­málum og dóms­mál­um. Margir stærstu samn­ing­anna sem gerðir hafa verið við Sáda voru gerðir sam­kvæmt stefnu stjórn­valda sem reynt hefur verið að halda leyndri. Stefnan snýst um aðstoð í örygg­is- og dóms­málum (Over­seas Security and Just­ice Assistance, eða OSJA).

Rann­sóknir hafa einnig leitt í ljós að Bretar eru stærsti vopna­sali Sádí-­Ar­ab­íu, og að 36 pró­sent allra vopna sem flutt eru þangað inn koma frá Bret­landi. Vopn fyrir fjóra millj­arða punda hafa verið seld þangað frá því að Íhalds­flokk­ur­inn tók við völdum árið 2010. Á næsta ári verða til að mynda 22 her­flug­vélar seldar þangað fyrir 1,6 millj­arð punda.

Auglýsing

„Það er að verða ljós­ara og ljós­ara að ráð­herrar eru ákveðnir í því að eiga í sífellt nán­ari sam­skiptum við alræmd­ustu mann­rétt­inda­brjóta heims,“ segir Maya Foa, yfir­maður hjá bresku mann­rétt­inda­sam­tök­unum Repri­eve. „Ráð­herrar verða að koma hreint fram um það hversu umfangs­miklir samn­ingar okkar við Sádí-­Ar­abíu og önnur slík rík­i.“

Mann­rétt­inda­brotin til­efni deilnaYfir hund­rað ein­stak­lingar voru teknir af lífi í Sádi-­Ar­abíu á fyrri helm­ingi þessa árs.

Mál tveggja ungra manna hafa vakið athygli á mann­rétt­inda­brotum Sáda und­an­far­ið, en menn­irn­ir, Ali al-Nimr og Dawoud al-Mar­hoon, voru báðir sautján ára gamlir þegar þeir voru hand­teknir á mót­mæl­um. Lög­menn þeirra segja jafn­framt að þeir hafi verið pynt­aðir til að fá fram játn­ing­ar. Stjórn­völd í Frakk­landi, Þýska­landi, Banda­ríkj­unum og í Bret­landi hafa lýst yfir áhyggjum af þessum dauða­dóm­um.

Það var mál Nimr og mál Karl Andree, sem er 74 ára breskur rík­is­borg­ari sem var dæmdur til 350 svipu­hagga fyrir að hafa áfengi í fórum sín­um, sem varð til þess að dóms­mála­ráð­herr­ann Mich­ael Gove ákvað að draga breska ríkið út úr samn­ingi um bygg­ingu fang­els­is. Þetta olli deilum vði utan­rík­is­ráð­herr­ann Philip Hamm­ond, sem er sagður hafa sakað dóms­mála­ráð­herr­ann um ein­feldni.

Jer­emy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, hefur óskað eftir því við for­sæt­is­ráð­herr­ann David Cameron að hann láti gera opin­bera og óháða rann­sókn á því hvernig OSJA stefn­unni er fram­fylgt. Cor­byn segir að með því að vinna í leyni líti þessu stefnu­mörkun þannig út að hún hjálpi breskum stjórn­völdum að taka með óbeinum hætti þátt í mann­rétt­inda­brot­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Hlutverk Samfylkingar að leiða saman öfl til að mynda græna félagshyggjustjórn að ári
Formaður Samfylkingarinnar segir að skipta þurfi um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af Íslandi gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virki og hvernig verðmæti verði til.
Kjarninn 1. október 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None