Bretar eru stærsti vopnasali Sádi-Arabíu og telja ríkið mikilvægan markað

rsz_h_51759971.jpg
Auglýsing

Bresk stjórn­völd reyna hvað þau geta að landa gróða­væn­legum samn­ingum í Sádí-­Ar­ab­íu, þrátt fyrir umfangs­mikil mann­rétt­inda­brot. Sam­kvæmt stefnu Breta á að tryggja að samn­ingar sem gerðir eru um örygg­is- og dóms­mál erlendis séu í sam­ræmi við utan­rík­is­stefnu lands­ins, sem bygg­ist meðal ann­ars á mann­rétt­ind­um. Bretar hættu í síð­ustu viku við að byggja fang­elsi í Sádí-­Ar­abíu vegna mann­rétt­inda­brota, en þeir eru engu að síður stærsti vopna­sali rík­is­ins.

Skjöl sem Obser­ver hefur séð sýna að bresk stjórn­völd flokka Sádí-­Ar­abíu sem mik­il­vægan mark­að, og hvetja fyr­ir­tæki til þess að sækj­ast eftir við­skipta­samn­ingum í heil­brigð­is­mál­um, örygg­is­mál­um, varn­ar­málum og dóms­mál­um. Margir stærstu samn­ing­anna sem gerðir hafa verið við Sáda voru gerðir sam­kvæmt stefnu stjórn­valda sem reynt hefur verið að halda leyndri. Stefnan snýst um aðstoð í örygg­is- og dóms­málum (Over­seas Security and Just­ice Assistance, eða OSJA).

Rann­sóknir hafa einnig leitt í ljós að Bretar eru stærsti vopna­sali Sádí-­Ar­ab­íu, og að 36 pró­sent allra vopna sem flutt eru þangað inn koma frá Bret­landi. Vopn fyrir fjóra millj­arða punda hafa verið seld þangað frá því að Íhalds­flokk­ur­inn tók við völdum árið 2010. Á næsta ári verða til að mynda 22 her­flug­vélar seldar þangað fyrir 1,6 millj­arð punda.

Auglýsing

„Það er að verða ljós­ara og ljós­ara að ráð­herrar eru ákveðnir í því að eiga í sífellt nán­ari sam­skiptum við alræmd­ustu mann­rétt­inda­brjóta heims,“ segir Maya Foa, yfir­maður hjá bresku mann­rétt­inda­sam­tök­unum Repri­eve. „Ráð­herrar verða að koma hreint fram um það hversu umfangs­miklir samn­ingar okkar við Sádí-­Ar­abíu og önnur slík rík­i.“

Mann­rétt­inda­brotin til­efni deilnaYfir hund­rað ein­stak­lingar voru teknir af lífi í Sádi-­Ar­abíu á fyrri helm­ingi þessa árs.

Mál tveggja ungra manna hafa vakið athygli á mann­rétt­inda­brotum Sáda und­an­far­ið, en menn­irn­ir, Ali al-Nimr og Dawoud al-Mar­hoon, voru báðir sautján ára gamlir þegar þeir voru hand­teknir á mót­mæl­um. Lög­menn þeirra segja jafn­framt að þeir hafi verið pynt­aðir til að fá fram játn­ing­ar. Stjórn­völd í Frakk­landi, Þýska­landi, Banda­ríkj­unum og í Bret­landi hafa lýst yfir áhyggjum af þessum dauða­dóm­um.

Það var mál Nimr og mál Karl Andree, sem er 74 ára breskur rík­is­borg­ari sem var dæmdur til 350 svipu­hagga fyrir að hafa áfengi í fórum sín­um, sem varð til þess að dóms­mála­ráð­herr­ann Mich­ael Gove ákvað að draga breska ríkið út úr samn­ingi um bygg­ingu fang­els­is. Þetta olli deilum vði utan­rík­is­ráð­herr­ann Philip Hamm­ond, sem er sagður hafa sakað dóms­mála­ráð­herr­ann um ein­feldni.

Jer­emy Cor­byn, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, hefur óskað eftir því við for­sæt­is­ráð­herr­ann David Cameron að hann láti gera opin­bera og óháða rann­sókn á því hvernig OSJA stefn­unni er fram­fylgt. Cor­byn segir að með því að vinna í leyni líti þessu stefnu­mörkun þannig út að hún hjálpi breskum stjórn­völdum að taka með óbeinum hætti þátt í mann­rétt­inda­brot­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None