Brottfall úr framhaldsskólum hefur aldrei mælst minna hjá Hagstofunni

Hagstofan hefur fylgst með brottfalli nemenda úr framhaldsskólum allt frá árinu 1995, og aldrei mælt það minna en hjá þeim árgangi nýnema sem hóf nám árið 2016. Tæp 62 prósent nemanna höfðu útskrifast árið 2020.

Brottfall kvenna úr framhaldsskólanámi er um 15 prósent á móti 25 prósent hjá körlum.
Brottfall kvenna úr framhaldsskólanámi er um 15 prósent á móti 25 prósent hjá körlum.
Auglýsing

Brott­hvarf nem­enda á fram­halds­skóla­stigi hefur ekki mælst minna allt frá árinu 1995 en það gerir nú, sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu Íslands. Brott­fall náði hámarki hjá þeim nýnemum sem hófu nám í fram­halds­skóla árið 2003, en er staðan var tekin fjórum árum seinna höfðu 29,6 pró­sent þess hóps hætt námi án þess að útskrif­ast. Þetta hlut­fall var komið niður í 19,9 pró­sent, hjá nýnemum árs­ins 2016, er staðan var tekin árið 2020.

Braut­skrán­ing­ar­hlut­fall fjórum árum eftir að nám hefst hefur aldrei mælst hærra en það gerir hjá þessum árgangi nýnema, en nærri 62 pró­sent þeirra sem hófu nám árið 2016 höfðu útskrif­ast árið 2020. Rúm 18 pró­sent voru enn í námi án þess að hafa útskrif­ast.

Mynd: Hagstofan

Í umfjöllun á vef Hag­stof­unnar um þessar tölur kemur fram að brott­fall úr námi er meira hjá körlum en kon­um, en af nýnemum árs­ins 2016 höfðu tæp 25 pró­sent karla hætt námi án þess að útskrif­ast á meðan að hið sama var uppi á ten­ingnum hjá 15 pró­sentum kvenna.

Meira brott­hvarf er í starfs­námi en bók­námi, en um þriðji hver nýnemi sem hóf starfs­nám árið 2016 hafði hætt í námi án þess að útskrif­ast þegar staðan var tekin fjórum árum síð­ar.

Auglýsing

Brott­hvarf var einnig almennt meira í skólum í lands­byggð­unum en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en þó hættu færri nýnemar í starfs­námi í skólum á lands­byggð­inni án þess að útskrif­ast en nýnemar í starfs­námi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Brott­fall mun meira hjá inn­flytj­endum – en þó aldrei verið minna

Fram kemur í tölum Hag­stof­unnar að rúm­lega 46 pró­sent inn­flytj­enda, sem hófu nám í dag­skóla á fram­halds­skóla­stigi haustið 2016, höfðu hætt námi án þess að útskrif­ast fjórum árum seinna.

„Það er minnsta brott­hvarf þessa hóps í mæl­ingum Hag­stof­unnar en þó mun meira en á meðal nýnema með íslenskan bak­grunn,“ segir á vef Hag­stof­unn­ar, en brott­hvarf nýnema hausts­ins án erlends bak­grunns var tæp 18 pró­sent og lægra, eða rúm 13 pró­sent á meðal nem­enda sem voru fæddir erlendis en með íslenskan bak­grunn.

Á vef Hag­stof­unnar kemur fram að brott­hvarf nem­enda úr skóla megi skil­greina á marga vegu. Í talna­efni Hag­stof­unnar er hins vegar miðað við svo­kallað árgangs­brott­hvarf, þar sem nýnemum í dag­skóla að hausti er fylgt eftir og staðan tekin eftir fjögur ár, sex ár og sjö ár.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent