Brugðið þegar hún heyrði af yfirheyrslum blaða- og fréttamanna

Forsætisráðherra viðurkennir að sér hafi verið brugðið vegna frétta af því að fjórir blaðamenn hafi verið kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu með réttarstöðu sakborninga. Hún vill ekki tjá sig um einstök atriði, þó að fjármálaráðherra hafi gert svo.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir fjöl­miðla gegna mik­il­vægu hlut­verki í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi og eigi því að njóta sér­stakrar stöðu með til­liti til laga. Hún segir að sér hafi verið brugðið þegar hún frétti að fjórir blaða- og frétta­menn hafi verið kall­aðir til yfir­heyrslu hjá lög­reglu með rétt­ar­stöðu sak­born­inga vegna frétta­flutn­ings af „skæru­liða­deild“ Sam­herja. Hún segir hins vegar ekki geta rætt ein­stök atriði máls­ins þar sem ógjörn­ingur sé að segja til um hvaða laga­á­kvæði eigi við í mál­inu.

Þetta kemur fram í skrif­legu svari for­sæt­is­ráð­herra til Kjarn­ans, sem hefur frá því á mið­viku­dag óskað eftir við­brögðum ráð­herra við máli blaða­mann­anna fjög­urra.

Þórður Snær Júl­í­us­­­son rit­­­stjóri Kjarn­ans og Arnar Þór Ing­­­ólfs­­­son, blaða­­­maður mið­ils­ins, hafa fengið stöðu sak­­­born­ings við rann­­­sókn lög­­­regl­unnar á Norð­­­ur­landi, sem er stað­­­sett á Akur­eyri, á meintu broti á frið­­­helgi einka­lífs­ins. Aðal­­­­­steinn Kjart­ans­­­son, blaða­­­maður á Stund­inni, og Þóra Arn­ór­s­dótt­ir, rit­­stjóri Kveiks, eru söm­u­­­leiðis með stöðu sak­­­born­ings í mál­inu og höfðu einnig verið boðuð í yfir­­­heyrslu vegna máls­ins.

Auglýsing

Til stóð að yfir­heyrsl­urnar hæfust í þess­ari viku en þeim hefur verið frestað eftir að eftir að Aðal­steinn krafð­ist úrskurðar Hér­aðs­dóms Norð­ur­lands Eystra um lög­mæti aðgerð­anna.

Ítrek­aði mik­il­vægi fjöl­miðla í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi

Katrín var innt eftir við­brögðum í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi í dag og svipar svörum hennar þar mjög til svara við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, spurði for­sæt­is­ráð­herra hvaða augum hún líti á það að lög­reglan ákveði að yfir­heyra blaða­menn vegna umfjöll­unar þeirra um „einn stærsta aðila í íslenskum sjáv­ar­út­vegi, þann sama og sætir rann­sókn vegna alvar­legrar spill­ingar og mútu­brota, bæði hér á landi og erlend­is“.

Katrín sagði að Hall­dóra þyrfti ekk­ert að efast um heil­indi hennar í því að styðja við fjöl­miðla og nefndi í því sam­hengi frum­varp sem hún lagði sjálf fram árið 2011 sem varð að fjöl­miðla­lögum þar sem und­ir­strikuð var vernd heim­ild­ar­manna og styrkt rétt­ar­staða blaða­manna. Þá nefndi hún einnig til­lögu sem sam­þykkt var á þing­inu 2019 um end­ur­skoðuð upp­lýs­inga­lög sem styrkti stöðu fjöl­miðla, sem og til­lögu frá 2020 um vernd upp­ljóstr­ara sem var sömu­leiðis sam­þykkt. „Ég lít svo á að eng­inn þurfi að velkj­ast í vafa um mína afstöðu til mik­il­vægis fjöl­miðla í lýð­ræð­is­sam­fé­lag­i,“ sagði Katrín á þingi í dag.

Hall­dóra sagði lýð­ræði þríf­ast á opinni sam­fé­lags­um­ræðu og að frjáls fjöl­miðlun væri horn­steinn þeirrar umræðu. „Al­menn­ingur hefði aldrei kom­ist á snoðir um Sam­herj­a­mál­ið, Klaust­urs­mál­ið, upp­reisn æru mál­ið, Pana­ma-skjöl­in, Borg­un­ar­málið og fleiri mik­il­væg mál ef ekki hefði verið fyrir vinnu blaða­manna við að upp­lýsa almenn­ing,“ benti hún á.

Frá­leit laga­túlkun á ákvæði hegn­ing­ar­laga

Hall­dóra sagði jafn­framt að nú virð­ist sem svo að Páley Borg­þórs­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á Norð­ur­landi eystra, þar sem Sam­herji á höf­uð­stöðv­ar, hafi „tekið það upp hjá sjálfri sér að beita frá­leitri laga­túlkun á ákvæði hegn­ing­ar­laga, sem breytt var til að vernda kyn­ferð­is­lega frið­helgi, til að skil­greina blaða­menn sem sak­born­inga í máli sem varðar meint brot á frið­helgi einka­lífs.“

Vísar hún þannig í breyt­ingar sem gerðar voru á hegn­ing­ar­lögum í fyrra, meðal ann­ars 229. grein sem er meðal ann­arra tveggja greina sem blaða­menn­irnir fjórir eru með stöðu sak­­born­ings fyrir að hafa brotið gegn. Með breyt­ing­unum sem gerðar voru í fyrra var 229. grein meðal ann­­ars breytt þannig að hún hljóðar nú svona: „Hver sem í heim­ild­­ar­­leysi verður sér úti um aðgang að gögnum eða for­­ritum ann­­arra sem geymd eru á tölvu­tæku formi skal sæta sektum eða fang­elsi allt að 1 ári.“

Í áliti alls­herj­­­ar- og mennta­­mála­­nefndar vegna þeirra breyt­inga sagði að ákvæðið eigi ekki við „þegar hátt­­semin er rétt­læt­an­­leg með vísan til almanna- eða einka­hags­muna. Er hér m.a. litið til þess að ákvæðið hamli ekki störfum og tján­ing­­ar­frelsi fjöl­miðla, m.a. í þeim til­­vikum þegar þeir fá aðgang að gögnum eða for­­ritum sem hefur verið aflað í heim­ild­­ar­­leysi og geti varðað almanna­hags­mun­i.“

Undir álitið og breyt­ing­­ar­til­lög­una skrif­uðu full­­trúar Sjálf­­stæð­is­­flokks, Vinstri grænna, Sam­­fylk­ing­­ar, Pírata, Við­reisn­­­ar, Fram­­sókn­­ar­­flokks og Mið­­flokks, eða allir sem sæti áttu í nefnd­inn­i.

Vill ekki tjá sig um ein­stök atriði máls­ins

For­sæt­is­rá­herra segir það ógjörn­ing að segja til um hvaða laga­á­kvæði eigi við í máli blaða- og frétta­mann­anna þar sem lög­reglan hefur lítið gefið upp um til­efni rann­sóknar annað en að um sé að ræða meint brot á frið­helgi einka­lífs­ins. „Því er erfitt fyrir mig sem ráð­herra að tjá mig um ein­stök atriði þessa máls á meðan það er til rann­sókn­ar. Ég vil þó segja það að mér var auð­vitað brugðið yfir fréttum að fjórir blaða­menn hafi verið kall­aðir til yfir­heyrslu með rétt­ar­stöðu sak­born­inga í tengslum við frétta­flutn­ing sem þau stóðu fyr­ir,“ sagði Katrín á þingi í dag, sem og í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hefur tjáð sig um málið og Hall­dóra spurði for­sæt­is­ráð­herra hvort hún hefði áhyggjur yfir því að yfir­lýs­ingar Bjarna grafi undan frelsi fjöl­miðla?

Katrín svar­aði spurn­ing­unni ekki beint en sagð­ist treysta því að lög­reglan væri með­vituð um mik­il­vægi fjöl­miðla og að mál­efni stór­fyr­ir­tækja sem eru til rann­sóknar eru mál sem eiga brýnt erindi til almenn­ing.

Bjarni gagn­rýndi í síð­ustu viku fjöl­miðlaum­fjöllun um boð­aðar yfir­heyrslur fjór­menn­ing­anna. Í Face­­book-­færslu sem hann birti á þriðju­dag segir hann að svo virð­ist sem önnur vinn­u­brögð og lög­­­mál eigi við hjá fjöl­miðlum í umfjöll­unum um lög­­­reglu­­mál þar sem blaða­­menn eru undir en hjá almennum borg­­ur­­um. Hann spurði einnig hvort fjöl­miðla­­menn væru of góðir til að mæta og svara spurn­ingum lög­­­reglu eins og almennir borg­­arar og hvernig það gæti talist alvar­­legt mál að lög­­regla óski eftir því að þeir gefi skýrslu.

Blaða­­manna­­fé­lagið og Félag frétta­­manna svör­uðu svo þessum spurn­ingum Bjarna í sam­eig­in­­legri yfir­­lýs­ingu. Í henni bentu fag­­­fé­lögin á að vissu­­­lega væru blaða- og frétta­­­menn sem ein­stak­l­ingar jafnir öðrum að lög­­­um, t.d. ef þeir eru grun­aðir um ölv­un­­­arakst­­­ur, fjár­­­­­svik eða ofbeld­is­brot. „Um störf þeirra gegnir hins vegar öðru máli. Um þau gilda önnur lög og reglur en um önnur störf, vegna hlut­verks þeirra.“

Bjarni fann sig knú­inn til að svara félög­unum og sagði í færslu á Face­book á fimmtu­dag segir að við­brögð við færslu hans fyrr í vik­unni hafi ekki snú­ist um það sem hann reyndi að ávarpa. „Hver stjórn­ar­and­stæð­ing­ur­inn og blaða­mað­ur­inn á eftir öðrum þurfti að flýta sér svo í umræð­una að það var sem við­kom­andi hefði ratað á rangar dyr í dóms­hús­in­u,“ segir Bjarni í færslu sinni og segir hann, að á þessu stigi máls­ins, sé „engin inni­stæða fyrir upp­þoti vegna boð­unar í skýrslu­töku“.

Rann­sókn­ar­að­gerðir gegn fjöl­miðlum geta haft fæl­ing­ar­á­hrif

Katrín seg­ist treysta því að lög­reglan sé með­vituð um mik­il­vægi fjöl­miðla í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi og að mál­efni sem tengj­ast stór­fyr­ir­tækjum sem eru til rann­sóknar og fram­göngu þeirra í tengslum við hana eru mál sem eiga brýnt erindi við almenn­ing.

„Það held ég að eigi algjör­lega að liggja ljóst fyr­ir. Ég treysti því líka að lög­reglan sé mjög með­vituð um það að allar rann­sókn­ar­að­gerðir sem bein­ast gegn fjöl­miðlum geta haft fæl­ing­ar­á­hrif og því eigi ekki að fara af stað nema ríkt til­efni sé til og með­al­hófs sé gætt,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra á þingi í dag.

Tveir þeirra blaða­­manna sem eru með stöðu sak­­born­ings í rann­­sókn lög­­regl­unnar á Norð­­ur­landi eystra starfa á Kjarn­an­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Píratar vilja að Menntasjóður fái heimild til að fella niður námslánaskuldir
Menntasjóður námsmanna færði sex milljarða króna á afskriftarreikning í fyrra eftir lagabreytingu, en var undir milljarði króna árið áður. Meðalupphæð afborgana hækkaði um 46 þúsund krónur árið 2021 og var 266 þúsund krónur.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent