Brynjar íhugar að hætta við að hætta: „Boginn í baki“ undan þrýstingi samflokksfólks

Brynjar Níelsson segir í nýjum hlaðvarpsþætti að hann sé ekki endanlega búinn að gera upp við sig um hvort hann bjóði sig fram til þings eða ekki. Segist ætla að skoða málin.

Brynjar Níelsson hugsar sig enn um hvort hann eigi að halda áfram í stjórnmálum, eftir að hafa gefið út að hann væri hættur fyrir skemmstu.
Brynjar Níelsson hugsar sig enn um hvort hann eigi að halda áfram í stjórnmálum, eftir að hafa gefið út að hann væri hættur fyrir skemmstu.
Auglýsing

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem gaf það út að hann hygðist kveðja stjórnmálin eftir að hafa ekki náð tilskyldum árangri í prófkjöri flokksins í Reykjavík á dögunum, segist nú óviss um hvort hann ætli að hætta.

Í samtali við Þórarinn Hjartarson, stjórnanda hlaðvarpsins Ein pæling, segir Brynjar að mjög hart hafi verið gengið að honum um að halda áfram í pólitík og taka það sæti sem hann náði í prófkjörinu, sem ætti að verða þriðja sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Brynjar sóttist eftir 2. sæti í prófkjörinu, sem hefði dugað honum til þess að leiða listann í öðru hvoru kjördæminu.

Hann gefur það ekki út í hlaðvarpinu hvort hann ætli að halda áfram, heldur segist hann ætla að „sjá hvernig málin þróast“ og „bíða rólegur“. Hann segist ennfremur undrandi á þeim mikla stuðningi sem hann hafi fengið frá sjálfstæðismönnum víða um land um að reyna að ná endurkjöri til þings.

„Eins og einhverjum þyki ég mikilvægur ennþá“

„Það er eins og einhverjum þyki ég mikilvægur ennþá,“ segir Brynjar í þættinum og lætur að því liggja að þrýstingur á hann um að taka sæti á lista hafi verið svo mikill síðustu daga að hann sé orðinn „boginn í baki“.

Auglýsing

Helstu leiðtogar flokksins, bæði Bjarni Benediktsson formaður og Guðlaugur Þór Þórðarson oddviti í Reykjavík, hafa sagt opinberlega að þeir óski þess Brynjar endurskoði ákvörðun sína um að hætta í stjórnmálunum.

Brynjar segir í viðtalinu að mikið hafi verið smalað inn í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík af mótframbjóðendum hans og þar hafi fullt af vinstrimönnum verið að greiða atkvæði. Fólk sem ekki komi til með að kjósa flokkinn í haust.

Hann segist aðspurður ekki hafa verið sár eftir að úrslit í prófkjörinu lágu fyrir. „Ég var bara fúll, það var auðvitað ég sem stofnaði fýlupúkafélagið,“ sagði hann. En síðan hafi hann áttað sig á því að úrslitin voru ekki jafn slæm og hann taldi í fyrstu – honum hefði ekki verið hent út úr mögulegu þingsæti.

Til gamans má geta að ef Brynjar ákveður að halda áfram í stjórnmálunum væri það ekki í fyrsta sinn sem hann hættir við að hætta. Fyrir nokkrum árum gaf hann það út að hann væri hættur á Facebook. En þar er hann enn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent