Frumvarp um breytingar á gjaldeyrislögum, sem felur í sér herðingu fjármagnshafta, hefur verið birt á vef Alþingis og Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefur mælt fyrir því. Stefnt er að því að frumvarpið verði að lögum ekki síðar en við opnun skrifstofu Seðlabanka Íslands á morgun.
Í því er meðal annars fjallað um breytingar á heimildum vegna samstæðulána og ábyrgða innan samstæðu, breytingar á heimildum til gjaldeyrisviðskipta og afnmám víðtækra undanþágna fjármálafyrirtækja sem sæta slitameðferð.
Hægt er að lesa frumvarpið í heild sinni hér.
Auglýsing