Búið að ná „sögulegu“ samkomulagi um kjarnorkumál Írana

h_52054386-1.jpg
Auglýsing

Búið er að ná samkomulagi um takmörkun á kjarnorkuáætlun Írana eftir margra ára samningaviðræður. Kjarnorkueftirlitsmenn frá Sameinuðu þjóðunum munu fá víðtækan aðgang að Íran samkvæmt samkomulaginu og í staðinn verður einhverjum alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gegn landinu aflétt. Samningurinn kveður á um að Íranar hægi á kjarnorkuáætlun sinni, dragi úr auðgun úrans og lofi að smíða ekki kjarnorkusprengjur.

Búist er við því að greint verði frekar frá innihaldi samkomulagsins síðar í dag.

Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Federica Mogherini, segir samkomulagið vera vonarglætu fyrir allan heiminn. „Þetta er ákvörðun sem getur opnað nýjan kafla í alþjóðasamskiptum.“ Utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, tók í sama streng, sagði að nú opnaðist nýr kafli vonar og að samkomulagið sé sögulegt. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði samkomulaginu líka. Hann vonist til þess og trúi því að þetta samkomulag muni hafa jákvæð áhrif á samskipti og öryggismál í Miðausturlöndum. Þetta gæti því orðið mikilvægt innlegg til að tryggja frið og stöðugleika. Barack Obama Bandaríkjaforseti mun tjá sig um málið klukkan 11 að íslenskum tíma.

Auglýsing

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur fordæmt samkomulagið og segir það slæmt á sögulegan mælikvarða. Nú fái Íranir auðvelda leið til þess að fara að framleiða kjarnorkuvopn og það muni fjármagn flæða inn til landsins. Hann hefur hins vegar fengið á sig gagnrýni innanlands fyrir að hafa mistekist algjörlega í sínum samskiptum og samningaviðræðum.

Íranar hafa alltaf sagt að kjarnorkuáætlun þeirra sé friðsömu og ekki til þess að smíða kjarnorkusprengjur.

Samningaviðræðurnar milli Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands annars vegar og Írans hins vegar hófust árið 2006.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None