Búist við niðurstöðu í lekamálinu um miðjan ágúst

hannabirna.jpg
Auglýsing

Búist er við að rík­is­sak­sókn­ari muni til­kynna um nið­ur­stöðu sína í leka­mál­inu svo­kall­aða fyrir miðjan ágúst, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Nið­ur­staða emb­ætt­is­ins getur verið á þrjá vegu: það getur ákveðið að ákæra í mál­inu, fella það niður eða vísa því aftur til lög­reglu til frek­ari rann­sókn­ar.

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur  rann­sakað leka­málið svo­kall­aða síðan í febr­ú­ar. Málið snýst um það að ein­hver lét tveimur fjöl­miðl­um, mbl.is og Frétta­blað­inu, í té óform­legt minn­is­blað með per­sónu­upp­lýs­ingum um þrjá nafn­greinda ein­stak­linga í nóv­em­ber 2013. Einn þess­arra ein­stak­linga var hæl­is­leit­and­inn Tony Omos. Fram hefur komið í opin­berum dóms­skjölum að lög­reglan hafi rök­studdan grun að starfs­maður inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hafi lekið minn­is­blað­inu. Fjöl­miðlar hafa síðar greint frá því að sá starfs­maður er Gísli Freyr Val­dórs­son, annar aðstoð­ar­manna Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra.

Eng­inn hefur geng­ist við því að hafa lekiðAlls höfðu átta ein­stak­lingar vit­neskju um til­urð minn­is­blaðs­ins: skrif­stofu­stjóri, þrír lög­fræð­ingar ráðu­neyt­is­ins, ráðu­neyt­is­stjóri, Hanna Birna Krist­jáns­dóttir inn­an­rík­is­ráð­herra og tveir póli­tískir aðstoð­ar­menn henn­ar. Allir innan þess hóps sem hafa verið yfir­heyrðir hafa neitað því að hafa lekið minn­is­blað­inu til fjöl­miðla.

Rann­sak­endur reyndu að fá Sunnu Ósk Loga­dótt­ur, frétta­stjóra mbl.is, til að skýra frá því hver hafi lekið minn­is­blað­inu til fjöl­mið­ils­ins. Hæsti­réttur hafn­aði þeirri kröfu þeirra og leka­málið var í kjöl­farið sent til rík­is­sak­sókn­ara sem þarf að taka ákvörðun um næstu skref í því.

Auglýsing

Afar óvenju­legt er að lög­regla reyni að fá trún­aði blaða­manna við heim­ild­ar­menn aflétt fyrir dóm­stól­um. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans mat lög­reglan það sem svo að stað­fest­ing blaða­manna á því hver hefði lekið minn­is­blað­inu væri mjög mik­il­væg í sönn­un­ar­færslu í mál­inu. Sú stað­fest­ing fékkst ekki þar sem þeir blaða­menn sem eiga í hlut hafa neitað að upp­lýsa um hvaðan lek­inn kom og dóm­stólar hafa neitað að skikka þá til þess.

Fundir með lög­reglu­stjóra og gagn­rýni á seina­gangLeka­málið tók nýja beygju í síð­ast­lið­inni viku þegar DV hélt því fram á for­síðu sinni að Stefán Eiríks­son, lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, hafi ákveðið að leita eftir nýju starfi vegna þess að hann upp­lifði þrýst­ing frá Hönnu Birnu vegna leka­máls­ins. Í kjöl­farið óskaði Umboðs­maður Alþingis eftir því með bréfi að Hanna Birna svar­aði því til hvort hún hafi fundað eða átt sam­skipti við Stefán vegna leka­máls­ins. Því bréfi var svarað í gær. Þar sagð­ist Hanna Birna hafa átt fundi með, og sam­töl við Stef­án, en neit­aði að hafa þrýst á hann. Hún hafi þó gagn­rýnt seina­gang rann­sókn­ar­innar við Stef­án. Lesa má frétt Kjarn­ans um bréfið í heild sinni hér.

Í bréfi sínu til umboðs­manns Alþingis segir Hanna Birna meðal ann­ars að langur rann­sókn­ar­tími hafi verið baga­legur fyrir sig. „Þegar rann­sókn máls­ins hófst gaf ég út þá yfir­lýs­ingu að ég myndi ekki tjá mig um málið fyrr en henni væri lok­ið, enda ekki við hæfi að ráð­herra lög­reglu­mála tjáði sig opin­ber­lega um rann­sókn á meðan hún stæði yfir. Meðal ann­ars af þess­ari ástæðu hefur sá langi tími sem rann­sóknin hefur tekið verið baga­legur og t.a.m. tak­markað mögu­leika mína til að svara ítrek­uðum árásum sem ég hef orðið fyrir á opin­berum vett­vang­i.“

Þar sem nið­ur­staða rík­is­sak­sókn­ara er yfir­vof­andi ætti Hanna Birna  að fá tæki­færi til að tjá sig um málið á allra næstu vik­um.

Eng­inn farið fram á að Hanna Birna tjái sig ekkiKjarn­inn greindi hins vegar frá því þann 6. maí síð­ast­lið­inn að hvorki lög­regla né rík­is­sak­sókn­ari hafi farið þess á leit við Hönnu Birnu að hún tjái sig ekki opin­ber­lega um leka­mál­ið. Það er því hennar ákvörð­un, en ekki krafa rann­sókn­ar­að­ila, að tjá sig ekki.   Í frétt um málið frá þeim tíma seg­ir: „Og þá er frá­leitt að lög­reglu­yf­ir­völd hafi bannað Inn­an­rík­is­ráð­herra að tjá sig um mál­ið. Ef lög­regla hefur áhyggjur af því að ein­stak­lingar tjái sig um mál sem eru til rann­sókn­ar, með rann­sókn­ar­hags­muni að leið­ar­ljósi, hefur lög­regla það eina úrræði að krefj­ast gæslu­varð­halds yfir við­kom­andi. Hanna Birna Krist­jáns­dóttir Inn­an­rík­is­ráð­herra má því og getur tjáð sig um málið kjósi hún svo. Það hefur hún hins vegar ekki gert. Þá eru mögu­leg rök um að hún geti ekki tjáð sig um lög­reglu­rann­sókn sem yfir­maður lög­reglu­mála í land­inu ansi hald­lít­il, þar sem hún kaus sjálf að víkja ekki sæti þrátt fyrir að ráðu­neyti hennar væri til rann­sókn­ar“. Lesa má frétt­ina í heild sinn hér.

Hægt er að lesa dóm Hæsta­rétt­ar, og úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, í mál­inu hér.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None