Skoski raftónlistarmaðurinn Calvin Harris, sem er 31 árs að aldri, var launahæsti raftónlistarmaðurinn í fyrra í heiminum, með 66 milljónir Bandaríkjadala í tekjur, eða sem nemur 8,5 milljörðum króna. Frá þessu greindi Forbes í vikunni.
Harris hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna sem tónlistarmaður, en hann fór að einbeita sér alfarið að plötusnúðastarfinu fyrir áratug þegar hann var rekinn úr starfi sínu sem lagerstarfsmaður í verslun í Skotlandi. Tekjur Harris koma bæði frá því að spila á tónleikum og skemmtistöðum, og frá plötuútgáfu.
Enginn annar raftónlistarmaður er nálægt honum í tekjum, en sá næst launahæsti, David Guetta, var með 37 milljónir Bandaríkjadal, jafnvirði um fimm milljarða króna, í tekjur á síðasta ári.
We're number 1 in Australia yessssss first ever Aussie #1 !!!!! pic.twitter.com/6mhTeighvq
— Calvin Harris (@CalvinHarris) August 29, 2015