Bandaríski bankinn Citigroup hefur samþykkt að greiðsla 180 milljónir Bandaríkjadala í sáttagreiðslu, eða sem nemur um 23 milljörðum króna, vegna lögbrota sem framin voru í tveimur vogunarsjóðum bankans, sem síðan urðu gjaldþrota. Bandaríska fjármálaeftirlitið í New York (SEC) greindi frá þessu í dag, en að sögn Wall Street Journal snéru brot sjóðsins að því að rangar kynningar komu fram um eignasamsetningu sjóðsins sem og áhættu í rekstri. Þeir fjárfestar sem voru með fjármuni sína í sjóðunum tveimur töpuðu öllu að lokum.
Sjóðirnir tveir, ASTA/MAT fund og Falcon fund, voru með næstum þrjá milljarða Bandaríkjadali í stýringu, eða sem nemur um 400 milljörðum króna. Áhættusækni var mikil í sjóðunum, og byggir sáttin sem bankinn gerði við eftirlitið á því að stjórnendur hans viðurkenna að kynning á rekstri sjóðanna hafi ekki verið í samræmi við lög, en að öðru leyti lýkur málinu með sáttagreiðslunni.
Citigroup affiliates to pay $180 million for misleading investors: http://t.co/n4nvJByfQK pic.twitter.com/0xmdO50wNa
Auglýsing
— The Hill (@thehill) August 17, 2015