Dagsektir Fiskistofu geti orðið allt að ein milljón á dag, en ekki 30 þúsund krónur

Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að dagsektarheimildir Fiskistofu verði hækkaðar verulega frá því sem lagt var til í frumvarpi matvælaráðherra. Einnig vill meirihlutinn að Fiskistofa tilkynni opinberlega þegar stofnunin notar dróna við eftirlit.

Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar er formaður atvinnuveganefndar þingsins.
Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar er formaður atvinnuveganefndar þingsins.
Auglýsing

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar Alþingis leggur til að Fiski­stofa fái heim­ild til þess að sekta þá útgerð­ar­að­ila sem trassa það að skila stofn­un­inni vigt­ar- og ráð­stöf­un­ar­skýrslum um allt að eina milljón króna á dag og að fallið verði frá því að sam­an­lagðri heild­ar­upp­hæð slíkra sekta nokk­urt hámark.

Þetta kemur fram í breyt­ing­ar­til­lögum meiri­hlut­ans við frum­varp Svan­dísar Svav­ars­dóttur mat­væla­ráð­herra, sem varðar eft­ir­lit Fiski­stofu. Í frum­varpi ráð­herra var gert ráð fyrir því að dag­sekt­irnar yrðu 30 þús­und krónur á dag og að hámarki 1,5 milljón króna – sem sam­svar­aði 50 dag­sekt­ar­dög­um.

Mögu­legar sektir voru ekki í neinu sam­hengi við efna­hags­legan styrk­leika og stærð útgerð­ar­að­ila og gerði Sam­keppn­is­eft­ir­litið veru­legar athuga­semdir við það í umsögn sinni um þing­mál­ið, enda ljóst að 30.000 króna dag­sektir væru ekki að fara að hafa nokkur fæl­ing­ar­á­hrif á fyr­ir­tæki sem velta tug­millj­örðum á ári.

Til þessa lítur atvinnu­vega­nefnd, en í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans segir að nauð­syn­legt sé að „Fiski­stofa búi yfir full­nægj­andi úrræðum til þess að knýja á um t.d. afhend­ingu gagna og upp­lýs­inga“. Vill nefndin því að stofn­unin fái heim­ild til þess að leggja á dag­sektir sem geti verið á bil­inu 10 þús­und krónur til ein milljón króna á dag og heim­ild til þess að líta til fjár­hags­legs styrk­leika útgerð­ar­að­ila við álagn­ingu sekt­anna.

Hámark dag­sekta er svo fellt á brott, sem áður seg­ir, og segir meiri­hluti nefnd­ar­innar að hámark­aði eins og það hafi verið í frum­varp­inu hafi vart haft varn­að­ar­á­hrif.

Heim­ilt verði að falla frá álögðum dag­sektum

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar lítur þó einnig til athuga­semda frá Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi þess efnis að með því að fella niður óinn­heimtar dag­sektir þegar útgerð­ar­að­il­inn veitir Fiski­stofu umbeðnar upp­lýs­ingar „skap­ist hvati til breyttar hegð­un­ar.“ Meiri­hlut­inn leggur þannig til að Fiski­stofu verði heim­ilt að fella niður dag­sektir eftir á, ef aðilar veiti síðar þær upp­lýs­ingar sem Fiski­stofa vill fá.

Auglýsing

„Meiri hlut­inn áréttar að hér er um að ræða heim­ild­ar­á­kvæði en ekki skyldu sem þarf ávallt að beita á grund­velli rétt­ar­reglna stjórn­sýslu­réttar um jafn­ræði og mál­efna­leg sjón­ar­mið,“ segir um þetta atriði í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans.

Þurfa að setja til­kynn­ingu á vef­inn þegar drónar fara á loft

Í frum­varpi Svan­dísar var fjallað um notkun Fiski­stofu á fjar­stýrðum loft­förum við eft­ir­lit, en eins og Kjarn­inn hefur fjallað um hefur notkun stofn­un­ar­innar á drónum við eft­ir­lit með brott­kasti leitt til þess að slíkum málum hefur stór­fjölgað. Síðan að eft­ir­lit með drónum hófst í upp­hafi árs 2021 hefur brott­kast sést hjá um 40 pró­sentum þeirra báta sem flogið hefur verið yfir.

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar lætur þess getið að í umsögnum um málið hafi komið fram gagn­rýni á þetta ákvæði frum­varps­ins, þess efnis að gengið væri of nærri frið­helgi einka­lífs ein­stak­linga með „leyni­legri vöktun á bátum og skip­um“.

Mynd: LHG

Í nefnd­ar­á­lit­inu segir að rætt hafi verið í nefnd­inni hvort mögu­legt væri að „kveða á um til­kynn­ing­ar­skyldu Fiski­stofu um eft­ir­lit með fjar­stýrðum loft­förum“ og að bent hafi verið á að „slík skylda getur dregið úr fæl­ing­ar­mætti eft­ir­lits­ins og mark­miðum þess“.

„Meiri hlut­inn bendir hins vegar á að verið sé að veita Fiski­stofu heim­ild með lögum til að sinna eft­ir­lits­skyldum sínum með nýrri tækni og um sé að ræða veiga­mikla þróun á fram­kvæmd eft­ir­lits Fiski­stofu. Meiri hlut­inn telur því eðli­legt að stíga var­lega til jarðar þegar um er að ræða nýt­ingu nýrrar tækni við eft­ir­lit með fisk­veiðum og telur sann­gjarnt að Fiski­stofa gefi út almenna til­kynn­ingu áður en hún hefur eft­ir­lit, t.d. á vef Fiski­stofu, en ekki er gert ráð fyrir að til­kynn­ing­arnar verði svæð­is­bundnar eða afmark­aðar með til­teknum hætti, svo sem tíma­mörk­um“.

Fiski­stofa mun því þurfa að gefa út til­kynn­ingu um að dróna­eft­ir­lit með fisk­veiðum sé að fara að hefjast, en stofn­unin þarf ekki að segja frá því hvar eft­ir­litið mun eiga sér stað né hversu lengi það mun vara.

Sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta nefnd­ar­innar myndi standa í laga­text­an­um: „Fiski­stofa skal til­kynna með opin­berum hætti um fyr­ir­hugað eft­ir­lit með fjar­stýrðum loft­för­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent