Dagsektir Fiskistofu geti orðið allt að ein milljón á dag, en ekki 30 þúsund krónur

Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að dagsektarheimildir Fiskistofu verði hækkaðar verulega frá því sem lagt var til í frumvarpi matvælaráðherra. Einnig vill meirihlutinn að Fiskistofa tilkynni opinberlega þegar stofnunin notar dróna við eftirlit.

Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar er formaður atvinnuveganefndar þingsins.
Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar er formaður atvinnuveganefndar þingsins.
Auglýsing

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar Alþingis leggur til að Fiski­stofa fái heim­ild til þess að sekta þá útgerð­ar­að­ila sem trassa það að skila stofn­un­inni vigt­ar- og ráð­stöf­un­ar­skýrslum um allt að eina milljón króna á dag og að fallið verði frá því að sam­an­lagðri heild­ar­upp­hæð slíkra sekta nokk­urt hámark.

Þetta kemur fram í breyt­ing­ar­til­lögum meiri­hlut­ans við frum­varp Svan­dísar Svav­ars­dóttur mat­væla­ráð­herra, sem varðar eft­ir­lit Fiski­stofu. Í frum­varpi ráð­herra var gert ráð fyrir því að dag­sekt­irnar yrðu 30 þús­und krónur á dag og að hámarki 1,5 milljón króna – sem sam­svar­aði 50 dag­sekt­ar­dög­um.

Mögu­legar sektir voru ekki í neinu sam­hengi við efna­hags­legan styrk­leika og stærð útgerð­ar­að­ila og gerði Sam­keppn­is­eft­ir­litið veru­legar athuga­semdir við það í umsögn sinni um þing­mál­ið, enda ljóst að 30.000 króna dag­sektir væru ekki að fara að hafa nokkur fæl­ing­ar­á­hrif á fyr­ir­tæki sem velta tug­millj­örðum á ári.

Til þessa lítur atvinnu­vega­nefnd, en í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans segir að nauð­syn­legt sé að „Fiski­stofa búi yfir full­nægj­andi úrræðum til þess að knýja á um t.d. afhend­ingu gagna og upp­lýs­inga“. Vill nefndin því að stofn­unin fái heim­ild til þess að leggja á dag­sektir sem geti verið á bil­inu 10 þús­und krónur til ein milljón króna á dag og heim­ild til þess að líta til fjár­hags­legs styrk­leika útgerð­ar­að­ila við álagn­ingu sekt­anna.

Hámark dag­sekta er svo fellt á brott, sem áður seg­ir, og segir meiri­hluti nefnd­ar­innar að hámark­aði eins og það hafi verið í frum­varp­inu hafi vart haft varn­að­ar­á­hrif.

Heim­ilt verði að falla frá álögðum dag­sektum

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar lítur þó einnig til athuga­semda frá Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi þess efnis að með því að fella niður óinn­heimtar dag­sektir þegar útgerð­ar­að­il­inn veitir Fiski­stofu umbeðnar upp­lýs­ingar „skap­ist hvati til breyttar hegð­un­ar.“ Meiri­hlut­inn leggur þannig til að Fiski­stofu verði heim­ilt að fella niður dag­sektir eftir á, ef aðilar veiti síðar þær upp­lýs­ingar sem Fiski­stofa vill fá.

Auglýsing

„Meiri hlut­inn áréttar að hér er um að ræða heim­ild­ar­á­kvæði en ekki skyldu sem þarf ávallt að beita á grund­velli rétt­ar­reglna stjórn­sýslu­réttar um jafn­ræði og mál­efna­leg sjón­ar­mið,“ segir um þetta atriði í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans.

Þurfa að setja til­kynn­ingu á vef­inn þegar drónar fara á loft

Í frum­varpi Svan­dísar var fjallað um notkun Fiski­stofu á fjar­stýrðum loft­förum við eft­ir­lit, en eins og Kjarn­inn hefur fjallað um hefur notkun stofn­un­ar­innar á drónum við eft­ir­lit með brott­kasti leitt til þess að slíkum málum hefur stór­fjölgað. Síðan að eft­ir­lit með drónum hófst í upp­hafi árs 2021 hefur brott­kast sést hjá um 40 pró­sentum þeirra báta sem flogið hefur verið yfir.

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar lætur þess getið að í umsögnum um málið hafi komið fram gagn­rýni á þetta ákvæði frum­varps­ins, þess efnis að gengið væri of nærri frið­helgi einka­lífs ein­stak­linga með „leyni­legri vöktun á bátum og skip­um“.

Mynd: LHG

Í nefnd­ar­á­lit­inu segir að rætt hafi verið í nefnd­inni hvort mögu­legt væri að „kveða á um til­kynn­ing­ar­skyldu Fiski­stofu um eft­ir­lit með fjar­stýrðum loft­förum“ og að bent hafi verið á að „slík skylda getur dregið úr fæl­ing­ar­mætti eft­ir­lits­ins og mark­miðum þess“.

„Meiri hlut­inn bendir hins vegar á að verið sé að veita Fiski­stofu heim­ild með lögum til að sinna eft­ir­lits­skyldum sínum með nýrri tækni og um sé að ræða veiga­mikla þróun á fram­kvæmd eft­ir­lits Fiski­stofu. Meiri hlut­inn telur því eðli­legt að stíga var­lega til jarðar þegar um er að ræða nýt­ingu nýrrar tækni við eft­ir­lit með fisk­veiðum og telur sann­gjarnt að Fiski­stofa gefi út almenna til­kynn­ingu áður en hún hefur eft­ir­lit, t.d. á vef Fiski­stofu, en ekki er gert ráð fyrir að til­kynn­ing­arnar verði svæð­is­bundnar eða afmark­aðar með til­teknum hætti, svo sem tíma­mörk­um“.

Fiski­stofa mun því þurfa að gefa út til­kynn­ingu um að dróna­eft­ir­lit með fisk­veiðum sé að fara að hefjast, en stofn­unin þarf ekki að segja frá því hvar eft­ir­litið mun eiga sér stað né hversu lengi það mun vara.

Sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta nefnd­ar­innar myndi standa í laga­text­an­um: „Fiski­stofa skal til­kynna með opin­berum hætti um fyr­ir­hugað eft­ir­lit með fjar­stýrðum loft­för­u­m.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent