Danir stefna á grænt innanlandsflug fyrir 2030

Forsætisráðherra Danmerkur vill „gera flugið grænt“. Mette Frederiksen tilkynnti í nýársávarpi sínu um markmið ríkisstjórnarinnar sem felst í að ekkert jarðefnaeldsneyti verði notað í innanlandsflugi fyrir 2030. Útfærslan liggur hins vegar ekki fyrir.

Danir stefna á að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í innanlandsflugi fyrir 2030. Vetnisknúnar flugvélar frá Airbus gætu leitt til þess að markmiðið náist.
Danir stefna á að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í innanlandsflugi fyrir 2030. Vetnisknúnar flugvélar frá Airbus gætu leitt til þess að markmiðið náist.
Auglýsing

„Að ferð­ast er að lifa og þess vegna fljúgum við,“ sagði Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra í nývarpsávarpi sínu til dönsku þjóð­ar­innar þar sem hún kynnti fyr­ir­heit rík­is­stjórn­ar­innar um að hætta notkun á jarð­efna­elds­neyti í öllu inn­an­lands­flugi fyrir árið 2030. Hún við­ur­kenndi þó að útfærsla mark­miðs­ins liggi ekki ljós fyr­ir.

Frederik­sen sagði í ávarpi sínu ekki vilja ein­blína á kór­ónu­veiruna heldur dásam­legu Dan­mörku og öll þau stóru tæki­færi sem blasa við. Tæki­færin fel­ast einna helst í við­brögðum við lofts­lags­vánni að mati Frederik­sen. Lofts­lags­mark­mið Dana fel­ast meðal ann­ars í að draga úr kolefn­islosun um 70 pró­sent fyrir árið 2030, sam­an­borið við losun árið 1990.

Auglýsing
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.

„Þegar önnur lönd heims­ins eru of sein að bregð­ast við verður Dan­mörk að taka for­yst­una setja markið hátt,“ sagði Frederik­sen. Hún við­ur­kenndi að það mun reyn­ast erfitt að ná „grænu inn­an­lands­flugi“ en rann­sak­endur og fyr­ir­tæki vinni í kapp við tím­ann að úrlausn­um.

Meðal fyr­ir­tækja sem vinna að lausnum sem falla inn í áætl­anir Dana er flug­véla­fram­leið­and­inn Air­bus sem hefur til­kynnt um vetnisknúnar flug­vélar sem verða teknar í notkun fyrir árið 2035. Ef vetnið er fram­leitt með end­ur­nýj­an­legri orku gæti þetta verið leiðin fyrir Dani til að ná mark­miðum um jarð­efna­elds­neyt­is­laust inn­an­lands­flug. Ekki er þó ljóst hvort tæknin verði til stað­ar, og kostn­aður við­ráð­an­leg­ur, fyrir árið 2030.

Mark­mið um græn inn­an­lands­flug eru ekki alveg ný af nál­inni. Svíar hafa sett sér sams konar mark­mið fyrir 2030 og gera sér einnig vonir um að hætta notkun jarð­efna­elds­neytis í milli­landa­flugi fyrir 2045. Á sama tíma hyggj­ast Frakkar banna inn­an­lands­flug þar sem hægt er að ferð­ast til áfanga­staðar með lest á minna en tveimur og hálfri klukku­stund.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent