Kjarnorkuver gætu orðið „grænar fjárfestingar“

Hvað orka er sannarlega græn hefur verið deilumál ólíkra ríkja innan ESB misserum saman. Framkvæmdastjórn sambandsins áformar skilgreiningar svo flokka megi bæði kjarnorku- og jarðgasver sem grænar fjárfestingar.

Hundar viðraðir skammt frá kjarnorkuveri í Belgíu.
Hundar viðraðir skammt frá kjarnorkuveri í Belgíu.
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins vinnur nú að útfærslu á því hvaða verk­efni tengd jarð­gasi og kjarn­orku verði skil­greind sem „grænar fjár­fest­ing­ar“. Rík­is­stjórnir landa innan sam­bands­ins hafa í mörg ár tek­ist á um hvaða fjár­fest­ingar séu raun­veru­lega umhverf­is­væn­ar.

Í frétt Reuters um málið segir að fram­kvæmda­stjórnin ætli að leggja fram til­lögur að reglum hvað þetta varðar þegar í þessum mán­uði. Nýjar skil­grein­ingar munu skera úr um hvaða verk­efni tengd gasi og kjarn­orku gætu orðið hluti af „sjálf­bærum fjár­fest­ing­um“ innan ESB. Á þann lista kemst aðeins sú starf­semi sem stenst ákveðin fjár­hags­leg og umhverf­is­leg við­mið og er þar með flokkuð sem græn fjár­fest­ing. Grænu fjár­fest­ing­ar­verk­efnin eiga að laða að fjár­magn, bæði opin­bert og úr einka­geir­anum og koma í veg fyrir það sem kallað hefur verið „græn­þvott­ur“, er fyr­ir­tæki ýkja með ýmsum ráðum raun­veru­legt fram­lag sitt til umhverf­is­ins.

Í frétt Reuters er vitnað til draga að áformunum sem frétta­stofan hefur undir hönd­um. Sam­kvæmt þeim gæti kjarn­orku­ver flokk­ast sem græn fjár­fest­ing ef fyr­ir­tækið er með áætl­an­ir, fjár­magn og stað til að farga með öruggum hætti geisla­virkum úrgangi.

Auglýsing

Að sama skapi gæti fjár­fest­ing í gas­iðn­að­inum einnig flokk­ast sem græn ef þau koma í stað­inn fyrir meira meng­andi jarð­efna­elds­neyt­is­ver og ef útblástur þeirra á koltví­sýr­ingi er undir ákveðnum við­mið­un­ar­mörk­um, mun þrengri mörkum en þau búa almennt við í dag.

Í yfir­lýs­ingu frá fram­kvæmda­stjórn ESB um málið kemur fram að þegar tekið sé til­lit til fram­fara í vís­indum og tækni sem miða að því að draga úr áhrifum á umhverfið hafi jarð­gas og kjarn­orka hlut­verki að gegna á meðan breyt­ingar í átt að mun meiri nýt­ingu end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa eru að eiga sér stað. Aðild­ar­ríki ESB eru mis­jafn­lega í sveit sett hvað varðar tæki­færi til orku­öfl­un­ar. Á meðan jarð­gas er enn und­ir­staða í orku­fram­leiðslu sumra eru önnur á góðri leið að því marki að styðj­ast fyrst og fremst við end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent