Dave Grohl, forsprakki rokkhljómarsveitarinnar Foo Fighters, hefur brugðist við magnaðari myndbandskveðju sem hljómsveitin fékk senda frá Ítalanum Fabio Zaffagnini þar sem þúsund manna hljómsveit spilar lag sveitarinnar Learn To Fly, en með kveðjunni var Fabio að reyna að fá hljómsveitina heimsfrægu til þess að koma og spila í heimbæ hans, Cesena í Romagna í Norður-Ítalíu. Grohl segir að Foo Fighters muni brátt koma og spila á tónleikum í Cesena.
Foo Fighters spilaði síðast í Romagna árið 1997 þegar hún fylgdi annari breiðskífu sinni eftir; The Color And Shape. Síðan hefur hljómsveitinni vaxið ásmeginn, og forsprakkinn Dave Grohl orðinn að einni stærstu rokkstjörnu í heimi.
https://www.youtube.com/watch?v=JozAmXo2bDE
Zaffagnini hóaði í vini sína sem hoppuðu á vagninn. Saman héldu þau svo áheyrnarprufur til að skipa þúsund manna hljómsveit sem mundi spila eitt lag með Foo Fighters, taka það upp á myndband og senda hljómsveitinni. Það var gert og útkoman var vægast sagt mögnuð.
Dave Grohl segir í myndbandsávarpi á Facebook síðu Foo Fighters, á ítölsku, að Foo Fighters sé á leiðinni til Cesena. Hann þakkar auðmjúklega fyrir myndbandið magnaða, og segir að það verði stutt í að þau sjáist. Skemmtilegur endir á magnaðri tilraun eins manns til þess að fá Foo Fighters aftur í þorpið.