Dimmir yfir Danmörku

Danir standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum um hvernig hægt sé að draga úr orkunotkun og lækka rafmagnsreikninginn. Verslanir og hótel hafa þegar riðið á vaðið og gefið út að jólaskreytingarnar verði hógværari í ár.

Hótel d‘Angleterre hefur í árafjöld verið prýtt einstaklega mörgum og fallegum jólaljósum. Nú verður breyting þar á.
Hótel d‘Angleterre hefur í árafjöld verið prýtt einstaklega mörgum og fallegum jólaljósum. Nú verður breyting þar á.
Auglýsing

Heilu veggirnir þakktir ljós­um. Blikk­andi sem skipta lit­um. Risa­stórar jóla­bjöllur og ljósakrónur sem hæfa myndu höllum kon­unga. Vél­rænir jóla­sveinar sem bugta sig og beygja og reka jafn­vel upp hrossa­hlát­ur: Hó, hó, hó!

Jólin eru hátíð ljóss og friðar segir ein­hvers stað­ar. Frið­ur­inn er úti í Úkra­ínu, þökk sé Rússum, og það hern­að­ar­brölt hefur nú leitt til gríð­ar­legra verð­hækk­ana á hvers kyns orku í Evr­ópu. Gas­reikn­ing­ur­inn hefur marg­faldast, enda rúss­neskt gas frekar látið flæða til Kína og því af skornum skammti – og rán­dýrt – í Evr­ópu. Þetta hefur dómínóá­hrif á allt orku­kerf­ið: Meira raf­magn frá ann­ars konar orku­gjöfum þarf að nota til hvers lags hluta. Og það er ekki óþrjót­andi og hin mikla eft­ir­spurn hefur skotið verð­inu upp í hæstu hæð­ir.

Við þessu reyna nú stjórn­völd í ríkjum Evr­ópu að bregð­ast. Rætt er um verð­þök og fleira þar fram eftir göt­un­um, enda myndi orku­reikn­ing­ur­inn ann­ars sliga heim­ili, ýta þús­undum inn í fátækt.

Auglýsing

Dan­ir, sem eru innan Evr­ópu­sam­bands­ins, hafa ekki farið var­hluta af orku­krepp­unni, eins og hún er köll­uð. Kreppu sem mun aðeins harðna er líður á vet­ur­inn. Stjórn­völd ræða við­brögð, nið­ur­greiðslur og verð­þök, en almennir borg­arar og fyr­ir­tæki velta fyrir sér hvernig þau geti sparað orku. Hvernig þau geti lækkað sína reikn­inga en einnig gert sitt til að eft­ir­spurnin minnki – sem aftur gæti almennt lækkað verð­ið.

Þrátt fyrir að enn séu 102 dagar til jóla hafa nokkrar versl­an­ir, versl­un­ar­mið­stöðvar og hótel ákveðið að kveikja ekki á íburð­ar­miklum jóla­skreyt­ingum sem síð­ustu ár hafa í hugum margra verið tákn­rænar fyrir hátíð­ina. Það verður því að öllum lík­indum ekki eins bjart yfir Dan­mörku um næstu jól.

­Eig­endur Sall­ing, sem eru dæmi­gerðar fata- og snyrti­vöru­versl­anir í bæði Ála­borg og Árósum, ætla ekki að kveikja á sínum þekktu jóla­ljós­um. Sömu sögu er að segja um eig­endur Magasin sem reka sjö versl­anir víðs­vegar um land­ið. Og þá hefur Hótel d‘Anglet­erre í Kaup­manna­höfn ákveðið að gera slíkt hið sama. Signe Thor­up, upp­lýs­inga­full­trúi hót­els­ins, segir þetta gert af einni ástæðu: Til að spara orku. „Þetta er ákvörðun sem okkur fannst erfitt að taka. En hún er sú rétta miðað við þær aðstæður sem nú eru upp­i.“

Rekstr­ar­að­ilar Tívolís­ins í Kaup­manna­höfn segja að jól­unum verði ekki aflýst þótt reynt verði að ganga eins hægt og þeir telja unnt í orku­sparn­aði. „Þið erum alltaf að end­ur­skoða þessi mál og núna erum við til dæmis að skoða hvort að hægt verði að draga úr birtu­magn­in­u,“ segir Torpen Plank, upp­lýs­inga­full­trúi tívolís­ins. Í gildi séu enn­fremur góðir samn­ingar við raf­orku­sala svo að höggið verður ekki eins þungt fyrir skemmti­garð­inn og ann­ars hefði orð­ið. Í lok næsta árs sé svo stefnt að því að stór hluti af raf­magni sem garð­ur­inn þarfn­ast komi frá sól­ar­orku.

Fredensgade dregur fjölda fólks að um hver jól enda er engin íbúagata Danmerkur jafn mikið skreytt.

Og almenn­ingur er líka til­bú­inn að færa fórnir í ástand­inu, jafn­vel þótt það þýði minni birtu í dimmasta skamm­deg­inu. Fredens­gade í bænum Hinn­erup á Jót­landi hefur verið rómuð fyrir jóla­skreyt­ingar í ald­ar­fjórð­ung. Íbúar við göt­una taka sig ávallt saman og setja upp stór­kost­lega jóla­ljósa­sýn­ingu. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um að hverfa frá þess­ari rót­grónu hefð en hins vegar segir einn íbú­anna í sam­tali við Danska rík­is­út­varpið að hann telji að skreyt­ing­arnar ættu að vera lág­stemmd­ari þessi jól­in. „Ég per­sónu­lega velti því fyrir mér hvort maður geti leyft sér að eyða svona miklum pen­ingum í þetta núna þegar það eru margar fjöl­skyldur í vanda vegna hækk­andi orku­reikn­inga.“ Hann segir að allir verði að leggj­ast á eitt og að það muni jafn­vel þýða að stóru ljósa­sýn­ing­unni í Fredens­gade verði aflýst þetta árið.

Íbúar við Angola­veg í Ama­ger í Kaup­manna­höfn hafa þegar ákveðið að draga veru­lega úr upp­setn­ingu jóla­ljósanna. Sú gata hefur lengi keppt við Fredens­gade um mest skreyttu götu Dan­merk­ur. „An­gola­vegur verður ekki sjálfum sér líkur þessi jól­in,“ segir einn íbú­inn við DR. „Við ætlum að draga mjög úr skreyt­ing­um.“

Jóla­ljósin voru kannsi orðin yfir­drif­in, myndu ein­hverjir segja, og orku­sóun sem þeim fylgir mik­il. En orku­sóun á sér víðar stað, m.a. í mat­vöru­versl­un­um. Opnir kælar þurfa t.d. mun meira raf­magn en lok­að­ir. For­svars­menn versl­un­ar­keðj­unnar Coop hafa bent á að með því að setja hurðir á kæl­ana sparist 40 pró­sent orka. Nú þegar orku­reikn­ing­arnir hafa hækkað mikið eru sífellt fleiri versl­anir að taka þessi mál til end­ur­skoð­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent