Dómsmálaráðuneytinu bent á það í október að stafræn ökuskírteini væru auðfalsanleg

Í bréfi borgarstjórnar til ráðuneytisins segir að „áberandi fjöldi“ kjósenda hafi mætt á kjörstað í síðustu kosningum án skilríkja enda sé fólk vant því að greiða með farsímum. Sérstakur skanni tekinn í notkun vikum eftir að kosning utan kjörfundar hófst.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst 13. ágúst.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst 13. ágúst.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg taldi það nauð­syn­legt í októ­ber í fyrra að skoðun á því hvort útvega þyrfti búnað og gefa út leið­bein­ingar um notkun staf­rænna öku­skír­teina á kjör­stöðum þyrfti að fara fram tím­an­lega fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var frá skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjórnar til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins en Kjarn­inn hefur bréfið undir hönd­um. Í bréf­inu var einnig bent á það að öku­skír­teinin voru talin auð­fals­an­leg. Þá óskaði Reykja­vík­ur­borg eftir leið­bein­ingum varð­andi nýt­ingu staf­rænna öku­skír­teina til auð­kenn­ingar á kjós­endum í kom­andi kosn­ing­um.

„Af fjöl­miðlum að dæma hafa verið gefnir út tugir þús­unda raf­rænna öku­skír­teina. Í störfum sínum leit­ast kosn­inga­starfs­fólk Reykja­vík­ur­borgar við að vísa kjós­anda aldrei frá kjör­stað fyrr en í allra lengstu lög en ábyrgð­ar­keðja hinna raf­rænu öku­skír­teina þarf að liggja ljós fyrir ef ætl­unin er að taka þau gild á kjör­stað. Í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum eru hátt í 100 kjör­deildir og í for­seta­kosn­ingum sl. sumar mætti áber­andi fjöldi kjós­enda á kjör­stað án skil­ríkja enda fólk orðið vant því að greiða með snjallúrum og snjall­sím­um,“ segir meðal ann­ars í bréf­inu.

Þar kemur einnig fram að í leið­bein­ingum Reykja­vík­ur­borgar séu skil­ríki með mynd og kenni­tölu talin full­gild, þar með talin debet­kort.

Skanni kynntur til sög­unnar vikum eftir að kosn­ing hófst

Kjarn­inn hafði heim­ildir fyrir því að slíkt bréf hefði verið sent dóms­mála­ráðu­neyt­inu í fyrra og óskaði því eftir bréf­inu sem og svari við því hvernig dóms­mála­ráðu­neytið hefði brugð­ist við efni þess.

Auglýsing

Í skrif­legu svari frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu segir að brugð­ist hefði verið við ábend­ingum bréfs­ins með leið­bein­ingum um stað­reynslu skír­tein­anna. „Tæpum mán­uði fyrir næstu kosn­ingar bætt­ist síðan við skanni í far­síma sem getur gengið úr skugga um svo óyggj­andi sé að staf­ræn öku­skír­teini séu ófölsuð,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Þrátt fyrir að umræddur skanni hafi verið til­bú­inn um mán­uði fyrir kosn­ingar þá hefur utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðsla staðið yfir í lengri tíma, hún hófst þann 13. ágúst. Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu og starfs­fólki á kjör­stöðum sem Kjarn­inn hefur rætt við hófst notkun skann­ans í upp­hafi síð­ustu viku.

Starfs­fólki kennt að nota skann­ann á föstu­dag

Ekki hafa feng­ist nákvæm­ari upp­lýs­ingar um það hvenær skann­inn var tek­inn í notk­un, en ljóst er að skann­inn var ekki not­aður í hátt í þrjár vikur til þess að auð­kenna þá kjós­endur sem fram­vís­uðu staf­rænu öku­skír­teini á þeim stöðum þar sem hægt er að greiða atkvæði utan kjör­fund­ar. Í sam­tali blaða­manns við einn starfs­mann á kjör­stað kom fram að á föstu­dag hafi farið fram kennsla á notkun skann­ans á raf­rænum fundi. Starfs­mað­ur­inn benti þó á að skann­inn hefði verið not­aður með góðum árangri frá því í upp­hafi síð­ustu viku.

Ekki er hægt að full­yrða um fjölda þeirra kjós­enda sem kjósa að gera grein fyrir sér með staf­rænu öku­skír­teini þegar þeir gengu að kjör­borð­inu á því tíma­bili sem skann­inn var ekki í notk­un, enda er slíkt ekki skráð. Líkt og áður segir mætti „áber­andi fjöldi kjós­enda á kjör­stað án skil­ríkja“ í síð­ustu kosn­ingum og því má gefa sér að fjöldi þeirra sem nýtt hafa staf­ræn öku­skír­teini til að kjósa utan kjör­fundar sé tölu­verð­ur.

Kosn­inga­svindl mögu­legt fyrir til­komu skann­ans

Umræða um staf­rænu öku­skír­teinin og skanna, eða ein­hverja aðra lausn til að auð­kenna kjós­endur sem fram­vísa slíkum skír­tein­um, komst í hámæli í síð­ustu viku í kjöl­far greinar sem örygg­is­fyr­ir­tækið Syndis birti á vef sín­um. Í grein­inni var fjallað um örygg­is­galla skír­tein­anna og í grein­inni er því bein­línis haldið fram að hægt hafi verið að svindla í kosn­ing­unum sem nú eru hafnar utan kjör­fund­ar, áður en skann­inn kom til skjal­anna.

Fjallað er um nokkrar leiðir sem eru færar til þess að falsa skír­tein­in. Ein­faldasta leiðin er sú að breyta upp­lýs­ingum á skír­tein­inu með því að taka skjá­skot af því og breyta því sem fram kemur á skír­tein­inu. Það hafi ung­lingar til að mynda nýtt sér til þess að kom­ast inn á skemmti­staði án þess að hafa til þess ald­ur, líkt og fjallað var um í frétt á vef Vísi.

Svona líta stafrænu ökuskírteinin út. Nýji skanninn les QR-kóða skírteinisins og sker í kjölfarið úr um hvort skírteinið sé gilt eða ekki.Mynd: Stafrænt Ísland

Ólík­legt verður að telj­ast að slíkar fals­anir hefðu blekkt starfs­fólk kjör­staða því ekki er hægt að skoða bak­hlið öku­skír­tein­anna með sama hætti og gert er í raf­rænu veskj­unum sem geyma skír­teinin og þá er ekki hægt að upp­færa sér­stakan tíma­stimpil sem finna má á skír­tein­un­um, undir kóð­anum sem nýju skann­arnir skanna.

Gagn­rýna seina­gang Staf­ræns Íslands

Sam­kvæmt grein Syndis er lítið mál að kom­ast hjá því vanda­máli fyrir fólk sem hefur svolitla tækni­þekk­ingu, það sé vel mögu­legt að útbúa passa sem er með öllu sam­bæri­legur staf­ræna öku­skír­tein­inu. Eina leiðin til þess að sann­reyna hvort passi sé gildur sé með því að skanna QR-kóða hans.

Í grein­inni er seina­gangur Staf­ræns Íslands, sem ber ábyrgð á inn­leið­ingu staf­rænna öku­skír­teina, einnig gagn­rýndur og að því spurt hvers vegna það hafi tekið meira en ár að útbúa skann­ann, eina tólið sem hægt sé að nota til þess að ganga úr skugga um hvort staf­rænt öku­skír­teini sé gilt eður ei.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent