Dómsmálaráðuneytinu bent á það í október að stafræn ökuskírteini væru auðfalsanleg

Í bréfi borgarstjórnar til ráðuneytisins segir að „áberandi fjöldi“ kjósenda hafi mætt á kjörstað í síðustu kosningum án skilríkja enda sé fólk vant því að greiða með farsímum. Sérstakur skanni tekinn í notkun vikum eftir að kosning utan kjörfundar hófst.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst 13. ágúst.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst 13. ágúst.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg taldi það nauð­syn­legt í októ­ber í fyrra að skoðun á því hvort útvega þyrfti búnað og gefa út leið­bein­ingar um notkun staf­rænna öku­skír­teina á kjör­stöðum þyrfti að fara fram tím­an­lega fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var frá skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjórnar til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins en Kjarn­inn hefur bréfið undir hönd­um. Í bréf­inu var einnig bent á það að öku­skír­teinin voru talin auð­fals­an­leg. Þá óskaði Reykja­vík­ur­borg eftir leið­bein­ingum varð­andi nýt­ingu staf­rænna öku­skír­teina til auð­kenn­ingar á kjós­endum í kom­andi kosn­ing­um.

„Af fjöl­miðlum að dæma hafa verið gefnir út tugir þús­unda raf­rænna öku­skír­teina. Í störfum sínum leit­ast kosn­inga­starfs­fólk Reykja­vík­ur­borgar við að vísa kjós­anda aldrei frá kjör­stað fyrr en í allra lengstu lög en ábyrgð­ar­keðja hinna raf­rænu öku­skír­teina þarf að liggja ljós fyrir ef ætl­unin er að taka þau gild á kjör­stað. Í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum eru hátt í 100 kjör­deildir og í for­seta­kosn­ingum sl. sumar mætti áber­andi fjöldi kjós­enda á kjör­stað án skil­ríkja enda fólk orðið vant því að greiða með snjallúrum og snjall­sím­um,“ segir meðal ann­ars í bréf­inu.

Þar kemur einnig fram að í leið­bein­ingum Reykja­vík­ur­borgar séu skil­ríki með mynd og kenni­tölu talin full­gild, þar með talin debet­kort.

Skanni kynntur til sög­unnar vikum eftir að kosn­ing hófst

Kjarn­inn hafði heim­ildir fyrir því að slíkt bréf hefði verið sent dóms­mála­ráðu­neyt­inu í fyrra og óskaði því eftir bréf­inu sem og svari við því hvernig dóms­mála­ráðu­neytið hefði brugð­ist við efni þess.

Auglýsing

Í skrif­legu svari frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu segir að brugð­ist hefði verið við ábend­ingum bréfs­ins með leið­bein­ingum um stað­reynslu skír­tein­anna. „Tæpum mán­uði fyrir næstu kosn­ingar bætt­ist síðan við skanni í far­síma sem getur gengið úr skugga um svo óyggj­andi sé að staf­ræn öku­skír­teini séu ófölsuð,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Þrátt fyrir að umræddur skanni hafi verið til­bú­inn um mán­uði fyrir kosn­ingar þá hefur utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðsla staðið yfir í lengri tíma, hún hófst þann 13. ágúst. Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu og starfs­fólki á kjör­stöðum sem Kjarn­inn hefur rætt við hófst notkun skann­ans í upp­hafi síð­ustu viku.

Starfs­fólki kennt að nota skann­ann á föstu­dag

Ekki hafa feng­ist nákvæm­ari upp­lýs­ingar um það hvenær skann­inn var tek­inn í notk­un, en ljóst er að skann­inn var ekki not­aður í hátt í þrjár vikur til þess að auð­kenna þá kjós­endur sem fram­vís­uðu staf­rænu öku­skír­teini á þeim stöðum þar sem hægt er að greiða atkvæði utan kjör­fund­ar. Í sam­tali blaða­manns við einn starfs­mann á kjör­stað kom fram að á föstu­dag hafi farið fram kennsla á notkun skann­ans á raf­rænum fundi. Starfs­mað­ur­inn benti þó á að skann­inn hefði verið not­aður með góðum árangri frá því í upp­hafi síð­ustu viku.

Ekki er hægt að full­yrða um fjölda þeirra kjós­enda sem kjósa að gera grein fyrir sér með staf­rænu öku­skír­teini þegar þeir gengu að kjör­borð­inu á því tíma­bili sem skann­inn var ekki í notk­un, enda er slíkt ekki skráð. Líkt og áður segir mætti „áber­andi fjöldi kjós­enda á kjör­stað án skil­ríkja“ í síð­ustu kosn­ingum og því má gefa sér að fjöldi þeirra sem nýtt hafa staf­ræn öku­skír­teini til að kjósa utan kjör­fundar sé tölu­verð­ur.

Kosn­inga­svindl mögu­legt fyrir til­komu skann­ans

Umræða um staf­rænu öku­skír­teinin og skanna, eða ein­hverja aðra lausn til að auð­kenna kjós­endur sem fram­vísa slíkum skír­tein­um, komst í hámæli í síð­ustu viku í kjöl­far greinar sem örygg­is­fyr­ir­tækið Syndis birti á vef sín­um. Í grein­inni var fjallað um örygg­is­galla skír­tein­anna og í grein­inni er því bein­línis haldið fram að hægt hafi verið að svindla í kosn­ing­unum sem nú eru hafnar utan kjör­fund­ar, áður en skann­inn kom til skjal­anna.

Fjallað er um nokkrar leiðir sem eru færar til þess að falsa skír­tein­in. Ein­faldasta leiðin er sú að breyta upp­lýs­ingum á skír­tein­inu með því að taka skjá­skot af því og breyta því sem fram kemur á skír­tein­inu. Það hafi ung­lingar til að mynda nýtt sér til þess að kom­ast inn á skemmti­staði án þess að hafa til þess ald­ur, líkt og fjallað var um í frétt á vef Vísi.

Svona líta stafrænu ökuskírteinin út. Nýji skanninn les QR-kóða skírteinisins og sker í kjölfarið úr um hvort skírteinið sé gilt eða ekki.Mynd: Stafrænt Ísland

Ólík­legt verður að telj­ast að slíkar fals­anir hefðu blekkt starfs­fólk kjör­staða því ekki er hægt að skoða bak­hlið öku­skír­tein­anna með sama hætti og gert er í raf­rænu veskj­unum sem geyma skír­teinin og þá er ekki hægt að upp­færa sér­stakan tíma­stimpil sem finna má á skír­tein­un­um, undir kóð­anum sem nýju skann­arnir skanna.

Gagn­rýna seina­gang Staf­ræns Íslands

Sam­kvæmt grein Syndis er lítið mál að kom­ast hjá því vanda­máli fyrir fólk sem hefur svolitla tækni­þekk­ingu, það sé vel mögu­legt að útbúa passa sem er með öllu sam­bæri­legur staf­ræna öku­skír­tein­inu. Eina leiðin til þess að sann­reyna hvort passi sé gildur sé með því að skanna QR-kóða hans.

Í grein­inni er seina­gangur Staf­ræns Íslands, sem ber ábyrgð á inn­leið­ingu staf­rænna öku­skír­teina, einnig gagn­rýndur og að því spurt hvers vegna það hafi tekið meira en ár að útbúa skann­ann, eina tólið sem hægt sé að nota til þess að ganga úr skugga um hvort staf­rænt öku­skír­teini sé gilt eður ei.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent