Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi

Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.

Eggert Þór Kristófersson.
Eggert Þór Kristófersson.
Auglýsing

Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son, sem var sagt upp sem for­stjóra smá­söluris­ans Festi í sum­ar, er kom­inn með nýtt stjórn­enda­starf. Hann hefur verið ráð­inn for­stjóri Land­eldis hf., fyr­ir­tækis sem vinnur að upp­bygg­ingu fisk­eldis á Íslandi sem stefnir að því að fram­leiða 33.500 tonn af laxi á landi árið 2028. Eins og er rekur Land­eldi hf. seiða­eld­is­stöð í Hvera­gerði og áframeld­is­stöð við Þor­láks­höfn á sam­tals yfir 33 hekt­ara svæði og hefur í dag öll til­skilin leyfi til að ala lax á landi. Félagið hefur borað eftir um 2.000 l/sek af jarð­sjó og tekið fjóra sjót­anka í notkun og verða þeir orðnir 14 tals­ins um næstu ára­mót. Lífmassi um næstu ára­mót er áætl­aður um 500 tonn. Félagið er nú með um 450 þús­und laxa í áframeldi og um 1,6 milljón í seiða­eldi. Um 25 manns vinna hjá félag­inu og um 50 starfs­menn hjá und­ir­verk­tök­um. 

Stærstu eig­endur Land­eldis eru fjár­fest­inga­fé­lagið Stoð­ir, sem á tæp­lega þriðj­ungs­hlut, Fram­herji hf.,. sem á 16,26 pró­sent hlut, og Fylla ehf. sem á 9,6 pró­sent. 

Egg­ert mun hefja störf í næstu viku.

Rek­inn en sagt að hann hefði sagt upp

Í byrjun júní ákvað stjórn Festi að reka Egg­ert úr starfi for­stjóra. Í kjöl­farið sendi stjórnin til­­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands þar sem sagt var að Egg­ert hefði sagt starfi sínu lausu. Það reynd­ist ekki rétt og Egg­ert sagði þeim hlut­höfum sem sam­­band höfðu að þannig væri í pott­inn búið. 

Auglýsing
Eftir mikla fjöl­miðlaum­­fjöllun ákvað stjórnin að senda frá sér aðra kaup­hall­­ar­til­kynn­ingu átta dögum síð­­­ar, þann 10. júní. Þar við­­ur­­kenndi hún að stjórnin hefði haft frum­­kvæði að því að óska eftir sam­tali við Egg­ert um starfs­­lok og að „við þær aðstæður óskaði for­­­stjóri eftir að fá að segja upp störfum í stað þess að honum yrði sagt upp, með hags­muni sjálf síns og félags­­­ins í huga. Var fall­ist á þá mála­­­leit­­an.“ Þetta er, sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, heldur ekki sann­­leik­­anum sam­­kvæmt. Egg­ert hefur sagt við þá hlut­hafa sem óskað hafa eftir að hann ræddi við þá um stöð­una að hann hafi verið rek­inn. Hreint og bein­t. 

Auk þess fékk Egg­ert þær skýr­ingar á upp­­­sögn­inni að í henni fælist tæki­­færi fyrir hann. Sjö ár í for­­stjóra­stól væri nægj­an­­legur tími, Egg­ert væri enn ungur maður og breyt­inga væri þörf. 

Í seinni til­­kynn­ing­unni var gefin önnur ástæða. Sam­keppni væri að aukast á öllum rekstr­­ar­sviðum félags­­ins og ólík verk­efni blöstu við. Það kall­aði á „nýja nálgun og nýjar hendur til að vinna verk­in.“

Fékk 76 millj­ónir króna í starfs­loka­samn­ing

Upp­sögnin hafði miklar afleið­ing­ar. Stórir hlut­hafar kröfð­ust þess að kosið yrði á ný í stjórn Festi, þrátt fyrir að aðal­fundur væri til­tölu­lega nýlega afstað­in. Það leiddi til þess þrír nýir stjórn­ar­menn komu inn eftir stjórn­ar­kjör sem fór fram í síð­asta mán­uði.

Þessi ólga breytti þó ekki stöðu Egg­erts. Búið var að segja honum upp og störfum hans fyrir Festi lauk um síð­ustu mán­aða­mót. 

Í árs­hluta­upp­gjöri Festi sem birt var undir lok júlí­mán­aðar kom fram að kostn­aður félags­ins vegna starfs­loka­­samn­ings við Egg­ert næmi um 76 millj­­ónum króna og að hann yrði allur bók­færður á þriðja árs­fjórð­ung­i. 

Miðað við þann 76 millj­­óna kostnað sem stjórn Festi áætlar mun Egg­ert Þór við starfs­lokin fá greiðslu sem nemur um fimmtán mán­að­­ar­­launum hans. Þá er miðað við með­­al­mán­að­­ar­­laun for­­stjór­ans eins og þau voru í fyrra, en þá voru þau um 4,9 millj­­ónir króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent