Stjórnvöld í Egyptalandi hafa formlega beðið stjórnvöld í Mexíkó afsökunar á mistökum sem ollu því að árás var gerð á hóp ferðamanna frá Mexíkó með þeim afleiðingum að tólf létust og eru tíu alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC kom forsætisráðherra Egyptalands, Ibrahim Mahlab, formlegri afsökunarbeiðni til sendiherra Mexíkó í Kaíró, höfuðborg Egyptalands.
Að sögn stjórnvalda í Egyptalandi var hópurinn þó að ferðast um svæði í eyðimörk sem sé stranglega bannað að ferðast um, en þar hefur stjórnarher Egyptalands barist við uppreisnarhópa í blóðugum bardögum.
Árásin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti en herinn skaut á fjóra bíla sem fólkið var í, þegar það var að keyra um Western eyðimörkina. Aðstandendur hópsins hafa fullyrt að þeir hafi haft leyfi til að ferðast um svæðið, en því eru stjórnvöld í Egyptalandi ekki sammála.