Eigandi Fréttablaðsins hagnaðist um 3,2 milljarða króna – Seldi í Bláa lóninu

Tvö félög Helga Magnússonar, sem á um 93 prósent hlut í einni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins, eiga á sjöunda milljarð króna í eigið fé. Þegar er búið að eyða 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlum og hlutafjáraukningar.

Helgi Magnússon seldi hlut sinn í Bláa lóninu í fyrra og hefur fjárfest umtalsvert í fjölmiðlarekstri.
Helgi Magnússon seldi hlut sinn í Bláa lóninu í fyrra og hefur fjárfest umtalsvert í fjölmiðlarekstri.
Auglýsing

Hof­garðar ehf., félag í eigu Helga Magn­ús­son­ar, hagn­að­ist um 3,2 millj­arða króna á árinu 2021. Meg­in­skýr­ing hagn­að­ins er sala á sex pró­senta hlut Hof­garða í Bláa lón­inu til fjár­fest­inga­fé­lags­ins Stoða í fyrra­haust. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag en Helgi er langstærsti eig­andi útgáfu­fé­lags þess, meðal ann­ars í gegnum Hof­garða. 

Þegar Stoðir keyptu hlut Hof­garða í Bláa lón­inu í sept­em­ber var kaup­verðið sagt trún­að­ar­mál. Eigið fé Hof­garða, sem fjár­festir í skráðum og óskráðum verð­bréf­um, var 2,9 millj­arðar króna í lok árs 2020 en er nú yfir sex millj­arðar króna sam­kvæmt frétt Frétta­blaðs­ins. 

Bláa lónið er óskráð félag en eign Hof­garða í slíkum var metin á rúm­lega einn millj­arð króna í lok árs 2020. Þekktar óskráðar eignir Hof­garða á þeim tíma voru helst tvær, sex pró­sent hlut­ur­inn í Bláa lón­inu og stór hlutur í Torgi, útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins, DV, Hring­brautar og tengdra miðla. Því má ljóst vera að hlutur Hof­garða í Bláa lón­inu hefur verið seldur langt yfir bók­færðu virð­i. 

Hof­garðar hafa ekki birt árs­reikn­ing sinn vegna árs­ins 2021 opin­ber­lega. Einu upp­lýs­ing­arnar sem liggja fyrir um gengi félags­ins á því ári eru þær sem birtar voru í Frétta­blað­inu í dag. 

Setti 300 millj­ónir í rekstur fjöl­miðla í byrjun árs

Hof­garðar keyptu nýtt hlutafé í Torgi fyrir 300 millj­ónir króna í byrjun árs. Skjölum vegna hluta­fjár­­aukn­ing­­ar­innar hefur ekki verið skilað til Skatts­ins en sam­kvæmt því sem fram kemur á heima­síðu fjöl­miðla­nefndar eiga Hof­garð­ar, sem eru alfarið í eigu Helga Magn­ús­son­ar, nú 60 pró­sent í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu. Það sem upp á vantar er í eigu félags­ins HFB-77 ehf., en annað félag Helga, Varð­berg ehf, er eig­andi 82 pró­sent hluta­fjár í því félagi. Hann á því beint 92,8 pró­sent hlut í Torg­i. Eigið fé Varð­bergs var 379 millj­ónir króna í lok árs 2020 og því má ætla að Helgi eigi eignir umfram skuldir sem slagi hátt í sjö millj­arða króna.

Auglýsing
Aðrir eig­endur þess eru Sig­­­urður Arn­gríms­­­son, fyrr­ver­andi aðal­­­eig­andi Hring­brautar og við­­­skipta­­­fé­lagi Helga til margra ára, Jón G. Þór­is­­­son, fyrr­ver­andi rit­­­stjóri Frétta­­­blaðs­ins, og Guð­­­­­­­mundur Örn Jóhanns­­­­­­­son, fyrr­ver­andi sjón­­­­­­­varps­­­­­­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­­­­­­kvæmda­­­­­­­stjóri sölu, mark­aðs­­­­­­­­mála og dag­­­­­­­­skrár­­­­­­­­gerðar hjá Torg­i. Hlutur ann­­arra en Helga er hverf­andi.

Heild­­ar­hlutafé Torgs ehf. nemur nú 750 millj­­ónum króna, sem allt hefur verið keypt á geng­inu tveimur fyrir sam­tals 1.500 millj­­ónir króna. 

Hóp­­­ur­inn keypti Torg í tveimur skrefum á árinu 2019. Kaup­verðið var trún­­­að­­­ar­­­mál en í árs­­­reikn­ingi HFB-77 ehf. fyrir árið 2019 má sjá að það félag keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­­­­­ónir króna á því ári. Torg var og er eina þekkta eign félags­­­ins.  Hlutafé í Torgi var svo aukið um 600 millj­­ónir króna í lok árs 2020. Með nýju hluta­fjár­­aukn­ing­unni er ljóst að settir hafa verið 1,5 millj­­arðar króna í kaup á Torgi og hluta­fjár­­aukn­ingar frá því að Helgi og sam­­starfs­­menn hans komu að rekstr­inum fyrir tveimur og hálfu ári. 

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­­em­ber í fyrra að rekstr­­­ar­tap Torgs, útgáfu­­­fé­lags Frétta­­­blaðs­ins, Hring­braut­­­ar, DV og tengdra miðla, var 688,7 millj­­­ónir króna á árinu 2020. Árið áður var rekstr­­­ar­tap félags­­­ins 197,3 millj­­­ónir króna og því nam sam­eig­in­­­legt rekstr­­­ar­tap þess á tveimur árum 886 millj­­­ónum króna. 

Þegar vaxta­­­gjöldum vegna lána sem Torg hefur þurft að borga af og geng­is­mun er bætt við kemur í ljós að tap af reglu­­­legri starf­­­semi fyrir skatta var um 750 millj­­­ónir króna á síð­­­asta ári og rúm­­­lega einn millj­­­arður króna á tveimur árum.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent