Eigandi Fréttablaðsins hagnaðist um 3,2 milljarða króna – Seldi í Bláa lóninu

Tvö félög Helga Magnússonar, sem á um 93 prósent hlut í einni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins, eiga á sjöunda milljarð króna í eigið fé. Þegar er búið að eyða 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlum og hlutafjáraukningar.

Helgi Magnússon seldi hlut sinn í Bláa lóninu í fyrra og hefur fjárfest umtalsvert í fjölmiðlarekstri.
Helgi Magnússon seldi hlut sinn í Bláa lóninu í fyrra og hefur fjárfest umtalsvert í fjölmiðlarekstri.
Auglýsing

Hof­garðar ehf., félag í eigu Helga Magn­ús­son­ar, hagn­að­ist um 3,2 millj­arða króna á árinu 2021. Meg­in­skýr­ing hagn­að­ins er sala á sex pró­senta hlut Hof­garða í Bláa lón­inu til fjár­fest­inga­fé­lags­ins Stoða í fyrra­haust. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag en Helgi er langstærsti eig­andi útgáfu­fé­lags þess, meðal ann­ars í gegnum Hof­garða. 

Þegar Stoðir keyptu hlut Hof­garða í Bláa lón­inu í sept­em­ber var kaup­verðið sagt trún­að­ar­mál. Eigið fé Hof­garða, sem fjár­festir í skráðum og óskráðum verð­bréf­um, var 2,9 millj­arðar króna í lok árs 2020 en er nú yfir sex millj­arðar króna sam­kvæmt frétt Frétta­blaðs­ins. 

Bláa lónið er óskráð félag en eign Hof­garða í slíkum var metin á rúm­lega einn millj­arð króna í lok árs 2020. Þekktar óskráðar eignir Hof­garða á þeim tíma voru helst tvær, sex pró­sent hlut­ur­inn í Bláa lón­inu og stór hlutur í Torgi, útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins, DV, Hring­brautar og tengdra miðla. Því má ljóst vera að hlutur Hof­garða í Bláa lón­inu hefur verið seldur langt yfir bók­færðu virð­i. 

Hof­garðar hafa ekki birt árs­reikn­ing sinn vegna árs­ins 2021 opin­ber­lega. Einu upp­lýs­ing­arnar sem liggja fyrir um gengi félags­ins á því ári eru þær sem birtar voru í Frétta­blað­inu í dag. 

Setti 300 millj­ónir í rekstur fjöl­miðla í byrjun árs

Hof­garðar keyptu nýtt hlutafé í Torgi fyrir 300 millj­ónir króna í byrjun árs. Skjölum vegna hluta­fjár­­aukn­ing­­ar­innar hefur ekki verið skilað til Skatts­ins en sam­kvæmt því sem fram kemur á heima­síðu fjöl­miðla­nefndar eiga Hof­garð­ar, sem eru alfarið í eigu Helga Magn­ús­son­ar, nú 60 pró­sent í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu. Það sem upp á vantar er í eigu félags­ins HFB-77 ehf., en annað félag Helga, Varð­berg ehf, er eig­andi 82 pró­sent hluta­fjár í því félagi. Hann á því beint 92,8 pró­sent hlut í Torg­i. Eigið fé Varð­bergs var 379 millj­ónir króna í lok árs 2020 og því má ætla að Helgi eigi eignir umfram skuldir sem slagi hátt í sjö millj­arða króna.

Auglýsing
Aðrir eig­endur þess eru Sig­­­urður Arn­gríms­­­son, fyrr­ver­andi aðal­­­eig­andi Hring­brautar og við­­­skipta­­­fé­lagi Helga til margra ára, Jón G. Þór­is­­­son, fyrr­ver­andi rit­­­stjóri Frétta­­­blaðs­ins, og Guð­­­­­­­mundur Örn Jóhanns­­­­­­­son, fyrr­ver­andi sjón­­­­­­­varps­­­­­­­stjóri Hring­brautar og nú fram­­­­­­­kvæmda­­­­­­­stjóri sölu, mark­aðs­­­­­­­­mála og dag­­­­­­­­skrár­­­­­­­­gerðar hjá Torg­i. Hlutur ann­­arra en Helga er hverf­andi.

Heild­­ar­hlutafé Torgs ehf. nemur nú 750 millj­­ónum króna, sem allt hefur verið keypt á geng­inu tveimur fyrir sam­tals 1.500 millj­­ónir króna. 

Hóp­­­ur­inn keypti Torg í tveimur skrefum á árinu 2019. Kaup­verðið var trún­­­að­­­ar­­­mál en í árs­­­reikn­ingi HFB-77 ehf. fyrir árið 2019 má sjá að það félag keypti hluta­bréf fyrir 592,5 millj­­­­­ónir króna á því ári. Torg var og er eina þekkta eign félags­­­ins.  Hlutafé í Torgi var svo aukið um 600 millj­­ónir króna í lok árs 2020. Með nýju hluta­fjár­­aukn­ing­unni er ljóst að settir hafa verið 1,5 millj­­arðar króna í kaup á Torgi og hluta­fjár­­aukn­ingar frá því að Helgi og sam­­starfs­­menn hans komu að rekstr­inum fyrir tveimur og hálfu ári. 

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­­em­ber í fyrra að rekstr­­­ar­tap Torgs, útgáfu­­­fé­lags Frétta­­­blaðs­ins, Hring­braut­­­ar, DV og tengdra miðla, var 688,7 millj­­­ónir króna á árinu 2020. Árið áður var rekstr­­­ar­tap félags­­­ins 197,3 millj­­­ónir króna og því nam sam­eig­in­­­legt rekstr­­­ar­tap þess á tveimur árum 886 millj­­­ónum króna. 

Þegar vaxta­­­gjöldum vegna lána sem Torg hefur þurft að borga af og geng­is­mun er bætt við kemur í ljós að tap af reglu­­­legri starf­­­semi fyrir skatta var um 750 millj­­­ónir króna á síð­­­asta ári og rúm­­­lega einn millj­­­arður króna á tveimur árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent