Eigendur Brúneggja stefna vegna fjögurra ára gamallar umfjöllunar

Meira en fjórum árum eftir að verðlaunaumfjöllun um Brúnegg birtist hefur þeim sem stóðu að umfjölluninni verið stefnt. Ritstjóri Kveiks segir að tilraunir Samherja til að sverta mannorð blaðamanna séu til skoðunar hjá alþjóðasamtökum blaðamanna.

Brúneggjamálið vakti mikla athygli síðla árs 2016. Fyrirtækið fór í þrot í kjölfar þess.
Brúneggjamálið vakti mikla athygli síðla árs 2016. Fyrirtækið fór í þrot í kjölfar þess.
Auglýsing

Eig­endur Brú­neggja hafa stefnt RÚV og Mat­væla­stofnun vegna umfjöll­unar um fyr­ir­tækið fyrir rúmum fjórum árum síð­an. Frá þessu greindi Þóra Arn­órs­dóttir í við­tali við Rás 2 í morg­un.

Þóra, sem er í dag rit­stjóri frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins Kveiks, sagði að stefnan hefði nýlega borist og að hún sé 45 blað­síð­ur. Lög­að­il­arnir sem stefna eru félögin Bali ehf. og Geysir fjár­fest­inga­fé­lag ehf., í eigu bræðr­anna sem áður áttu Brú­negg. Þrotabú Brú­neggja fram­seldi þeim allar skaða­bóta­kröfur auk þess sem stefnan fjallar um meint tjón sem stefn­end­urnir telja sig per­sónu­lega hafa orðið fyr­ir. Aðal­krafa þeirra er að skaða­bóta­skylda RÚV og Mat­væla­stofn­unar verði við­ur­kennd.

Þóra segir í við­tal­inu að mikil vinna fari í að verj­ast svona mál­sókn­um, sem hún hefur engar áhyggjur af að muni bera árang­ur. „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okk­ur. Við gerum ekk­ert annað á með­an. Við fram­leiðum ekki fréttir á með­an.“ Auð­vitað eigi fólk rétt á því að fara fyrir dóm­stóla til að sækja rétt sinn ef því finnst á sér brot­ið. „Þarna eru bara ekki for­sendur fyrir því.“

Tryggvi Aðal­björns­son fékk Blaða­manna­verð­laun árs­ins 2016 fyrir rann­sókn­ar­blaða­mennsku vegna umfjöll­unar sinnar um fyr­ir­tækið Brú­negg. Hægt er að horfa á umfjöll­un­ina í heild sinni hér.

Tekið til gjald­þrota­skipta 2017

Brú­negg var tekið til gjald­þrota­skipta snemma árs 2017. Það gerð­ist í kjöl­far þess að nær öll eggja­sala Brú­­neggja stöðv­­að­ist eftir að Kast­­ljós á RÚV fjall­aði um starf­­sem­ina og for­­­­dæma­­­­laus afskipti Mat­væla­­­­stofn­unar af eggja­­­­búum Brú­­­­neggja í nóv­­em­ber 2016. 

Auglýsing
Í þætt­inum kom fram að Brú­­­­negg hefði, að mati stofn­un­­­­ar­inn­­­­ar, blekkt neyt­endur árum saman með því að not­­­­ast við merk­ingar sem héldu því fram að eggja­fram­­­­leiðsla fyr­ir­tæk­is­ins væri vist­væn og að varp­hænur þess væru frjáls­­­­ar. Í krafti þess kost­uðu eggin um 40 pró­­­­sent meira en þau egg sem flögg­uðu ekki slíkri vott­un. Kast­­­­ljós fékk aðgang að gögnum um afskipti Mat­væla­stofn­unnar af Brú­­­­neggjum og í þeim kom í ljós að stofn­unin hafði í tæpan ára­tug haft upp­­­­lýs­ingar um að Brú­­­­negg upp­­­­­­­fyllti ekki skil­yrði sem sett voru fyrir því að merkja vörur sem vist­væn­­­­ar. Það væri því að blekkja neyt­end­­­­ur. Atvinn­u­­­­vega­ráðu­­­­neytið hafði líka þessar upp­­­­lýs­ing­­­­ar, en neyt­endum var ekki greint frá þeim.

Brú­­­­negg ehf. hafði hagn­­­­ast um tugi millj­­­­óna á ári síð­ustu árin sem fyr­ir­tækið var í starf­semi. Til að mynda var hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins tæp­­­­lega 42 millj­­­­ónir króna 2015 og tæp­­­­lega 30 millj­­­­ónir árið 2014. Sam­tals var hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins á árunum 2009 til 2016 vel yfir tvö hund­ruð millj­­­­ónir króna. Bræð­­­­urnir Krist­inn Gylfi Jóns­­­­son og Björn Jóns­­­­son áttu fyr­ir­tækið í gegnum einka­hluta­­­­fé­lög sín, og þessi félög högn­uð­ust sam­an­lagt um tæp­­­­lega hund­rað millj­­­­ónir króna 2015.

Allar stærstu versl­un­­­ar­keðjur lands­ins, þar á meðal lág­vöru­versl­anarisarnir Bónus og Krón­an, tóku Brú­­­negg úr sölu hjá sér eftir Kast­­­ljós-þátt­inn og fyrir vikið hrundu tekjur fyr­ir­tæk­is­ins mjög hratt, sem leiddi til gjald­þrots snemma árs 2017.

Her­ferð Sam­herja á hendur Helga og Aðal­steini

Þóra ræddi líka Sam­herj­a­málið svo­kall­aða í við­tal­inu í morg­un, en Kveikur greindi í nóv­em­ber 2019 frá meintum mútu­greiðsl­um, skattsvik­um, pen­inga­þvætti og öðrum mögu­legum brotum sem grunur er um að framin hafi verið í alþjóð­legri starf­semi Sam­herja, sér­stak­lega í tengslum við umsvif fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. 

­Sam­herji brást mjög harka­lega við umfjöll­un­inni og hefur meðal ann­ars látið fram­leiða röð mynd­banda þar sem látið er að því liggja að Kveikur hafi sýnt af sér óvönduð vinnu­brögð og að ann­ar­legar hvatir frétta­mann­anna sem unnu umfjöll­un­ina hafi verið ráð­andi í henn­i. 

Þóra segir að þetta séu óvenju harka­leg við­brögð. Það vinni vissu­lega eng­inn í þætti eins og Kveik, þar sem stungið er á kýl­um, til að afla sér sér­stakra vin­sælda. Frétta­menn þátt­ar­ins taki hins vegar almanna­hags­muna­gæslu­hlut­verk sitt mjög alvar­lega. Til þess þurfi þykkan skráp og standa með því sem við­kom­andi er að gera hverju sinni. „Sam­herji fer út fyrir öll mörk með þess­ari her­ferð á hendur Helga Seljan og Aðal­steini Kjart­ans­syn­i,“ segir Þóra.

Hún segir að Sam­herja hafi alltaf staðið til boða að koma sínum sjón­ar­miðum á fram­færi í þátt­unum sem fjalla um starf­semi fyr­ir­tæk­is, en því hafi alltaf verið hafn­að. „Þess í stað fara þeir þessa leið að birta mynd­bönd á Youtube með ómældu fjár­magni til að sverta mann­orð blaða­mann­anna.“

Þetta hafi áhrif á aðra blaða­menn ómeð­vit­að, að mati Þóru og geti stuðlað að sjálfs­rit­skoð­un. Að þeir hugsi með sér að þeir nenni ekki að standa í svona áreiti. „Spáið í því að vera með ein­hvern spæj­ara, Jón Ótt­ar, alltaf á kaffi­hús­inu þínu á morgn­anna, hvís­landi að þér „ég veit hvert upp­ljóstr­ar­inn í Namib­íu­mál­inu er flutt­ur“ og send­andi skila­boð, ógn­andi, á Messen­ger og sms.“

Þetta er nýtt í íslensku fjöl­miðlaum­hverfi, segir Þóra. „Það er ástæða fyrir því að alþjóð­leg sam­tök blaða­manna hafa verið að skoða þetta mál vegna þess að þetta er ekki eðli­legt fram­koma í garð blaða­manna.“ 

Aðspurð vildi hún ekki segja hvað fælist í þeirri athug­un. Það væri ekki hennar að lýsa því frek­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent