Einkunn Sjálfstæðisflokksins í kvarða Ungra umhverfissinna hækkuð í 21 stig af 100

Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fjórðu lægstu einkunn allra stjórnmálaflokka vegna stefnu sinnar í umhverfis- og loftlagsmálum en var áður með þriðju lægstu einkunnina.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Ungir umhverf­is­sinnar hafa hækkað ein­kunn Sjálf­stæð­is­flokks­ins á kvarða sem þeir bjuggu til og gefur stjórn­mála­flokk­unum ein­kunn fyrir stefnu þeirra í umhverf­is- og lofts­lags­málum fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk upp­haf­leg 5,3 stig af 100 mögu­legum en hefur nú verið hækk­aður í 21 stig. Hægt er að sjá hér hvaða stig það voru sem breytt­ust.

Við það fær­ist hann úr því að vera með þriðju lægstu ein­kunn­ina, á undan Flokki fólks­ins og Mið­flokki sem fengu eitt stig hvor, í að vera með þá fjórðu lægstu, á undan Fram­sókn­ar­flokknum (13 stig) lík­a. 

Ungir umhvers­sinnar rýndu í stefnur flokk­anna og gáfu þeim svo í kjöl­farið ein­kunn á skal­anum 0 upp í 100. Þeir kynntu nið­ur­stöður sínar 3. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Kvarð­inn skipt­ist í þrjá hluta og fást 40 stig að hámarki fyrir áherslur í lofts­lags­mál­um, 30 stig fyrir nátt­úru­vernd og 30 stig fyrir hringrás­ar­sam­fé­lag. Píratar fengu alls 81,2 stig, Vinstri græn fengu 80,3 stig og Við­reisn fékk 76,3 stig.

Þeir flokkar sem næstir koma voru Sam­fylk­ingin með 48,8 stig og Sós­í­alista­flokkur með 37 stig. 

Tóku ekki til­lit til álykt­unar frá 2018

Ungir umhverf­is­sinnar sendu frá sér til­kynn­ingu í gær­kvöldi þar sem fram kemur að í kjöl­far ábend­ingar frá Sjálf­stæð­is­flokknum hafi komið í ljós að gögn frá flokknum voru ekki með­höndluð með réttum hætti. „Ungir umhverf­is­sinnar harma þessi mis­tök og biðja Sjálf­stæð­is­flokk­inn afsök­unar á þeim.“ 

Auglýsing
Ferli verk­efn­is­ins var þannig að kallað var eftir ákveðnum gögnum frá flokk­un­um, nöfn þeirra afmáð af þeim og þver­fag­legt teymi ungra fræði­kvenna sem allar eru í fram­halds­námi í umhverf­is- og sjálf­bærni­fræðum síðan fengnar til að fara yfir gögn­in. Gætt var að því að hver sá aðili sem að vinn­unni kæmi væri ekki með tengsl innan stjórn­mála­flokk­anna.

Í til­kynn­ingu Ungra umhverf­is­sinna segir að þau mis­tök hafi verið gerð að mats­að­ilar skildu sem svo að gögn sem bár­ust frá Sjálf­stæð­is­flokknum væru upp­færð gögn frá þeim sem þeim hafði áður borist frá flokkn­um. „Því voru ein­ungis nýsam­þykktar álykt­anir mál­efna­nefnda af flokks­ráðs­fundi teknar með í mat­ið, en ályktun umhverf­is- og sam­göngu­nefndar frá lands­fundi flokks­ins árið 2018 ekki notuð til grund­vallar mats­ins.

Eftir að mis­tökin upp­götv­uð­ust voru mats­að­ilar látnir fara aftur yfir stiga­gjöf Sjálf­stæð­is­flokks­ins, við það mat var einnig tekið til­lit til álykt­ana umhverf­is- og sam­göngu­nefndar frá lands­fundi flokks­ins árið 2018. Við yfir­ferð­ina bætt­ust 15,7 stig við stiga­gjöf flokks­ins, og er því upp­færð loka­ein­kunn Sjálf­stæð­is­flokks­ins 21 stig (af 100 mögu­leg­um).“

Hægt er að sjá upp­færða ein­kunn­art­öflu hér að neð­an:

Uppfærð einkunnartafla.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meðalverð flugmiða með Ryanair stendur nú í 40 til 50 Evrum og segir O‘Leary að búast megi við því að það hækki í 60 Evrur.
Forstjóri Ryanair boðar ringulreið í flugbransanum næstu árin
Michael O‘Leary segir flugferðir orðnar of ódýrar fyrir það sem þær eru og að dæmið gangi því einfaldlega ekki upp.
Kjarninn 3. júlí 2022
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl
Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.
Kjarninn 3. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
Kjarninn 3. júlí 2022
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.
Kjarninn 3. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent