Einkunn Sjálfstæðisflokksins í kvarða Ungra umhverfissinna hækkuð í 21 stig af 100

Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fjórðu lægstu einkunn allra stjórnmálaflokka vegna stefnu sinnar í umhverfis- og loftlagsmálum en var áður með þriðju lægstu einkunnina.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Ungir umhverf­is­sinnar hafa hækkað ein­kunn Sjálf­stæð­is­flokks­ins á kvarða sem þeir bjuggu til og gefur stjórn­mála­flokk­unum ein­kunn fyrir stefnu þeirra í umhverf­is- og lofts­lags­málum fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk upp­haf­leg 5,3 stig af 100 mögu­legum en hefur nú verið hækk­aður í 21 stig. Hægt er að sjá hér hvaða stig það voru sem breytt­ust.

Við það fær­ist hann úr því að vera með þriðju lægstu ein­kunn­ina, á undan Flokki fólks­ins og Mið­flokki sem fengu eitt stig hvor, í að vera með þá fjórðu lægstu, á undan Fram­sókn­ar­flokknum (13 stig) lík­a. 

Ungir umhvers­sinnar rýndu í stefnur flokk­anna og gáfu þeim svo í kjöl­farið ein­kunn á skal­anum 0 upp í 100. Þeir kynntu nið­ur­stöður sínar 3. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Kvarð­inn skipt­ist í þrjá hluta og fást 40 stig að hámarki fyrir áherslur í lofts­lags­mál­um, 30 stig fyrir nátt­úru­vernd og 30 stig fyrir hringrás­ar­sam­fé­lag. Píratar fengu alls 81,2 stig, Vinstri græn fengu 80,3 stig og Við­reisn fékk 76,3 stig.

Þeir flokkar sem næstir koma voru Sam­fylk­ingin með 48,8 stig og Sós­í­alista­flokkur með 37 stig. 

Tóku ekki til­lit til álykt­unar frá 2018

Ungir umhverf­is­sinnar sendu frá sér til­kynn­ingu í gær­kvöldi þar sem fram kemur að í kjöl­far ábend­ingar frá Sjálf­stæð­is­flokknum hafi komið í ljós að gögn frá flokknum voru ekki með­höndluð með réttum hætti. „Ungir umhverf­is­sinnar harma þessi mis­tök og biðja Sjálf­stæð­is­flokk­inn afsök­unar á þeim.“ 

Auglýsing
Ferli verk­efn­is­ins var þannig að kallað var eftir ákveðnum gögnum frá flokk­un­um, nöfn þeirra afmáð af þeim og þver­fag­legt teymi ungra fræði­kvenna sem allar eru í fram­halds­námi í umhverf­is- og sjálf­bærni­fræðum síðan fengnar til að fara yfir gögn­in. Gætt var að því að hver sá aðili sem að vinn­unni kæmi væri ekki með tengsl innan stjórn­mála­flokk­anna.

Í til­kynn­ingu Ungra umhverf­is­sinna segir að þau mis­tök hafi verið gerð að mats­að­ilar skildu sem svo að gögn sem bár­ust frá Sjálf­stæð­is­flokknum væru upp­færð gögn frá þeim sem þeim hafði áður borist frá flokkn­um. „Því voru ein­ungis nýsam­þykktar álykt­anir mál­efna­nefnda af flokks­ráðs­fundi teknar með í mat­ið, en ályktun umhverf­is- og sam­göngu­nefndar frá lands­fundi flokks­ins árið 2018 ekki notuð til grund­vallar mats­ins.

Eftir að mis­tökin upp­götv­uð­ust voru mats­að­ilar látnir fara aftur yfir stiga­gjöf Sjálf­stæð­is­flokks­ins, við það mat var einnig tekið til­lit til álykt­ana umhverf­is- og sam­göngu­nefndar frá lands­fundi flokks­ins árið 2018. Við yfir­ferð­ina bætt­ust 15,7 stig við stiga­gjöf flokks­ins, og er því upp­færð loka­ein­kunn Sjálf­stæð­is­flokks­ins 21 stig (af 100 mögu­leg­um).“

Hægt er að sjá upp­færða ein­kunn­art­öflu hér að neð­an:

Uppfærð einkunnartafla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent