Markus Persson, sem varð einn ríkasti maður Norðurlanda þegar hann seldi fyrirtækið sem hann stofnaði, Minecraft, til Microsoft fyrir 2,5 milljarða Bandaríkjadala, segir að honum hafi aldrei verr en nú, eftir að hann eignaðist alla þessa peninga.
Persson fjallar með opinskáum hætti um líðan sína á Twitter aðgangi sínum, og segir að hann sé í dag nær alveg einangraður og gangi illa að eiga eðlileg samskipti við fólk. Þeir sem áður voru vinir hans hafi margir hverjir snúið við honum baki og sumir séu reiðir út í hann fyrir að hafa selt fyrirtækið sem hann stofnaði.
Persson, sem hefur orð á sér fyrir að vera afburða fær forritari, hefur lifað hátt frá því að hann fékk tæplega 300 milljarða króna fyrir fyrirtækið, og stundað partýin óspart, samkvæmt Quartz.
„Þegar við seldum fyrirtækið þá fór mesta vinnan í að tryggja hagsmuni starfsmanna, en þeir hata mig allir núna,“ segir Persson í einni Twitter færslunni. Þá segist hann hafa hitt yndislega konu sem hafi ekki viljað lífstílinn sem honum tilheyrði og valdi fremur að hitta „venjulegan“ mann.
The problem with getting everything is you run out of reasons to keep trying, and human interaction becomes impossible due to imbalance.
— Markus Persson (@notch) August 29, 2015
The problem with getting everything is you run out of reasons to keep trying, and human interaction becomes impossible due to imbalance.
— Markus Persson (@notch) August 29, 2015
Found a great girl, but she's afraid of me and my life style and went with a normal person instead.
— Markus Persson (@notch) August 29, 2015
Hanging out in ibiza with a bunch of friends and partying with famous people, able to do whatever I want, and I've never felt more isolated.
— Markus Persson (@notch) August 29, 2015