„Engin laus orka“ í vinnslukerfi Landsvirkjunar

Landsvirkjun getur ekki tjáð sig um orkuvinnslu annarra fyrirtækja „en ef lausa orku er að finna á raforkumarkaðnum þá er hana að finna hjá einhverjum öðrum aðila en Landsvirkjun,“ segir framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun.

Vatnsárið var gott austanlands og Hálslón Kárahnjúkavirkjunar fylltist í haust. Aðra sögu er að segja af vatnsbúskapnum sunnanlands.
Vatnsárið var gott austanlands og Hálslón Kárahnjúkavirkjunar fylltist í haust. Aðra sögu er að segja af vatnsbúskapnum sunnanlands.
Auglýsing

Það kemur Gunn­ari Guðna Tómassyni, fram­kvæmda­stjóra vatns­afls hjá Lands­virkj­un, „veru­lega á óvart“ að í aðsendri grein for­stjóra Orku­veitu Reykja­víkur á Vísi í gær skuli fjallað um vatns­bú­skap og skerð­ingar Lands­virkj­unar og „ýjað að því að til sé næg vinnslu­geta í raf­orku­kerfi lands­manna til að full­nægja orku­skiptum fram­tíð­ar­inn­ar“.

Gunnar Guðni skrifar í grein sem birt var á Vísi í morg­un, laug­ar­dag, að mik­il­vægt sé að vanda alla umræðu sem snýr að orku­ör­yggi þjóð­ar­innar og hvernig sé hægt að tryggja „nauð­syn­leg orku­skipti fram­tíð­ar­innar og jafn­framt að byggja þá umræðu á stað­reynd­um“.

Auglýsing

Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, skrif­aði í grein sinni á Vísi að að stutta svarið við spurn­ing­unni um hvort raf­magns­skortur væri á Íslandi, væri já – ann­ars þyrfti ekki að skerða afhend­ingu á raf­magni til stórnot­enda. „Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkj­­anir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær.“ Ekki væri nóg að byggja nýja vatns­­afls­­virkjun eða reisa vind­­myllur til að koma í veg fyrir skerð­ingu á raf­­­magni eða að olía sé notuð í fiski­­mjöls­verk­smiðj­­um. Raf­­­magns­vinnsla úr vatni eða vindi væri sveiflu­­kennd. “Meðan við stýrum ekki veðr­inu verða sveiflur í afköstum vatns­­afls­­virkj­ana og vind­­myllna.“

Að halda því fram að „virkja þurfi ósköpin öll og virkja strax til að við eigum raf­magn á bíl­ana okk­ar“ hafi verið jafn rangt á meðan þreng­ingar voru í efna­hags­líf­inu vegna heims­far­ald­urs og það væri nú.

Gunnar Guðni bendir á að Lands­virkjun vinni og selji yfir 70 pró­sent af raf­orku á Íslandi og reki stærsta vinnslu­kerfi lands­ins, kerfi sem „for­stjóri OR virð­ist hafa miklar skoð­anir á hvernig hægt sé að reka“.

Stað­reyndin sé sú að orku­vinnslu­kerfi Lands­virkj­unar er full selt um þessar mund­ir. Við­skipta­vinir hafi hins vegar ákveð­inn sveigj­an­leika, mis­mik­inn eftir samn­ing­um, til að full­nýta ekki samn­ing­ana þegar illa árar hjá þeim. Á móti hefur Lands­virkjun sveigj­an­leika til skerð­inga þegar illa árar í vatns­bú­skapn­um. „Orku, sem er þegar samn­ings­bundin við­skipta­vin­um, er ekki hægt að nýta í orku­skipti fram­tíð­ar­inn­ar.“

Gunnar Guðni Tómasson. Mynd: Landsvirkjun

Mikil eft­ir­spurn er nú eftir raf­orku í land­inu og hefur hún vaxið mjög hratt und­an­farnar vikur og mán­uði. „Með þess­ari miklu eft­ir­spurn eftir raf­orku er vinnslu­kerfi Lands­virkj­unar fullselt og í raun er veru­leg umfram­eft­ir­spurn eftir raf­orku um þessar mundir sem ekki er hægt að mæta,“ skrifar Gunn­ar. „Þetta á við jafn­vel þótt vatns­bú­skapur væri eins og í með­al­ári og vinnslu­geta Lands­virkj­unar væri óskert.“

Við núver­andi aðstæður sé því engin laus orka í vinnslu­kerfi Lands­virkj­un­ar. „Við hjá Lands­virkjun getum ekki tjáð okkur um orku­vinnslu ann­arra fyr­ir­tækja á raf­orku­mark­aði á Íslandi. En ef lausa orku er að finna á raf­orku­mark­aðnum þá er hana að finna hjá ein­hverjum öðrum aðila en Lands­virkj­un.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent