Einn er látinn og þrír særðir eftir skotárás á Háskólann í Arizona, en í honum eru 25 þúsund nemendur. Deilur milli tveggja hópa innan skólans stigmögnuðust, á bílstæði á háskólasvæðinu, þar til átján ára gamall piltur dró upp byssu, skaut einn til bana og særði þrjá. Lögregla handtók hann skömmu síðar, eftir að hann gafst upp þar sem hann var umkringdur lögreglumönnum.
Forseti skólans, Rita Cheng, segir að tilvikið sé einangrað og að skólahald verði áfram eins og ekkert hafi í skorist. Sorg sé í hjörtum allra þeirra sem séu í skólanum, segir í frétta breska ríkisútvarpsins BBC.
Í síðustu viku skaut byssumaður níu til bana í skólanum Umpqua Community College í Oregon ríki áður en hann tók líf sitt, eftir skotbardaga við lögreglu. Hann hafði lengi glímt við geðsjúkdóma en átti safn af byssum, sem hann hafði orðið sér út um með löglegum hætti.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst heimsækja skólasvæðið í Oregon á næstunni, en hann hefur kallað eftir því, að byssulöggjöfinni verði breytt í Bandaríkjunum, til þess að vinna gegnum ótrúlegum fjölda skotárása.
https://www.youtube.com/watch?v=6wHrpspY9xI