Enn stefnt að því að skila úttektinni til þingsins í þessum mánuði

Ríkisendurskoðandi segir að ennþá sé stefnt að því að skila úttekt á sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka til forseta Alþingis núna í ágústmánuði. Þá má vænta þess að þingmenn verði kallaðir úr sumarfríi til að fara yfir málin.

Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun reiknar enn með því að skila for­seta Alþingis skýrslu um sölu á 22,5 pró­senta hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka í þessum mán­uði, en þetta kemur fram í skrif­legu svari Guð­mundar Björg­vins Helga­sonar rík­is­end­ur­skoð­anda við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Um er að ræða stjórn­sýslu­út­tekt á söl­unni, sem fór fram fór með lok­uðu útboði til alls 207 fjár­festa, sem greiddu rík­inu 52,65 millj­arða króna fyrir hlut­inn í bank­an­um.

Guð­mundur Björg­vin segir í svari til Kjarn­ans að það ráð­ist af með­förum Alþingis hvenær skýrslan verði birt en til stendur að þing verði kallað saman til þess að fara yfir málið þegar skýrslan lendir og þing­menn þá kall­aðir úr sum­ar­fr­íum sín­um, sem að öðrum kosti myndu vara til 13. sept­em­ber.

Fyrst átti verkið að klár­ast í lok júní

Eins og aðrar skýrslur frá Rík­is­end­ur­skoðun verður úttektin tekin til umfjöll­unar í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is. Upp­­haf­­lega átti skýrslu­­gerðin að klár­­ast í júní, en síðar var boðað að skýrslan yrði ekki til­búin fyrr en seint í júlí­mán­uði.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra bað for­m­­­lega um að Rík­is­end­ur­skoðun myndi ráð­ast í verkið þann 7. apríl síð­­­ast­lið­inn. Í bréfi ráðu­­­­neyt­is­ins þar sem bónin um skýrslu­gerð­ina var sett fram kom fram að umræða hefði skap­­­­ast um hvort fram­­­­kvæmd söl­unnar hafi verið í sam­ræmi við áskilnað laga og upp­­­­­­­legg stjórn­­­­­­­valda sem borið var undir fjár­­­­laga­­­­nefnd og efna­hags- og við­­­­skipta­­­­nefnd Alþingis til umsagn­­­­ar. Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoðun ákvað dag­inn eft­ir að verða við beiðn­­­­inni.

Auglýsing

Í bréfi sem stofn­unin sendi til Bjarna vegna þess sagði að „áætlun um afmörkun og fram­­­­kvæmd úttekt­­­­ar­innar hefur ekki farið fram en hún mun verða end­­­­ur­­­­skoðuð eftir því sem úttekt­inni vindur fram. Í því sam­­­­bandi er ítrekað að skv. 3. mgr. 1. gr. fram­an­­­­greindra laga er rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­andi sjálf­­­­stæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlut­verki sínu sam­­­­kvæmt lög­­­­un­­­­um. Stefnt er að því að nið­­­­ur­­­­staða úttekt­­­­ar­innar verði birt í opin­berri skýrslu til Alþingis í jún­­­í­mán­uði 2022.“

Á þessum tíma­punkti átti Alþingi enn eftir að kjósa nýjan rík­is­end­ur­skoð­anda, en Guð­mundur Björg­vin var starf­andi rík­is­end­ur­skoð­andi á þessum tíma og var að end­ingu kos­inn nýr rík­is­end­ur­skoð­andi þann 9. júní.

73 pró­sent lands­manna töldu að skipa þyrfti rann­sókn­ar­nefnd Alþingis

Sú ákvörðun Bjarna Bene­dikts­­­sonar að fela Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun að gera úttekt á banka­­­söl­unni var harð­­­lega gagn­rýnd af sumum stjórn­­­­­ar­and­­­stöð­u­­­þing­­­mönn­um, sem vildu láta skipa rann­­­sókn­­­ar­­­nefnd Alþingis með víð­tæk­­­ari heim­ildir til að fara ofan í saumana á söl­unn­i.

Í grein sem Jóhann Páll Jóhanns­­­son, þing­­­maður Sam­­­fylk­ing­­­ar­inn­­­ar, birti á Kjarn­­­anum í apríl sagði meðal ann­­­ars: „Það má vel vera að Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoðun sé ágæt­­­­lega til þess fallin að yfir­­­­fara ákveðna þætti er varða söl­una á Íslands­­­­­­­banka. En ef ætl­­­­unin er að rann­saka atburð­ina frá mörgum hlið­um, laga­­­­leg­um, sið­­­­ferð­i­­­­leg­um, póli­­­­tískum og stjórn­­­­­­­sýslu­­­­leg­um, og „velta við öllum stein­um“ eins og jafn­­­­vel stjórn­­­­­­­ar­liðar kalla eftir er hins vegar ljóst að rann­­­­sókn­­­­ar­heim­ildir Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­unar duga skammt og verk­efnið fellur bein­línis illa að starfs­sviði stofn­un­­­­ar­inn­­­­ar. Þá er óheppi­­­­legt að úttektin fari fram sam­­­­kvæmt sér­­­­stakri beiðni frá fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sama manni og hefur for­­­­göngu um banka­­­­söl­una sem er til athug­un­­­­ar.“

Í könnun sem Gallup birti seint í apríl kom fram að 73,6 pró­­­­sent lands­­­­manna teldu að það ætti að skipa rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd en 26,4 pró­­­­sent taldi nægj­an­­­­legt að Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoðun gerði úttekt á söl­unni.

Kjós­­­­endur Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins skáru sig úr þegar kom að þessu, en 74 pró­­­­sent þeirra voru á því að úttekt Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­unar nægði til. Tæp­­­­lega þriðj­ungur kjós­­­­enda hinna stjórn­­­­­­­ar­­­­flokk­anna var á þeirri skoðun en um tveir þriðju á því að skipa þyrfti rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd. Ekki þarf að koma á óvart að kjós­­­­endur stjórn­­­­­­­ar­and­­­­stöð­u­­­­flokka voru nær allir á því að rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd væri nauð­­­­syn­­­­leg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent