Fá loforð um breytingar í kosningastefnu Vinstri grænna

Kosningastefna Vinstri grænna er fremur almennt orðuð um flesta hluti, nema helst loftslagsmál, þar sem vilji er til að ganga lengra en nú er. Flokkurinn vill að barnabætur nái til fleiri en þær gera í dag og skoða þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt.

Bjarni Jónsson oddviti VG í NV-kjördæmi og Katrín Jakobsdóttir flokksformaður á landsþinginu um liðna helgi.
Bjarni Jónsson oddviti VG í NV-kjördæmi og Katrín Jakobsdóttir flokksformaður á landsþinginu um liðna helgi.
Auglýsing

Efst á blaði í kosn­inga­á­herslum Vinstri grænna, sem mark­aðar voru á lands­þingi flokks­ins um liðna helgi, er að það skipti máli hverjir stjórni, en það var einnig yfir­skrift lands­þings­ins sjálfs. Flokk­ur­inn segir að það þurfi að „láta verkin tala, leysa úr ágrein­ingi og vera reiðu­búin að gera mála­miðl­anir til að árangri fyrir sam­fé­lagið allt.“

Í kosn­inga­stefnu flokks­ins er margt almennt orðað og fá bein­hörð lof­orð um aðgerðir sett fram, en hið sama á raunar við um kosn­inga­stefnur hinna stjórn­ar­flokk­anna tveggja, sem hafa nýverið verið kynnt­ar.

Kjarn­inn kíkti á það helsta sem Vinstri græn settu inn í kosn­inga­stefnu­skrá sína á dög­un­um.

Skoða skuli þrepa­skipt­ingu fjár­magnstekju­skatts

Um skatta­mál segir að skatt­kerfið eigi að nýta að til að jafna kjör og meta skuli kosti þess að taka upp þrepa­skipt­ann fjár­magnstekju­skatt, líkt og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og flokks­for­maður viðr­aði fyrir skemmstu.

Einnig segir að skatt­kerfið eigi að styðja við mark­mið Íslands í lofts­lags­mál­um, án þess að það sé nánar útskýrt. Skatt­kerfið á sömu­leiðis að vera rétt­látt og ekki veita nein tæki­færi á skattaund­anskot­um, sam­kvæmt stefnu flokks­ins.

Vilja minnka losun um 60 pró­sent fyrir 2030

Vinstri græn segja að Ísland eigi að vera í far­ar­broddi er kemur að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, „með tíma­settri áætlun um orku­skipti í sam­göng­um, þunga­flutn­ing­um, sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði og bygg­ing­ar­iðn­að­i,“ sem miði að því að Ísland verði óháð jarð­efna­elds­neyti árið 2045. Það er einna helst í þessum kafla kosn­inga­á­herslna VG sem finna má ein­hver tölu­sett mark­mið.

Vinstri græn segj­ast vilja að mark­mið Íslands um sam­drátt í losun verði upp­færð og stefnt verði að því að minnka losun um a.m.k. 60 pró­sent árið 2030 og að Ísland verði kolefn­is­hlut­laust eigi síðar en árið 2040.

Flokk­ur­inn segir að leggja skuli áherslu á fjöl­breytta sam­göngu­máta og að tryggja þurfi orku­skipti í almenn­ings­sam­göngum sam­hliða efl­ingu þeirra.

Auglýsing

„Græn teng­ing milli höf­uð­borg­ar­svæðis og Kefla­vík­ur­flug­vallar verði eitt af for­gangs­mál­un­um. Flýta þarf upp­bygg­ingu Borg­ar­línu. Efla þarf almenn­ings­sam­göngur um land allt og gera þær að raun­hæfum val­kost­i,“ segir í kosn­inga­á­herslum flokks­ins.

Barna­bætur nái til fleiri

Vinstri græn segj­ast vilja vinna gegn fátækt barna og bæta hag tekju­lægri fjöl­skyldna með því að láta barna­bætur ná til fleiri en þær gera í dag. Ekki kemur fram í stefn­unni hver skerð­ing­ar­mörk barna­bóta ættu að vera, að mati flokks­ins.

Flokk­ur­inn seg­ist einnig vilja auka stuðn­ing við félags­legt hús­næði, fjölga almennum íbúðum og gera rétt­látar úrbætur á fram­færslu­kerfi öryrkja, þar sem tekju­lægstu hóp­arnir og öryrkjar með börn verði í for­gangi.

Vinstri græn segj­ast sömu­leiðis vilja efla opin­bera heil­brigð­is­kerfið og lækka kostnað sjúk­linga með því að afnema öll komu­gjöld í heilsu­gæsl­unni og lækka gjöld fyrir aðra heil­brigð­is­þjón­ustu, lyf og hjálp­ar­tæki. Þá seg­ist flokk­ur­inn vilja auð­velda sveigj­an­leg starfs­lok og stuðla að „sam­tali kyn­slóð­anna um stór og lítil mál“ auk þess að vinna gegn ein­mana­leika aldr­aðra.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður VG. Mynd: Steinþór Rafn Matthíasson

Flokk­ur­inn seg­ist vilja skapa ný og fjöl­breytt græn störf og koma í veg fyrir atvinnu­leysi. Einnig vilja Vinstri græn halda áfram að styrkja rann­sókn­ir, nýsköpun og skap­andi greinar og segja næsta skref eiga að vera „að styrkja enn betur við Rann­sókna­sjóð og Tækni­þró­un­ar­sjóð og gera var­an­legar breyt­ingar til að fjölga starfs­launum lista­manna.“

Vinstri græn segja háskóla vera und­ir­stöðu sterk­ari þekk­ing­ar­geira og að tryggja þurfi sam­bæri­lega fjár­mögnun þeirra og tíðkast ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Þetta áherslu­mál er í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur, en markið var sett á að ná þessu tak­marki fyrir árið 2025. Það er „komið vel á veg“, sam­kvæmt mati stjórn­valda sjálfra.

Flokk­ur­inn segir að styðja þurfi betur við inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu, vinna tíma­setta áætlun um efl­ingu líf­rænnar fram­leiðslu, auka stuðn­ing við græn­met­is­rækt og tryggja mat­væla­ör­yggi þjóð­ar­inn­ar.

„Sann­gjarnt gjald“ af nýt­ingu auð­linda

Í stefnu Vinstri grænna segir að þau sem nýta auð­lindir í þjóð­ar­eign, „hvort sem það er land, orka, sjáv­ar­auð­lindin eða ann­að, þurfa að greiða sann­gjarnt gjald af þeirri nýt­ingu“ og að Alþingi eigi að tryggja auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá ásamt skýru ákvæði um umhverf­is- og nátt­úru­vernd.

Eins og fjallað hefur verið um hefur orða­lagið í lands­fund­ar­sam­þykktum flokks­ins varð­andi stjórn­ar­skrár­breyt­ingar verið túlkað sem „kúvend­ing“ Vinstri grænna í stjórn­ar­skrár­mál­um, en Katrín Odds­dóttir for­maður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins benti á það um helg­ina að í stefnu flokks­ins frá árinu 2017 hefði verið fjallað um að ljúka þeirri vinnu sem hófst með þjóð­fund­inum 2010 og klára nýja stjórn­ar­skrá sem byggði á til­lögum stjórn­laga­ráðs.

Verndun 30 pró­sent svæða á landi og hafi fyrir 2030

Vinstri Græn segja Ísland geta náð „ein­stökum árangri í nátt­úru­vernd á alþjóða­vísu með því að vernda óbyggð víð­erni“ og vill flokk­ur­inn stefna að því að 30 pró­sent svæða á landi og hafi verði vernduð fyrir árið 2030.

„Áfram þarf að vinna að stofnun þjóð­garðs á mið­há­lendi Íslands og þjóð­garðs á Vest­fjörð­um. Slíkir þjóð­garðar eru einnig mik­il­vægir til að tryggja vernd jarð­fræði­legrar og líf­fræði­legrar fjöl­breytn­i,“ segir í kosn­inga­stefnu flokks­ins.

Auglýsing

Þar segir einnig að afgreiða þurfi 3. áfanga ramma­á­ætl­unar og end­ur­skoða lög­gjöf­ina um ramma­á­ætl­un. Einnig segir flokk­ur­inn að það þurfi að end­ur­skoða stærð­ar­við­mið virkj­ana­fram­kvæmda þar sem „mega­vött eru ómark­tækur mæli­kvarði á umhverf­is­á­hrif“, auk þess sem halda þurfi áfram að end­ur­skoða reglu­verk vegna vind­orku.

Rétt­ar­staða brota­þola verði betur tryggð

Vinstri græn segj­ast vilja halda áfram því verk­efni að útrýma kyn­bundnu ofbeldi og tryggja betur rétt­ar­stöðu þolenda kyn­bund­ins ofbeld­is, kyn­ferð­is­of­beldis og áreitni með „skýrum laga­breyt­ingum og mark­vissri fram­kvæmd.“

Flokk­ur­inn seg­ist líka vilja stíga „stór skref“ í að útrýma kyn­bundnum launa­mun, meðal ann­ars með því að „end­ur­meta störf kvenna­stétta“ og tryggja það að Ísland standi við heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna um fullt jafn­rétti kynj­anna fyrir árið 2030.

Þá seg­ist flokk­ur­inn vilja brúa bilið á milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla. Næsta skrefið í þeim efn­um, nú þegar búið er að lengja fæð­ing­ar­or­lof­ið, sé „að gera tíma­setta áætlun í sam­starfi við sveit­ar­fé­lögin um hvernig leik­skól­arnir geta tekið við börnum að loknu fæð­ing­ar­or­lofi.“

Þá segir flokk­ur­inn að tryggja þurfi aðgengi að iðn- og verk­námi um allt land og að stefna skuli að því að leggja af sér­stök skóla­gjöld í list­námi. Vinstri græn vilja líka að fram­halds­skóla­nemar hafi meiri sveig­an­leika í lengd náms, til þess að þeir hafi aukið svig­rúm til fjöl­breytni og félags­starfs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent