Ívar Páll Jónsson listamaður svarar sjö spurningum:
Hvað gleður þig mest þessa dagana?
Fjölskyldan mín, sem er komin hingað til New York til að styðja mig.
Hvert er þitt helsta áhugamál?
Ég fæ heilaóeirð ef ég get ekki gripið í gítarinn í nokkra daga, til að klambra saman melódíum. Ég er líka sífellt að leita að nýjum og spennandi tónlistarmönnum og þegar það tekst tek ég mér gjarnan nokkrar vikur í að hlusta á allt sem þeir hafa gert.
Hvaða bók lastu síðast?
Ábyrgðarkver Gunnlaugs bróður míns.
Hvert er þitt uppáhaldslag?
The Cult of Ray með Frank Black.
Til hvaða ráðherra berðu mest traust?
Mín sjálfs, að svo miklu leyti sem ég fæ að vera ráðherra í eigin lífi.
Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara?
Ástralíu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Flokkadrættir og skotgrafahernaður í þjóðmálaumræðunni. Hvernig væri að ræða bara málefnin?