Fáir liggja límdir yfir stjórnmálafréttum klukkustundum saman

Langstærstur hluti almennings segist hafa varið innan við klukkustund á dag í að fylgjast með fréttum og fréttatengdu efni um innlend stjórnmál á undanförnum vikum.

Samkvæmt niðurstöðum ÍSKOS sem birtar eru í samráði við Félagsvísindastofnun HÍ eru fáir sem segjast fylgjast með stjórnmálafréttum eða tengdu efni í meira en klukkustund á dag.
Samkvæmt niðurstöðum ÍSKOS sem birtar eru í samráði við Félagsvísindastofnun HÍ eru fáir sem segjast fylgjast með stjórnmálafréttum eða tengdu efni í meira en klukkustund á dag.
Auglýsing

Lang­flestir Íslend­ingar virð­ast verja innan við klukku­tíma á dag í að fylgj­ast með fréttum eða frétta­tengdu efni um íslensk stjórn­mál, þrátt fyrir að kosn­inga­bar­áttan sé nú í hámæli og kosn­ingar til Alþingis fari fram eftir 10 daga.

Sam­kvæmtnið­ur­stöðum úr yfir­stand­andi net­könnun á vegum Íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­innar (ÍS­KOS) sem birt­ast á vef Félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands segj­ast tæp 80 pró­sent lands­manna varið innan við klukku­tíma í að fylgj­ast með fréttum eða frétta­tengdu efni um inn­lend stjórn­mál sól­ar­hring­inn áður en þau voru spurð.

Síð­ustu 14 daga segj­ast 8,5 pró­sent ekki hafa varið svo mikið sem einni mín­útu í að fylgj­ast með stjórn­mál­unum í frétt­um, 40 pró­sent segj­ast hafa varið minna en 30 mín­útum í að fylgj­ast með og 30,2 segja að minna en klukku­tími af þeirra degi hafi farið í frétta­neysl­una.

Rúm­lega 21 pró­sent svar­enda segj­ast síðan hafa varið yfir klukku­stund í að fylgj­ast með fréttum eða frétta­tengdu efni um stjórn­mála­bar­átt­una sem nú stendur yfir, en óhætt er að segja að fram­boðið af fréttum og frétta­tengdum þáttum í sjón­varpi, vef­varpi, útvarpi og jafn­vel hlað­varpi hafi verið mikið und­an­farnar vik­ur.

Yngsta fólkið og það elsta lík­leg­ast til að fylgj­ast mest með

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar er það yngsta fólk­ið, í ald­urs­hópnum 18-29 ára, og elsta fólk­ið, 60 ára og eldri, sem er lík­leg­ast til þess að verja yfir klukku­stund af tíma sínum í að fylgj­ast með fréttum eða frétta­tengdu efni af stjórn­mál­un­um.

Auglýsing

Í ald­urs­hópnum 18-29 ára seg­ist rúmur fjórð­ung­ur, eða 26,3 pró­sent, verja meira en einni klukku­stund í að fylgj­ast með og tæpur fjórð­ung­ur, eða 24,2 pró­sent þeirra sem eru komin yfir sex­tugs, segj­ast gera slíkt hið sama.

Hjá þeim sem eru á bil­inu 30-44 ára mælist þetta sama hlut­fall 16,9 pró­sent og 17,2 pró­sent hjá þeim sem eru 45-59 ára.

Hátt í 13 pró­sent höfðu rætt pólítík á net­inu dag­inn áður

Í könnun ÍSKOS er einnig spurt út í það hvort fólk hafi tekið þátt í umræðum um inn­lend stjórn­mál á sam­fé­lags­miðlum und­an­far­inn sól­ar­hring, til dæmis með því að skrifa ummæli við færslur eða með því að deila fréttum sem snúa að stjórn­mál­um.

Í ljós kemur að það segj­ast fáir hafa gert, eða ein­ungis 12,6 pró­sent, en 87,4 pró­sent segj­ast ekki hafa tekið þátt í stjórn­mála­um­ræðu á net­inu und­an­far­inn sól­ar­hring.

Nokkuð mik­ill munur er á körlum og konum hvað þetta varð­ar, en 16,1 pró­sent karla segj­ast hafa tekið þátt í umræðum á net­inu und­an­far­inn sól­ar­hring og 8,8 pró­sent kvenna.

Tekið skal fram að þegar rýnt er í nið­ur­stöð­urnar eftir ald­urs­hópum eru svörin stundum fá, eða færri en 250, í hverjum hópi og því skal ef til vill var­ast að lesa of mikið í nið­ur­stöð­urn­ar.

Yfir­stand­andi könnun

Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands birti í gær nýja síðu með nið­ur­stöðum úr Íslensku kosn­inga­rann­sókn­inni um kosn­inga­ætlan almenn­ings, auk nið­ur­staðna um svörin við spurn­ing­unum sem er fjallað um hér að ofan og afstöðu til þess hver helstu stefnu­málin eru í hugum kjós­enda. Nið­ur­stöð­urnar um kosn­inga­ætlan í kom­andi kosn­ingum eru þegar byrj­aðar að vigta inn í kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­son­ar.

Niðurstaðan í könnun Félagsvísindastofnunar og ÍSKOS um kosningaætlan. Byggt á 2080 svörum sem borist hafa undanfarna 22 daga.

Þessi könnun er ólík öðrum sem eru í gangi núna fyrir kosn­ingar að því leyti að hún upp­fær­ist dag­lega, en á hverjum ein­asta degi er könn­unin send á 184 ein­stak­linga sem svara því hvað þeir myndu kjósa ef gengið væri til kosn­inga í dag.

Fylgi flokka og sömu­leiðis svörin við þeim spurn­ingum sem fjallað er um hér að ofan hnikast því lít­il­lega til á hverjum degi og hægt er að merkja hvernig þró­unin er, sam­kvæmt mæl­ing­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent