Stoðir hagnast um 12,6 milljarða á hálfu ári

Hraðar verðhækkanir á hlutabréfum skráðra félaga hérlendis hafa reynst Stoðum vel síðustu mánuðina. Tekjur félagsins af fjárfestingum sínum námu tæpum 13 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins.

Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða
Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða
Auglýsing

Heild­ar­hagn­aður Stoða á fyrri hluta árs­ins nam 12,6 millj­örðum króna og er hann aðal­lega til­kom­inn vegna hækk­unar á hluta­bréfa­verði skráðra félaga í Kaup­höll­inni. Þetta kemur fram í nýbirtu árs­hluta­upp­gjöri félags­ins.

Sam­kvæmt reikn­ingnum keypti félagið eigin bréf fyrir 1,4 millj­arða króna á tíma­bil­inu. Heild­ar­virði eigin fjár þess hefur því hækkað um rúma 11 millj­arða á tíma­bil­inu og nemur nú tæpum 43 millj­örðum króna.

Hluta­bréf hækkað um helm­ing í virði

Langstærsti hluti fjár­fest­inga Stoða, eða um 35 millj­arðar króna af 39 millj­örð­um, eru í skráðum félögum hér­lend­is. Þær voru nær allar í þremur félögum - Arion banka, Kviku og Sím­an­um, í lok júní. Stoðir er stærsti ein­staki hlut­hafi Sím­ans og Kviku banka, auk þess sem félagið er stærsti einka­fjár­festir­inn í Arion banka.

Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Keld­unni hefur virði eign­ar­hlutar Stoða í þessum félögum hækkað um 12,7 millj­arða það sem af er ári. Þar vega þyngst bréfin í Arion banka, sem hafa hækkað um tæp 83% frá árs­byrj­un, en hluta­bréf í Sím­anum og Kviku hafa einnig hækkað um 40 pró­sent á tíma­bil­inu. Sam­an­lagt hefur virði eign­ar­hluta Stoða í þessum félögum auk­ist um rúman helm­ing frá árs­byrj­un.

Hagn­aður Stoða á síð­asta árs­helm­ingi er tæp­lega tvö­falt meiri en hagn­aður félags­ins á öllu síð­asta ári. Leita þarf aftur til árs­ins 2014 til að finna sam­bæri­legan hagnað á einu ári og á síð­asta árs­helm­ingi. Alls hefur eigið fé félags­ins rúm­lega þre­fald­ast á fjórum og hálfu ári, úr 12 millj­örðum í 42 millj­arða króna.

Keyptu í Bláa lón­inu

Líkt og Kjarn­inn greindi frá í síð­ustu viku keyptu Stoðir hlut Helga Magn­ús­son­ar, eig­anda Frétta­blaðs­ins, í Bláa lón­inu. Kaup­verðið var trún­að­ar­mál, en miðað við verð­möt hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins má ætla að Helgi hafi selt hlut­inn sinn á 2,3 til 2,5 millj­arða króna.

Eign­ar­halds­fé­lagið S121 ehf., sem er í eigu Jóns Sig­urðs­son­ar, for­stjóra Stoða, ásamt Björgu Fen­ger eig­in­konu hans og fjöl­skyldu hennar og öðrum fjár­festum með tengsl við gamla FL Group, á meiri­hluta í Stoð­um. Á meðal ann­arra hlut­hafa eru hluta­bréfa­sjóðir á vegum Stefn­is, Íslands­banki, og Mótás hf., sem er í eigu Berg­þórs Jóns­sonar og Fritz Hend­rik Bernd­sen. Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, á einnig hlut í félag­inu ásamt eig­in­konu sinni, Ágústu Mar­gréti Ólafs­dótt­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hótelið á hafsbotni
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokki