Stoðir hagnast um 12,6 milljarða á hálfu ári

Hraðar verðhækkanir á hlutabréfum skráðra félaga hérlendis hafa reynst Stoðum vel síðustu mánuðina. Tekjur félagsins af fjárfestingum sínum námu tæpum 13 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins.

Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða
Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða
Auglýsing

Heildarhagnaður Stoða á fyrri hluta ársins nam 12,6 milljörðum króna og er hann aðallega tilkominn vegna hækkunar á hlutabréfaverði skráðra félaga í Kauphöllinni. Þetta kemur fram í nýbirtu árshlutauppgjöri félagsins.

Samkvæmt reikningnum keypti félagið eigin bréf fyrir 1,4 milljarða króna á tímabilinu. Heildarvirði eigin fjár þess hefur því hækkað um rúma 11 milljarða á tímabilinu og nemur nú tæpum 43 milljörðum króna.

Hlutabréf hækkað um helming í virði

Langstærsti hluti fjárfestinga Stoða, eða um 35 milljarðar króna af 39 milljörðum, eru í skráðum félögum hérlendis. Þær voru nær allar í þremur félögum - Arion banka, Kviku og Símanum, í lok júní. Stoðir er stærsti einstaki hluthafi Símans og Kviku banka, auk þess sem félagið er stærsti einkafjárfestirinn í Arion banka.

Auglýsing

Samkvæmt upplýsingum frá Keldunni hefur virði eignarhlutar Stoða í þessum félögum hækkað um 12,7 milljarða það sem af er ári. Þar vega þyngst bréfin í Arion banka, sem hafa hækkað um tæp 83% frá ársbyrjun, en hlutabréf í Símanum og Kviku hafa einnig hækkað um 40 prósent á tímabilinu. Samanlagt hefur virði eignarhluta Stoða í þessum félögum aukist um rúman helming frá ársbyrjun.

Hagnaður Stoða á síðasta árshelmingi er tæplega tvöfalt meiri en hagnaður félagsins á öllu síðasta ári. Leita þarf aftur til ársins 2014 til að finna sambærilegan hagnað á einu ári og á síðasta árshelmingi. Alls hefur eigið fé félagsins rúmlega þrefaldast á fjórum og hálfu ári, úr 12 milljörðum í 42 milljarða króna.

Keyptu í Bláa lóninu

Líkt og Kjarninn greindi frá í síðustu viku keyptu Stoðir hlut Helga Magnússonar, eiganda Fréttablaðsins, í Bláa lóninu. Kaupverðið var trúnaðarmál, en miðað við verðmöt hluthafa fyrirtækisins má ætla að Helgi hafi selt hlutinn sinn á 2,3 til 2,5 milljarða króna.

Eignarhaldsfélagið S121 ehf., sem er í eigu Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða, ásamt Björgu Fenger eiginkonu hans og fjölskyldu hennar og öðrum fjárfestum með tengsl við gamla FL Group, á meirihluta í Stoðum. Á meðal annarra hluthafa eru hlutabréfasjóðir á vegum Stefnis, Íslandsbanki, og Mótás hf., sem er í eigu Bergþórs Jónssonar og Fritz Hendrik Berndsen. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, á einnig hlut í félaginu ásamt eiginkonu sinni, Ágústu Margréti Ólafsdóttur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokki