Stoðir hagnast um 12,6 milljarða á hálfu ári

Hraðar verðhækkanir á hlutabréfum skráðra félaga hérlendis hafa reynst Stoðum vel síðustu mánuðina. Tekjur félagsins af fjárfestingum sínum námu tæpum 13 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins.

Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða
Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða
Auglýsing

Heild­ar­hagn­aður Stoða á fyrri hluta árs­ins nam 12,6 millj­örðum króna og er hann aðal­lega til­kom­inn vegna hækk­unar á hluta­bréfa­verði skráðra félaga í Kaup­höll­inni. Þetta kemur fram í nýbirtu árs­hluta­upp­gjöri félags­ins.

Sam­kvæmt reikn­ingnum keypti félagið eigin bréf fyrir 1,4 millj­arða króna á tíma­bil­inu. Heild­ar­virði eigin fjár þess hefur því hækkað um rúma 11 millj­arða á tíma­bil­inu og nemur nú tæpum 43 millj­örðum króna.

Hluta­bréf hækkað um helm­ing í virði

Langstærsti hluti fjár­fest­inga Stoða, eða um 35 millj­arðar króna af 39 millj­örð­um, eru í skráðum félögum hér­lend­is. Þær voru nær allar í þremur félögum - Arion banka, Kviku og Sím­an­um, í lok júní. Stoðir er stærsti ein­staki hlut­hafi Sím­ans og Kviku banka, auk þess sem félagið er stærsti einka­fjár­festir­inn í Arion banka.

Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Keld­unni hefur virði eign­ar­hlutar Stoða í þessum félögum hækkað um 12,7 millj­arða það sem af er ári. Þar vega þyngst bréfin í Arion banka, sem hafa hækkað um tæp 83% frá árs­byrj­un, en hluta­bréf í Sím­anum og Kviku hafa einnig hækkað um 40 pró­sent á tíma­bil­inu. Sam­an­lagt hefur virði eign­ar­hluta Stoða í þessum félögum auk­ist um rúman helm­ing frá árs­byrj­un.

Hagn­aður Stoða á síð­asta árs­helm­ingi er tæp­lega tvö­falt meiri en hagn­aður félags­ins á öllu síð­asta ári. Leita þarf aftur til árs­ins 2014 til að finna sam­bæri­legan hagnað á einu ári og á síð­asta árs­helm­ingi. Alls hefur eigið fé félags­ins rúm­lega þre­fald­ast á fjórum og hálfu ári, úr 12 millj­örðum í 42 millj­arða króna.

Keyptu í Bláa lón­inu

Líkt og Kjarn­inn greindi frá í síð­ustu viku keyptu Stoðir hlut Helga Magn­ús­son­ar, eig­anda Frétta­blaðs­ins, í Bláa lón­inu. Kaup­verðið var trún­að­ar­mál, en miðað við verð­möt hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins má ætla að Helgi hafi selt hlut­inn sinn á 2,3 til 2,5 millj­arða króna.

Eign­ar­halds­fé­lagið S121 ehf., sem er í eigu Jóns Sig­urðs­son­ar, for­stjóra Stoða, ásamt Björgu Fen­ger eig­in­konu hans og fjöl­skyldu hennar og öðrum fjár­festum með tengsl við gamla FL Group, á meiri­hluta í Stoð­um. Á meðal ann­arra hlut­hafa eru hluta­bréfa­sjóðir á vegum Stefn­is, Íslands­banki, og Mótás hf., sem er í eigu Berg­þórs Jóns­sonar og Fritz Hend­rik Bernd­sen. Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, á einnig hlut í félag­inu ásamt eig­in­konu sinni, Ágústu Mar­gréti Ólafs­dótt­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi: Verðbólgan ekki vegna lóðaskorts
Meintur lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu er ekki ástæða þess að fasteignaverð hefur hækkað, að mati hagfræðiprófessors sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokki