Ríkissaksóknari Namibíu segir Samherjamenn vera í „veiðitúr“

Saksóknari í Samherjamálinu í Namibíu hafnar því alfarið að Jóhannes Stefánsson uppljóstrari muni ekki koma til landsins og bera vitni í málinu sem þar er rekið.

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari hefur margsagt að hann muni fara til Namibíu og bera vitni.
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari hefur margsagt að hann muni fara til Namibíu og bera vitni.
Auglýsing

Martha Imalwa rík­is­sak­sókn­ari Namibíu telur að íslenskir sak­born­ingar í Sam­herj­a­mál­inu í Namibíu séu, með full­yrð­ingum sínum um að Jóhannes Stef­áns­son upp­ljóstr­ari muni ekki koma til lands­ins að bera vitni, að reyna að veiða fram upp­lýs­ingar um það hvað ger­ist er Jóhannes kemur til lands­ins.

„Þetta virð­ist vera veiði­túr til þess að kom­ast að því hvaða skil­yrði eða laga­lega fyr­ir­komu­lag verðir við­haft varð­andi Hr. Stef­áns­son er hann kemur til Namibíu og ber vitn­i,“ segir sak­sókn­ar­inn meðal ann­ars í við­brögðum sínum við eið­svar­inni yfir­lýs­ingu frá Ingvari Júl­í­us­syni, fjár­mála­stjóra hjá Sam­herj­a­sam­stæð­unni, fyrir namibískum dóm­stól­um. Þar er nú tek­ist á um kyrr­setn­ing­ar­kröfu sem ákæru­valdið hefur lagt fram á hendur sak­born­ingum í mál­in­u.

Imalwa segir að mál­flutn­ingur Sam­herj­a­manna um að Jóhannes komi ekki byggi á órök­studdum full­yrð­ingum og get­gát­um, en Jóhannes sjálfur hefur ítrekað sagt að hann ætli sér að koma til lands­ins og bera vitni.

„Ég fór í þetta til að klára þetta og ég mun vitna í öllum mál­un­um. Það er ekk­ert sem að stoppar mig. Rann­sak­endur í Namibíu eru ekki í nokkrum vafa um að ég muni koma," sagði Jóhannes við Stund­ina í upp­hafi mán­að­ar.

Efstur á vitna­lista ákæru­valds­ins

Í nýrri grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ar­ans sem birt var á vef namibískra dóm­stóla í vik­unni má einmitt sjá vitna­lista ákæru­valds­ins í mál­inu.

Auglýsing

Þar er nafn Jóhann­esar efst á blaði, en ljóst er að mála­til­bún­aður yfir­valda í Namibíu í mál­inu gegn þar­lendum áhrifa­mönnum hvílir að miklu leyti á vitn­is­burði Jóhann­es­ar, auk þeirra gagna sem hann lét yfir­völdum þar í landi og hér á landi í té um meintar mútu­greiðsl­ur.

Segir Ísland ekki geta hafnað fram­sali manna sem eru ekki á Íslandi

Í málsvörn Sam­herj­a­manna hefur verið byggt á því að sökum þess að armur lag­anna í Namibíu hafi ekki haft hendur í hári Íslend­ing­anna þriggja sé ekki hægt að ganga lengra með málið gegn þeim, þar sem ekki sé hægt að sækja þá til saka í Namibíu nema til þeirra náist.

Rík­is­sak­sókn­ar­inn hafnar því að búið sé að tæma allar leiðir sem namibísk yfir­völd hafa til þess að reyna að nálg­ast Íslend­ing­ana þrjá og segir jafn­framt ekk­ert koma í veg fyrir að þeir verði síðar dregnir fyrir dóm, þó það yrði í öðru rétt­ar­haldi en því sem nú er í und­ir­bún­ingi.

Hún segir enn­fremur að ekki sé hægt að túlka bréf sem fékkst frá emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara á Íslandi, um að Íslend­ingar yrðu ekki fram­seldir héðan til Namibíu, sem form­lega höfnun um fram­sal mann­anna þriggja, enda geti Íslend­ingar ekki hafnað fram­sali manna sem ekki séu staddir á Íslandi.

Ákæru­valdið í Namibíu hefur áður lýst því að það hafi reynst erfitt að hafa upp á stað­setn­ingu mann­anna þriggja, sem eru fyrr­ver­andi stjórn­endur félaga á vegum Sam­herja í Namib­íu. Auk áður­nefnds Ingv­ars eru þeir Egill Helgi Árna­son og Aðal­steinn Helga­son sak­born­ingar í mál­inu ytra.

Dóms­mála­ráðu­neyti sagt draga lapp­irnar

Í frétt á vef blaðs­ins Namibian í dag segir reyndar frá því að rann­sak­endur hjá ACC, namibísku spill­ing­ar­lög­regl­unni, séu orðnir lang­eygir eftir því að dóms­mála­ráðu­neyti lands­ins sendi form­lega beiðni um fram­sal mann­anna til Íslands.

Erna van der Merwe, næstæðsti yfir­maður spill­ing­ar­lög­regl­unnar segir að stað­fest­ing hafi þegar feng­ist á því frá hér­aðs­sak­sókn­ara á Íslandi að tveir af þremur mann­anna dvelji hér á landi og að dóms­mála­ráðu­neyt­ið, sem hafi form­legar beiðnir til ann­arra landa á sinni könnu, eigi að hætta að spá í því hvar menn­irnir séu og ein­fald­lega koma fram­sals­beiðn­inni til Íslands. Í frétt blaðs­ins kemur fram að dóms­mála­ráðu­neytið líti svo á að fram­sals­beiðnin sé ein­ungis forms­at­riði, sem svar þurfi að fást við, þrátt fyrir að það blasi við að það verði nei­kvætt.

Dóms­mála­ráðu­neytið kýs þó, sam­kvæmt frétt blaðs­ins sem vitnar til bréfa­skrifta á milli ráðu­neytis og spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar, fremur að fara þá leið að gefa út alþjóð­lega hand­töku­skipun vegna Íslend­ing­anna þriggja. Í frétt Namibian kemur enn­fremur fram að ráð­herra alþjóða­sam­skipta í rík­is­stjórn lands­ins hafi átt fund með íslenskum sendi­herra þar sem skýr svör hafi feng­ist um að íslenskir rík­is­borg­arar verði ekki fram­seld­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent