Fara fram á að tölvupóstum frá Íslandi og vitnisburði Jóhannesar verði vísað frá

Lögmaður á vegum Samherjafélaga í Namibíu hefur sett fram kröfu um að nýjum sönnunargögnum sem sett voru fram í sumar og vitnisburði uppljóstrarans Jóhannessar Stefánssonar verði ekki meðal sönnunargagna í málinu sem þar er rekið.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sést hér með nokkrum samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sést hér með nokkrum samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Auglýsing

Lög­maður á vegum félaga Sam­herja í dóms­mál­inu sem rekið er í Namibíu um þessar mundir hefur farið fram á það að tölvu­póstar, sem emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara á Íslandi sendi namibískum rann­sak­end­um, verði ekki á meðal sönn­un­ar­gagna í mál­inu og ekki heldur vitn­is­burður Jóhann­esar Stef­áns­sonar upp­ljóstr­ara.

Þetta kemur fram í dóm­skjali sem birt­ist í vef­gátt namibískra dóm­stóla undir lok ágúst­mán­að­ar. Þar segir lög­maður sex namibískra félaga sem voru í að minnsta kosti hluta­eigu Sam­herja; Esja Hold­ing, Mermaria Seafood, Saga Seafood, Heinaste Invest­ment, Saga Invest­ment og Esja Invest­ment, að tölvu­póstar, sem sóttir voru á vef­þjóna Sam­herja af hálfu emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara hér á landi og síðan sendir til namibískra rann­sak­enda fyrr á þessu ári, eigi ekki að telj­ast tæk sönn­un­ar­gögn í mál­inu.

Nýju sönn­un­ar­gögnin hafi komið of seint fram

Lög­mað­ur­inn full­yrð­ir, fyrir hönd skjól­stæð­inga sinna, að sak­sókn­ar­inn hafi ekki heim­ild til þess að reiða sig á þessi gögn, sem fyrst voru sett fram inn í dóms­málið í Namibíu undir lok júlí­mán­aðar og fylgdu með eið­svar­inni yfir­lýs­ingu rann­sak­anda hjá namibísku spill­ing­ar­lög­regl­unni.

Hann segir meðal ann­ars að gögnin hefðu þurft að koma fyrr fram til þess að geta talist gild sönn­un­ar­gögn í mál­inu og sakar rík­is­sak­sókn­ara Namibíu um að hafa vís­vit­andi setið á þeim.

Erfitt er að sjá hvernig það fær stað­ist, því sam­kvæmt und­ir­skrift lög­gilds skjala­þýð­anda í Reykja­vík voru gögnin ein­ungis þýdd af íslensku yfir á ensku í upp­hafi sum­ars áður en þau voru svo send til Namibíu á dulkóð­uðu USB-drifi. Það er löngu eftir að rík­is­sak­sókn­ar­inn lagði fram grein­ar­gerð sína í mál­inu, þar sem farið var yfir það hvernig málið blasti við ákæru­vald­inu. Það gerði sak­sókn­ar­inn, Martha Imalwa, undir lok síð­asta árs.

Í þessum gögnum sem send voru frá Íslandi má meðal ann­ars finna, eins og Kjarn­inn sagði frá í upp­hafi ágúst­mán­að­ar, tölvu­póst frá 2011 þar sem Aðal­steinn Helga­son, lyk­il­maður í inn­reið Sam­herja í namibískan sjáv­ar­út­veg, viðr­aði það við Jóhannes Stef­áns­son og Ingvar Júl­í­us­son að á ein­hverjum tíma­punkti gæti það farið að skipta máli „að múta einum af leið­togum þess­ara manna“. Aðal­steinn átti við þá namibísku áhrifa­menn sem meintar mútu­greiðslur runnu síðan til af reikn­ingum félaga í Sam­herj­a­sam­stæð­unni.

Tíma­setn­ingin á fram­lagn­ingu þess­ara gagna er ekki það eina sem athuga­semdir eru gerðar við af hálfu lög­manns­ins, heldur hnýtir hann einnig í forms­at­riði, sem sögð eru í ósam­ræmi við namibískar rétt­ar­regl­ur. Þannig segir lög­mað­ur­inn til dæmis að með gögn­unum sem tekin voru saman á Íslandi vanti vott­orð frá þar til bæru stjórn­valdi hér­lendis um að gögnin skuli við­ur­kennd fyrir dómi í Namib­íu.

Auglýsing

Sömu­leiðis gerir lög­mað­ur­inn athuga­semdir við þýð­ing­una á gögn­un­um, en lög­gilti skjala­þýð­and­inn hér á Íslandi lét þess getið að hluti tölvu­póst­anna hefði verið á ensku og hann hefði því ekki þýtt hvert ein­asta orð. Gerðar eru athuga­semdir við að þess sé ekki getið hvað var upp­runa­lega á ensku og hvað ekki.

Þá gerir lög­mað­ur­inn líka athuga­semdir við það sem ekki hefur verið lagt fram í mál­inu. Hann segir sak­sókn­ara hafa hand­valið tölvu­pósta til þess að leggja fram sem sönn­un­ar­gögn.

Vitn­is­burður Jóhann­esar skuli strik­aður út

Í kröfu lög­manns­ins er einnig óskað eftir því að vitn­is­burður Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, sem mikið af mála­til­bún­aði ákæru­valds­ins í Namibíu styðst við, verði með öllu strik­aður út sem sönn­un­ar­gögn í mál­inu.

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari. Mynd: Skjáskot/RÚV

Krafan byggir á því, sam­kvæmt því sem fram kemur í dóm­skjal­inu, að Jóhannes muni ekki koma til Namibíu til þess að bera vitni, eða að lík­urnar á því séu svo litl­ar, að það myndi brjóta gegn rétt­indum Sam­herj­a­fé­lag­anna ef sak­sókn­ara yrði heim­ilt að styðj­ast við vitn­is­burð­inn við úrlausn máls­ins.

Einnig segir lög­mað­ur­inn að í fram­burði Jóhann­esar séu órök­studdar sögu­sagn­ir, sem lög­mað­ur­inn segir „hneyksl­an­leg­ar“ og muni svipta skjól­stæð­inga hans rétt­inum til þess að fá sann­gjarna með­ferð fyrir dómi.

Í við­tali við Stund­ina, sem birt­ist í dag, segir Jóhannes að hann muni ekki láta neitt stöðva sig í að fara til Namibíu til þess að bera vitni, en það hefur hann áður sagt.

„Það er 100 pró­sent að ég fer til Namibíu og það hefur alltaf verið klárt af minni hálfu. Ég fór í þetta til að klára þetta og ég mun vitna í öllum mál­un­um. Það er ekk­ert sem að stoppar mig," segir Jóhannes meðal ann­ars við Stund­ina. 

Yfir­heyrslur hér á landi í sumar

Eins og Kjarn­inn sagði frá þann 20. ágúst hafa yfir­heyrslur staðið yfir hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara vegna Sam­herj­a­máls­ins und­an­farnar vik­ur.

Frá byrjun júlí hefur hluti þeirra sem hafa stöðu sak­born­ings við rann­sókn máls­ins og ein­hver vitni verið kölluð til yfir­heyrslu þar sem ýmis gögn máls­ins voru meðal ann­ars lögð fyrir þá.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var ekki úti­lokað að fleiri myndu bæt­ast við í þeim hópi sem hafa rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sóknum hér­lendra yfir­valda, en sex hafa verið með slíka stöðu frá því að fyrstu yfir­heyrslur fóru fram í mál­inu síð­asta sum­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent