Fara fram á að tölvupóstum frá Íslandi og vitnisburði Jóhannesar verði vísað frá

Lögmaður á vegum Samherjafélaga í Namibíu hefur sett fram kröfu um að nýjum sönnunargögnum sem sett voru fram í sumar og vitnisburði uppljóstrarans Jóhannessar Stefánssonar verði ekki meðal sönnunargagna í málinu sem þar er rekið.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sést hér með nokkrum samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sést hér með nokkrum samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Auglýsing

Lög­maður á vegum félaga Sam­herja í dóms­mál­inu sem rekið er í Namibíu um þessar mundir hefur farið fram á það að tölvu­póstar, sem emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara á Íslandi sendi namibískum rann­sak­end­um, verði ekki á meðal sönn­un­ar­gagna í mál­inu og ekki heldur vitn­is­burður Jóhann­esar Stef­áns­sonar upp­ljóstr­ara.

Þetta kemur fram í dóm­skjali sem birt­ist í vef­gátt namibískra dóm­stóla undir lok ágúst­mán­að­ar. Þar segir lög­maður sex namibískra félaga sem voru í að minnsta kosti hluta­eigu Sam­herja; Esja Hold­ing, Mermaria Seafood, Saga Seafood, Heinaste Invest­ment, Saga Invest­ment og Esja Invest­ment, að tölvu­póstar, sem sóttir voru á vef­þjóna Sam­herja af hálfu emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara hér á landi og síðan sendir til namibískra rann­sak­enda fyrr á þessu ári, eigi ekki að telj­ast tæk sönn­un­ar­gögn í mál­inu.

Nýju sönn­un­ar­gögnin hafi komið of seint fram

Lög­mað­ur­inn full­yrð­ir, fyrir hönd skjól­stæð­inga sinna, að sak­sókn­ar­inn hafi ekki heim­ild til þess að reiða sig á þessi gögn, sem fyrst voru sett fram inn í dóms­málið í Namibíu undir lok júlí­mán­aðar og fylgdu með eið­svar­inni yfir­lýs­ingu rann­sak­anda hjá namibísku spill­ing­ar­lög­regl­unni.

Hann segir meðal ann­ars að gögnin hefðu þurft að koma fyrr fram til þess að geta talist gild sönn­un­ar­gögn í mál­inu og sakar rík­is­sak­sókn­ara Namibíu um að hafa vís­vit­andi setið á þeim.

Erfitt er að sjá hvernig það fær stað­ist, því sam­kvæmt und­ir­skrift lög­gilds skjala­þýð­anda í Reykja­vík voru gögnin ein­ungis þýdd af íslensku yfir á ensku í upp­hafi sum­ars áður en þau voru svo send til Namibíu á dulkóð­uðu USB-drifi. Það er löngu eftir að rík­is­sak­sókn­ar­inn lagði fram grein­ar­gerð sína í mál­inu, þar sem farið var yfir það hvernig málið blasti við ákæru­vald­inu. Það gerði sak­sókn­ar­inn, Martha Imalwa, undir lok síð­asta árs.

Í þessum gögnum sem send voru frá Íslandi má meðal ann­ars finna, eins og Kjarn­inn sagði frá í upp­hafi ágúst­mán­að­ar, tölvu­póst frá 2011 þar sem Aðal­steinn Helga­son, lyk­il­maður í inn­reið Sam­herja í namibískan sjáv­ar­út­veg, viðr­aði það við Jóhannes Stef­áns­son og Ingvar Júl­í­us­son að á ein­hverjum tíma­punkti gæti það farið að skipta máli „að múta einum af leið­togum þess­ara manna“. Aðal­steinn átti við þá namibísku áhrifa­menn sem meintar mútu­greiðslur runnu síðan til af reikn­ingum félaga í Sam­herj­a­sam­stæð­unni.

Tíma­setn­ingin á fram­lagn­ingu þess­ara gagna er ekki það eina sem athuga­semdir eru gerðar við af hálfu lög­manns­ins, heldur hnýtir hann einnig í forms­at­riði, sem sögð eru í ósam­ræmi við namibískar rétt­ar­regl­ur. Þannig segir lög­mað­ur­inn til dæmis að með gögn­unum sem tekin voru saman á Íslandi vanti vott­orð frá þar til bæru stjórn­valdi hér­lendis um að gögnin skuli við­ur­kennd fyrir dómi í Namib­íu.

Auglýsing

Sömu­leiðis gerir lög­mað­ur­inn athuga­semdir við þýð­ing­una á gögn­un­um, en lög­gilti skjala­þýð­and­inn hér á Íslandi lét þess getið að hluti tölvu­póst­anna hefði verið á ensku og hann hefði því ekki þýtt hvert ein­asta orð. Gerðar eru athuga­semdir við að þess sé ekki getið hvað var upp­runa­lega á ensku og hvað ekki.

Þá gerir lög­mað­ur­inn líka athuga­semdir við það sem ekki hefur verið lagt fram í mál­inu. Hann segir sak­sókn­ara hafa hand­valið tölvu­pósta til þess að leggja fram sem sönn­un­ar­gögn.

Vitn­is­burður Jóhann­esar skuli strik­aður út

Í kröfu lög­manns­ins er einnig óskað eftir því að vitn­is­burður Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, sem mikið af mála­til­bún­aði ákæru­valds­ins í Namibíu styðst við, verði með öllu strik­aður út sem sönn­un­ar­gögn í mál­inu.

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari. Mynd: Skjáskot/RÚV

Krafan byggir á því, sam­kvæmt því sem fram kemur í dóm­skjal­inu, að Jóhannes muni ekki koma til Namibíu til þess að bera vitni, eða að lík­urnar á því séu svo litl­ar, að það myndi brjóta gegn rétt­indum Sam­herj­a­fé­lag­anna ef sak­sókn­ara yrði heim­ilt að styðj­ast við vitn­is­burð­inn við úrlausn máls­ins.

Einnig segir lög­mað­ur­inn að í fram­burði Jóhann­esar séu órök­studdar sögu­sagn­ir, sem lög­mað­ur­inn segir „hneyksl­an­leg­ar“ og muni svipta skjól­stæð­inga hans rétt­inum til þess að fá sann­gjarna með­ferð fyrir dómi.

Í við­tali við Stund­ina, sem birt­ist í dag, segir Jóhannes að hann muni ekki láta neitt stöðva sig í að fara til Namibíu til þess að bera vitni, en það hefur hann áður sagt.

„Það er 100 pró­sent að ég fer til Namibíu og það hefur alltaf verið klárt af minni hálfu. Ég fór í þetta til að klára þetta og ég mun vitna í öllum mál­un­um. Það er ekk­ert sem að stoppar mig," segir Jóhannes meðal ann­ars við Stund­ina. 

Yfir­heyrslur hér á landi í sumar

Eins og Kjarn­inn sagði frá þann 20. ágúst hafa yfir­heyrslur staðið yfir hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara vegna Sam­herj­a­máls­ins und­an­farnar vik­ur.

Frá byrjun júlí hefur hluti þeirra sem hafa stöðu sak­born­ings við rann­sókn máls­ins og ein­hver vitni verið kölluð til yfir­heyrslu þar sem ýmis gögn máls­ins voru meðal ann­ars lögð fyrir þá.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var ekki úti­lokað að fleiri myndu bæt­ast við í þeim hópi sem hafa rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sóknum hér­lendra yfir­valda, en sex hafa verið með slíka stöðu frá því að fyrstu yfir­heyrslur fóru fram í mál­inu síð­asta sum­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent