moon123123.JPG

Dulkóðað drif með tölvupóstum Samherja frá Íslandi til Namibíu

Í tölvupóstsamskiptum sem lögð hafa verið fram af hálfu ákæruvaldsins í Namibíu kemur fram að Aðalsteinn Helgason viðraði möguleikann á mútugreiðslum til namibískra áhrifamanna við bæði Jóhannes Stefánsson og Ingvar Júlíusson í desember árið 2011.

Rík­is­sak­sókn­ari Namibíu sendi frá sér nýja grein­ar­gerð undir lok síð­asta mán­að­ar, þar sem hún gerði athuga­semdir við ýmis­legt sem sett var fram í eiðs­vörnum yfir­lýs­ingum starfs­manna Sam­herja og ann­arra í upp­hafi sum­ars, vegna dóms­máls­ins sem þar er nú rekið vegna við­skipta­hátta dótt­ur­fé­laga Sam­herja í land­inu.

Sumar athuga­semda sak­sókn­ar­ans, Mörthu Imalwa, við málsvörn Sam­herj­a­manna byggja á upp­lýs­ingum úr tölvu­póstum sem safnað var af vef­þjónum Sam­herja vegna rann­sóknar máls­ins hér á landi.

Þessa tölvu­pósta sótti emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og lét namibískum lög­reglu­yf­ir­völdum í té á dulkóð­uðu USB-drifi eftir að namibísk yfir­völd sendu íslenskum rann­sak­endum beiðni um gagn­kvæma sam­vinnu við rann­sókn­ina.

Lesa má hluta þess­ara tölvu­pósta í annarri yfir­lýs­ingu frá rann­sókn­ar­lög­reglu­mann­inum Abra­ham Niko­lous Ihalua hjá namibísku spill­ing­ar­lög­regl­unni, sem birt var á vef namibískra dóm­stóla skömmu fyrir mán­aða­mót.

Aðal­steinn viðr­aði mútu­greiðslur við Jóhannes og Ingvar

Í tölvu­póst­un­um, sem voru sam­kvæmt því sem Kjarn­inn kemst næst ekki hluti af þeim gögnum sem birt voru á Wiki­leaks og færð í hendur yfir­valda hér­lendis og ytra fyrir til­stuðlan upp­ljóstr­ar­ans Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, kemur eitt og annað fram.

Aðal­steinn Helga­son, sem er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Kötlu Seafood á Kanarí­eyjum og var lyk­il­maður hjá Sam­herja á fyrstu árum inn­reiðar fyr­ir­tæk­is­ins í namibískan sjáv­ar­út­veg, sagði meðal ann­ars við þá Jóhannes og Ingvar Júl­í­us­son, fjár­mála­stjóra Sam­herja á Kýpur og í Afr­íku, þann 16. des­em­ber árið 2011, að á ein­hverjum tíma­punkti gæti það farið að skipta máli „að múta einum af leið­togum þess­ara manna.“

Auglýsing

Degi síð­ar, 17. des­em­ber 2011, sagði Jóhannes svo í tölvu­pósti til Aðal­steins og Ingv­ars að til stæði að skrifa undir sam­komu­lag við Tam­son Hatuikulipi, tengda­son Bern­hards Esau sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, um vænt­an­lega sam­vinnu þeirra.

„Hann mun fara með þetta til ráð­herr­ans, sem mun fá þetta á morg­un. Und­ir­liggj­andi hug­myndin er sú að hann verði full­viss­aður um að fá eitt­hvað ef hann færir okkur eitt­hvað,“ sagði Jóhannes í tölvu­póst­in­um.

Rétt er að taka fram að þýð­ingar á þessum orða­skiptum eru blaða­manns, en tölvu­póst­arnir sem emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara sendi til Namibíu og birt­ast nú í dóm­skjölum þar í landi voru þýddir af íslensku yfir á ensku af lög­giltum skjala­þýð­anda.

Tölvupóstur Jóhannesar til Aðalsteins og Ingvars í desember árið 2011, þar sem því er lýst að til standi að fullvissa namibíska áhrifamenn um að þeir muni fá eitthvað fyrir að færa Samherja eitthvað.

Af þessum upp­lýs­ingum segir namibíski rík­is­sak­sókn­ar­inn að draga megi þá ályktun að Aðal­steinn Helga­son hafi ráð­lagt Jóhann­esi Stef­áns­syni að múta namibískum emb­ætt­is­mönn­um, eins og sak­sókn­ar­inn raunar sagði einnig í fyrri grein­ar­gerð sinni vegna máls­ins.

Þá byggði ályktun sak­sókn­ar­ans á vitn­is­burði Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, sem hefur haldið því fram að Aðal­steinn hafi fyr­ir­skipað honum að greiða mútur til þess að tryggja félagi Sam­herja kvóta í Namib­íu. Þessu hefur Aðal­steinn, sem er far­inn á eft­ir­laun fyrir all­nokkru síð­an,hafnað sem lygum.

Telur ljóst að Jóhannes hafi ekki verið einn að verki

Imalwa rík­is­sak­sókn­ari segir í yfir­lýs­ingu sinni að það sé ljóst af því sem fram hafi komið að Jóhannes Stef­áns­son hafi ekki verið eini ein­stak­ling­ur­inn innan Sam­herja sem hafi vitað af „raun­veru­legu eðli“ þeirra samn­inga sem voru gerðir til þess að tryggja dótt­ur­fé­lagi Sam­herja veiði­heim­ild­ir. Það sýni greiðslur til félags­ins Tunda­vala í Dúbía, sem Ingvar sjálfur kom að því að fram­kvæma og héldu áfram eftir að Jóhannes var hættur að starfa fyrir Sam­herja í Namib­íu.

Sam­herji hefur sagt í yfir­lýs­ingum sín­um, og vísað til óbirtrar inn­an­húss­rann­sóknar á starf­sem­inni í Namibíu sem fyr­ir­tækið fól norsku lög­manns­stof­unni Wik­borg Rein að fram­kvæma, að ekki fáist séð að aðrir núver­andi eða fyrr­ver­andi starfs­menn Sam­herja en Jóhannes Stef­áns­son hafi bakað sér sak­næma ábyrgð með störfum sínum í Namib­íu.

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Samherja.
Skjáskot/RÚV

Namibíski sak­sókn­ar­inn er á annarri skoðun og segir stjórn­endur sex namibískra dótt­ur­fé­laga Sam­herja sem sæta ákæru, ekki geta firrt sig ábyrgð.

Einnig kemur fram í yfir­lýs­ingu hennar að hún hafi ekki gefið upp von um að fá einn eða fleiri stjórn­endur félaga Sam­herja til Namib­íu, en eins og fram hefur komið er eng­inn fram­sals­samn­ingur í gildi á milli Íslands og Namibíu og íslenskir rík­is­borg­arar því ekki fram­seldir til Namib­íu.

„Ís­land mun ein­ungis hafa vald til þess að neita fram­sali ef sá eða þeir sem óskað verður eftir til fram­sals verða á Ísland­i,“ segir í yfir­lýs­ingu sak­sókn­ar­ans, sem nefnir einnig að menn­irnir séu skráðir með fjölda heim­il­is­fanga í þeim gögnum sem séu til staðar í rann­sókn­inni og því sé erfitt að kom­ast nákvæm­lega að því hvar þeir haf­ist við.

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu sak­sókn­ar­ans segir einnig að Namibía hafi ekki enn farið „form­lega“ fram á fram­sal. Þó hefur komið fram í máli vara­rík­is­sak­sókn­ar­ans Helga Magn­úsar Gunn­ars­sonar að fram­sals­beiðni frá namibískum yfir­völdum hafi verið hafnað fyrr á þessu ári.

Imalwa virð­ist þannig halda því opnu að reyna að fá Íslend­ing­ana, einn eða fleiri, fram­selda vegna máls­ins, þó ekki verði það frá Íslandi.

Neitar því að velta Sam­herj­a­sam­stæð­unnar hafi nokkra þýð­ingu

Í eið­svar­inni yfir­lýs­ingu Ingv­ars Júl­í­us­son­ar, sem var 108 blað­síðna löng og lögð fram til dóm­stóls­ins í Namibíu 1. júní, sagði að umsvif dótt­ur­fé­laga Sam­herja í Namibíu hefði ein­ungis numið 0,6 pró­sentum af heild­ar­veltu Sam­herj­a­sam­stæð­unnar á heims­vísu.

Í yfir­lýs­ingu Ingv­ars voru færð rök fyrir því að „það hefði ekki verið áhætt­unnar virði“ fyrir nokk­urt fyr­ir­tæki að „flækj­ast í spillt athæfi“ fyrir svo lítið hlut­fall af heild­ar­veltu sam­stæð­unn­ar.

Imalwa svarar þessu í yfir­lýs­ingu sinni og seg­ist hafna því að heild­ar­velta Sam­herj­a­sam­stæð­unnar á heims­vísu skipti nokkru máli hvað varðar það spillta athæfi sem lýst hafi verið í fyrri grein­ar­gerð hennar um mála­vexti, eins og þeir horfa við ákæru­vald­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar