Fallist á matsáætlun um færslu hringvegar með ellefu skilyrðum

Mikilvægt er að forsendur færslu hringvegarins í Mýrdal séu settar fram á hlutlægan hátt og staðhæfingar studdar gögnum, segir Skipulagsstofnun sem vill nýrri gögn og nákvæmari um slysatíðni og færð á núverandi vegi.

Valkostir sem Vegagerðin kynnir í matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum hringvegar í Mýrdal. Hvíta línan er núverandi vegur og sú bleika, skipulagslína, er valkostur 1.
Valkostir sem Vegagerðin kynnir í matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum hringvegar í Mýrdal. Hvíta línan er núverandi vegur og sú bleika, skipulagslína, er valkostur 1.
Auglýsing

„Mik­il­vægt er að for­sendur fram­kvæmd­ar­innar séu settar fram á hlut­lægan hátt og stað­hæf­ingar studdar gögn­um,“ segir Skipu­lags­stofnun í rök­stuðn­ingi álits síns á mats­á­ætlun Vega­gerð­ar­innar um færslu hring­veg­ar­ins í Mýr­dal. Stofn­unin fellst á áætl­un­ina með ýmsum skil­yrðum og tekur undir ákveðnar athuga­semdir frá stofn­un­um, sam­tökum og ein­stak­lingum sem fram komu á aug­lýs­inga­tíma.

Vega­gerðin hyggst færa hring­veg­inn um Mýr­dal og vinnur nú að umhverf­is­mati fram­kvæmd­ar­inn­ar. Stofn­unin seg­ist vinna eftir þeirri stefnu­mótun sem fram komi í aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps og Sam­göngu­á­ætlun stjórn­valda til árs­ins 2024. Þar er lega veg­ar­ins dregin með strönd­inni og í gegnum göng í Reyn­is­fjalli. Vega­gerð­inni ber hins vegar að skoða aðra raun­hæfa val­kosti og bera saman með til­liti til umhverf­is­á­hrifa og í þessu til­viki eru þeir sam­tals sjö. Fjórir þeirra gera ráð fyrir legu veg­ar­ins með strönd­inni og í jarð­göngum í gegnum Reyn­is­fjall.

Auglýsing

Hart hefur verið deilt um þetta, ekki síst í ljósi þess að svæðið ein­kenn­ist af sér­stæðu lands­lagi, ein­stakri nátt­úru, sem hafa hlut­verki að gegna í líf­rík­inu en eru einnig vin­sælir áfanga­staðir ferða­manna.

Í dag liggur veg­ur­inn um Gatna­brún og að hluta í 10-12 pró­sent halla með nokkuð kröppum beygj­um. Meðal val­kosta eru útfærslur sem miða að end­ur­bótum á þeim vegi. Sveit­ar­stjórn vill veg­inn niður að strönd og um göng og telur aðra kosti út úr mynd­inni.

Í mats­á­ætlun Vega­gerð­ar­innar kemur fram að mark­mið fram­kvæmd­ar­innar felist í:

  • Greið­færni á vet­urna.
  • Umferð­ar­ör­yggi.
  • Þjóð­veg út úr þétt­býli sem bætir öryggi og hljóð­vist í þétt­býli.
  • Stytt­ing hring­veg­ar.

Skipu­lags­stofnun gerir hins vegar í áliti sínu athuga­semdir við að flutn­ingur þjóð­vegar út úr þétt­býl­inu sé sett fram sem mark­mið fram­kvæmd­ar­inn­ar. Að mati stofn­un­ar­innar ættu mark­miðin að lúta að atriðum eins og öryggi, hljóð­vist og þeirri þjón­ustu sem veg­inum er ætlað að sinna fyrir sam­fé­lagið á svæð­inu og umferð um svæð­ið, fremur en að fela í sér til­tekna val­kosti um legu veg­ar­ins. „Í mats­á­ætlun eru ekki lögð fram gögn sem rök­styðja þörf­ina á þessu mark­miði eða sýnt fram á að ekki sé unnt að ná fram ásætt­an­legu öryggi og hljóð­vist í þétt­býl­inu með end­ur­bótum á núver­andi vegi og við­eig­andi útfærslu hans og hönn­un, svo sem með til­liti til umferð­ar­hraða.“

Í mats­á­ætl­un­inni segir jafn­framt: „Stefnt er að því að veg­ur­inn verði greið­fær og öruggur lág­lendis­veg­ur. Lág­lendis­vegur um Mýr­dal við Dyr­hólaós er tal­inn bæta umferð­ar­ör­yggi og útrýma erf­iðum far­ar­tálma í vetr­ar­veðrum á leið­inni frá Hell­is­heiði til Reyð­ar­fjarð­ar.“

Í umsögnum um mats­á­ætlun er m.a. bent á að veg­ur­inn liggur nú um háls sem er mest í rúm­lega 100 metra hæð yfir sjáv­ar­máli og geti ekki talist hálend­is- eða fjall­veg­ur. Í umsögnum er lagt til að aflað verði gagna um hversu oft hring­veg­ur­inn lok­ast vegna slæms veð­urs undir Eyja­fjöll­um, í Öræfum og á Hell­is­heiði til sam­an­burð­ar.

Skipu­lags­stofnun tekur í áliti sínu undir þessar ábend­ing­ar. „Mik­il­vægt er að for­sendur fram­kvæmd­ar­innar séu settar fram á hlut­lægan hátt og stað­hæf­ingar studdar gögn­um,“ segir í álit­inu. Í umhverf­is­mats­skýrslu þurfi að leggja fram upp­lýs­ingar um hversu oft, hve lengi og hvers vegna hring­veg­inum við Reyn­is­fjall er lokað árlega, t.d. sl. 10 ár, og bera saman við aðra kafla á hring­veg­inum sem stundum er lok­að, s.s. Hell­is­heiði, Eyja­fjöll og Öræfi. Í vetr­ar­veðrum getur færð spillst á stórum svæðum og fleiri en einum stað. Skipu­lags­stofnun telur ástæðu til að í umhverf­is­mats­skýrslu komi fram upp­lýs­ingar um hversu oft lok­anir við Reyn­is­fjall eru hluti af víð­tæk­ari lok­unum og hversu oft umræddur veg­kafli við Reyn­is­fjall er eina lok­unin á hring­veg­inum um Suð­ur­land.

Þá gagn­rýnir Skipu­lags­stofnun einnig að í umfjöllun um for­sendur fram­kvæmd­ar­innar sé birt yfir­lit um slys og slysa­tíðni á árinum 2014-2018. „Ekki er gerð grein fyrir því af hverju umrætt tíma­bil var val­ið. Skipu­lags­stofnun telur að yfir­lit yfir lengra tíma­bil gefi betri mynd af slysa­tíðni, sem og að nýta nýj­ustu upp­lýs­ing­ar“. Sama eigi við um umferð­ar­taln­ing­ar, sem eru ein­göngu birtar fyrir árin 2014- 2018.

Stofn­unin setur svo sem skil­yrði að allir val­kostir verði útfærð­ir, hann­aðir og gagna fyrir þá aflað með sam­bæri­legum hætti. Jafn­framt þurfi að meta alla val­kosti með sama hætti í umhverf­is­mats­skýrslu.

Áhrif á úti­vist og ferða­mennsku verði rann­sökuð

Meðal ann­arra skil­yrða sem stofn­unin setur er að fjallað verði um áhrif allra val­kost­anna á úti­vist og tóm­stundir íbúa Vík­ur. „Við slíkt mat þarf að meta tengsl við og gæði nálægra úti­vist­ar­svæða sem og úti­svæða í þétt­býl­inu og gæði teng­inga fyrir gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur.“ Ofan­greint mat á áhrifum á sam­fé­lagið í Vík þarf m.a. að byggja á við­horfskönnun meðal íbúa til mis­mun­andi val­kosta.

Einnig þarf að meta áhrif á ferða­þjón­ustu og úti­vist með því að ráð­ast í við­horfskönnun meðal ferða­manna og ferða­þjón­ustu­að­ila á svæð­inu til mis­mun­andi val­kosta.

Veg­lína í norð­ur­jaðri Dyr­hóla­óss, sem er meðal val­kosta, mun liggja á mótum mýr­lendis og sjáv­ar­leira. Skipu­lags­stofnun minnir á að vot­lendi yfir 2 hekt­ara að stærð og leirur njóta sér­stakrar verndar sam­kvæmt lögum um nátt­úru­vernd og forð­ast ber að raska þeim nema brýna nauð­syn beri til. „Ef fram­kvæmdin hefur áhrif á svæði sem njóta sér­stakrar verndar þarf að rök­styðja brýna nauð­syn þess að raska svæð­unum í umhverf­is­mats­skýrslu.“

Alls eru skil­yrði Skipu­lags­stofn­unar sett fram í ell­efu liðum sem lesa má nánar um hér.

Næsta skref í umhverf­is­mati er gerð og kynn­ing umhverf­is­mats­skýrslu. Allir geta sent inn athuga­semdir þegar hún verður aug­lýst. Skipu­lags­stofnun gefur svo álit sitt á end­an­legri skýrslu og þar með lýkur umhverf­is­mati fram­kvæmd­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent