Fitch Ratings hækkar lánshæfismat ríkissjóðs

10016524533-0ff5c08222-z1.jpg
Auglýsing

Alþjóð­lega mats­fyr­ir­tækið Fitch Rat­ings hefur hækkað láns­hæf­is­mat Rík­is­sjóðs Íslands fyrir lang­tíma­skuld­bind­ingar í erlendri mynt í BBB+ frá BBB og hækkað láns­hæf­is­matið fyrir lang­tíma­skuld­bind­ingar í inn­lendri mynt í A- frá BBB+. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Seðla­banka Íslands sem barst fjöl­miðlum nú í kvöld.

Þá hefur mats­fyr­ir­tæk­ið einnig hækkað láns­hæf­is­matið fyrir skamm­tíma­skuld­bind­ingar í erlendri mynt í F2 frá F3 og hækkað lands­ein­kunn­ina í BBB+ frá BBB. Horfur fyrir láns­hæf­is­mat á lang­tíma­skuld­bind­ingum eru stöðug­ar.

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Fitch Rat­ings­ ­vegur aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda til los­unar fjár­magns­hafta þyngst í hækk­un­inni. Mats­fyr­ir­tækið telur aðgerð­ar­á­ætl­un­ina trú­verð­uga og að hún muni taka vel á þeim greiðslu­jafn­að­ar­vanda sem fyrir ligg­ur.

Auglýsing

Aðrir þættir sömu­leiðis mik­il­vægirÞá telur Fitch að losun hafta muni bæta umhverfi atvinnu­lífs­ins. Þar að auki mun fram­kvæmd áætl­un­ar­innar og tengd fulln­usta á upp­gjöri þrota­búa gömlu bank­anna færa rík­is­sjóði umtals­verða búbót og bæta veru­lega erlenda stöðu þjóð­ar­bús­ins.

Aðrir þættir höfðu líka sitt að segja varð­andi hækk­un­ina á láns­hæfi rík­is­sjóðs. „Frá síð­ustu end­ur­skoðun Fitch hefur skulda­staða hins opin­bera batn­að. Skuldir hins opin­bera sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu hafa lækkað úr 96.5 pró­sentum árið 2011 í 81.2 pró­sent 2014. Frum­jöfn­uður hefur verið jákvæður frá 2012,“ eins og segir í frétta­til­kynn­ing­unni frá Seðla­bank­an­um.

Þá reiknar Fitch með að skulda­hlut­fallið lækki í 74,6 pró­sent á yfir­stand­andi ári og nái 63,3 pró­sentum árið 2017. „­Stöð­ug­leika­fram­lagið ætti að færa rík­is­sjóði veru­lega búbót, en fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur til­kynnt um að hagn­að­ur­inn verði not­aður til að greiða niður skuldir fremur en að auka rík­is­út­gjöld. Vegna óvissu um tíma­setn­ingu og fjár­hæð eru fjár­hags­leg áhrif stöð­ug­leika­fram­lags­ins ekki talin með í grunn­spám Fitch.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None