Flug MH17: Vopnin munu snúast í höndum ábyrgðarmanna

ukraine.mh17.reuters.071614.jpg
Auglýsing

Far­þega­þota Mala­ysia Air­lines fórst í dag er hún­ flaug yfir átaka­svæðið í aust­ur­hluta Úkra­ínu klukkan 14:15. Flug MH17 tók á loft ­þremur klukku­stundum áður frá Amster­dam, en far­þega­þotan var á leið til Kúala Lúmp­ur. Banda­rískir emb­ætt­is­menn hafa stað­fest við CNN og Wall Street Journal að þotan hafi verið skotin niður með loft­skeyti. Enn er óvíst hver ber ábyrgð á verkn­að­inum en stjórn­völd í Úkra­ínu og upp­reisn­ar­menn í aust­ur­hluta lands­ins hafa neitað sök.

CNN greindi frá því í kvöld að banda­ríska leyni­þjón­ustan hafi fundið hita­merki á gervi­hnatta­myndum sem benda til „stór­vægi­legs atburð­ar“ og að gögn þeirra bendi til þess að flug­skeyt­inu hafi verið skotið af jörðu niðri en ekki úr lofti (frá her­þotu) eins og fjöl­miðlar höfðu leitt líkur að.

Mala­ysia Air­lines hefur stað­fest að 283 far­þegar hafi verið um borð auk 15 manna áhafn­ar. Allir eru taldir af. Flug­fé­lagið birti í kvöld hluta far­þega­list­ans og stað­festu að um borð hafi ver­ið 154 Hol­lend­ing­ar, 27 Ástr­a­l­ar, 23 Malasíu­bú­ar, 11 Indónesíu­bú­ar, sex Bret­ar, fjórir Þjóð­verjar, fjórir Belgar, þrír frá Fil­ips­eyjum og einn frá Kanada. Auk þeirra voru far­þegar af öðrum þjóð­ern­um. Flug­fé­lagið vinnur nú að því að stað­festa þjóð­erni hinna far­þeg­anna. Utan­rík­is­ráðu­neytið á Íslandi vann að því í dag að kom­ast að því hvort nokkur Íslend­ingur hafi verið um borð.

Auglýsing

Upp­reisn­ar­menn í Úkra­ínu hafa und­an­farnar vikur fengið mikið af nýjum og þróðum vopnum frá Rússum til þess að mæta harð­ari sókn Úkra­ínu­hers á vígi upp­reisn­ar­innar í stærstu borgum aust­ur­hluta lands­ins. Frétta­skýrendur telja lík­legt að flug­skeyt­inu hafi verið skotið með SA-11 Gad­fly, fær­an­legum skot­palli sem smíð­aður er í Rúss­landi. Slíkt kerfi styðst við radar til að greina skot­mark sitt. Gad­fly-skot­pall­ur­inn getur grandað skot­marki í um 22.000 metra hæð, rúm­lega tvö­faldri þeirri hæð sem þot­an var í áður en sam­band við hana rofn­aði.



Anton Her­as­hchen­ko, inn­an­rík­is­ráð­herra Úkra­ínu, hefur sakað Rússa um að hafa látið upp­reisn­ar­mönnum slíkt vopn í té. A­lex­ander Borodai, leið­togi upp­reisn­ar­manna, sak­aði síð­ar­ Úkra­ínu­stjórn um að hafa grandað far­þega­þot­unni í við­tali við rúss­neska rík­is­sjón­varps­stöð.

Flug­fé­lög í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum hafa stýrt flug­leiðum sínum frá Úkra­ínu og fljúga ekki um loft­helgi lands­ins að svo stöddu. Loft­helg­inni yfir svæðum upp­reisn­ar­manna hefur jafn­framt verið lok­að.





Staðan erfið fyrir Pútin



Vla­dimír Pút­in, for­seti Rúss­lands, sendi frá sér yfir­lýs­ingu undir kvöld þar sem hann sakar stjórn­völd í Úkra­ínu um verkn­að­inn. „Án alls vafa, bera stjórn­völd í Úkra­ínu ábyrgð á þessum hrylli­lega harm­leik,“ segir hann. „Harm­leik­ur­inn hefði aldrei átt sér stað ef friður ríkti í þessu landi, og allra síst ef stjórn­völd í Kænu­garði hefðu ekki hafið stór­sókn sína á ný í suð-aust­ur­hluta Úkra­ín­u.“

"Rúss­neski her­inn mun veita alla þá hjálp sem hann getur veitt í rann­sókn þessa glæps," sagði Pútín jafn­framt. Þá bætti hann við að eng­inn hafi rétt á því að draga álykt­anir án þess að styðj­ast við ítar­legar og hlut­lægar upp­lýs­ingar um atburð­inn.

Frétta­skýr­andi veftíma­rits­ins Quartz segir stöðu Pútíns eftir árás­ina á flug MH17 vera erf­iða. Hann hef­ur, síðan borg­ar­styrj­öldin braust út í Úkra­ínu, staðið þétt við bakið á upp­reisn­ar­mönnum og þeim ráða­mönn­um ­sem rutt var úr vegi í bylt­ing­unni á Sjálf­stæð­is­torgi í Kænu­garði í vet­ur. Komi í ljós að það hafi verið upp­reisn­ar­menn sem skutu far­þega­þot­una niður verður að öllum lík­indum þrengt enn frekar að rúss­neskum við­skiptum og helstu banda­mönnum for­set­ans í Kreml.

Haldi Pútín áfram að standa jafn þétt við bakið á upp­reisn­inni setur for­set­inn sig í þrönga stöðu í diplómat­ískum sam­skiptum við Vest­ur­lönd. Á dög­unum kynnti Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, enn harð­ari og nákvæm­ari við­skipta­þving­anir gegn stærstu fyr­ir­tækjum og auð­jöfrum Rúss­lands. Þving­an­irnar hafa ekki verið eins umfangs­miklar af hálfu Vest­ur­landa síðan í Kalda­stríð­inu.

Í skýr­ingu Quartz er rætt við Kenn­eth Yalowitz, banda­rískan diplómata á eft­ir­launum sem sinnti áður erindum í Sov­ét­ríkj­un­um. Hann telur full­víst að ef færðar eru sönnur á að upp­reisn­ar­mönnum sé um að kenna, muni það örugg­lega sann­færa þau Evr­ópu­sam­bands­ríki, sem hingað til hafa ekki talið ríka ástæðu til að beita efna­hags­þving­un­um, um að slíkt sé ekki lengur vafa­mál. „Mögu­leiki Rússa á að hvít­þvo sig af beinum stuðn­ingi við upp­reisn­ina yrði að engu og það mundi gera stöðu Pút­ins í alþjóða­sam­fé­lag­inu enn erf­ið­ari en nú er.“

Undir þetta tekur Julian Borger, frétta­skýr­andi breska blaðs­ins The Guar­di­an. „At­burða­rásin gæti orðið þannig að rann­sóknin leiði í ljós að upp­reisn­ar­menn hafi grandað þot­unni með rúss­neskum vopn­um. Sá sann­leikur mundi neyða rúss­nesk stjórn­völd til að stíga til baka úr mjög áhættu­sömum íhlut­unum sínum í átök­un­um.“

Leið­togar vilja ítar­lega rann­sókn



Brak far­þega­þot­unnar lenti á sól­blóma­akri innan svæðis sem upp­reisn­ar­menn stjórna, skammt frá stór­borg­inni Donetsk. Upp­reisn­ar­menn stjórna því svæð­inu og hefur mikið lið þeirra þegar komið sér fyrir umhverfis brakið og lík far­þeg­anna. Talið er að upp­reisn­ar­menn­irnir hafi þegar fundið flug­rita þot­unn­ar.

Helstu leið­togar heims hafa komið fram ský­lausri kröfu um að alþjóð­legum sér­fræð­ingum verði veittur aðgangur að svæð­inu til þess að óháð rann­sókn geti farið fram. Ban ki-Moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, segir stofn­un­ina ætla að beita sér fyrir því að rann­sóknin verði gegn­sæ. Bretar hafa kallað eftir því að sér­fræð­ingar Sam­ein­uðu þjóð­irnna fari fyrir rann­sókn­inni.

Najib Razak, foræt­is­ráð­herra Malasíu, segir Asíu­ríkið vilja taka þátt í rann­sókn­inni og senda sér­stakt teymi til Kænu­garðs. Razak ræddi við Petró Porosjenko for­seta Úkra­ínu í dag og segir þá hafa sam­mælst um að stjórn­völd í Úkra­ínu semji um „mann­úð­legan þrösk­uld“ við upp­reisn­ar­menn. „Hafi þot­unni sann­ar­lega verið grand­að, förum við fram á að þeir sem beri sök á hryðju­verk­inu verði sóttir til saka,“ sagði Razak í yfir­lýs­ingu sinni.

Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna kem­ur ­saman á neyð­ar­fundi á föstu­dag til að ræða stöð­una í Úkra­ínu. Örygg­is­ráðið hefur þegar haldið fjöl­marga fundi um ástandið í Úkra­ínu en aldrei sam­þykkt form­legar aðgerðir vegna and­stöðu Rússa í ráð­inu.

Nákvæm stað­setn­ing braks vél­ar­innar



Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá stjórn­völdum í Malasíu er þetta nákvæm stað­setn­ing örygg­is­merkis vél­ar­inn­ar.

Upp­fært klukkan 00:02, 18. júlí 2014:

Stað­festur fjöldi far­þega í flugi MH17 breytt úr 282 í 283 auk 15 manna áhafn­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None