Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“

Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.

Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Auglýsing

Um klukkan 7:00 að morgni sunnu­dags­ins 26. sept­em­ber bár­ust loka­tölur kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og fór yfir­kjör­stjórn heim stuttu seinna. Rétt eftir hádegi var taln­ing­ar­fólk boðað til end­ur­taln­ingar á ný. Í milli­tíð­inni á milli klukkan 7:30 og 11:46 gekk fólk inn og út úr salnum í Hótel Borg­ar­nesi þar sem kjör­gögnin voru geymd, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, óinn­sigluð eins og ítrekað hefur komið fram í fjöl­miðl­um. Ingi Tryggva­­son for­­maður yfir­­­kjör­­stjórnar sagð­ist eftir á vita að eng­inn hefði farið inn í sal­inn á þessum tíma.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans má sjá á örygg­is­mynda­vél­um, sem vakta tvo inn­ganga inn í sal­inn, hót­el­starfs­fólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 á sunnu­dags­morgn­in­um. Starfs­fólk hót­els­ins tók jafn­framt myndir af salnum klukkan 8 og 9.

Þriðji inn­gang­ur­inn er bruna­út­gangur og bein­ist engin mynda­vél að hon­um. Þó bein­ist mynda­vél að porti fyrir utan inn­gang­inn og eru litlar líkur á því að nokkur kom­ist inn í sal­inn þaðan án þess að það sjá­ist á upp­töku. Þessi salur var opinn um nótt­ina til að lofta út á meðan taln­ingu stóð. Ekki er ljóst hvort honum hafi verið læst klukkan 7:14 eða 8:15, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Engin upp­taka sýnir kjör­gögnin sjálf.

Auglýsing

Eng­inn óskaði eftir end­ur­taln­ing­unni

Mikið fjaðrafok hefur verið vegna end­ur­taln­ingar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi en sér­stök und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefnd Alþingis rann­sakar nú mál­ið.

For­sagan er sú að taln­ing­­ar­­fólk var boðað rétt eftir hádegi til end­­ur­taln­ingar allra atkvæða í kjör­­dæm­in­u eftir að yfir­­­kjör­­stjórn­­­irnar í kjör­­dæm­unum sex höfðu sent frá sér „loka­­töl­­ur“ um morg­un­inn 26. sept­em­ber. Ingi Tryggva­­son for­­maður yfir­­­kjör­­stjórnar sagði ástæð­una vera lít­inn mun á atkvæða­­magni „sem gæti þýtt til­­­færslu á jöfn­un­­ar­­þing­­sæt­um, og þá jafn­­vel víðar en í þessu kjör­­dæmi“. Eng­inn óskaði eftir end­­ur­taln­ing­unni og sagði Ingi að hún hefði verið ákvörðun yfir­­­kjör­­stjórn­­­ar.

End­­ur­taln­ingin leiddi í ljós mis­­ræmi í taln­ingu sem þýddi hrær­ingar á jöfn­un­­ar­­mönnum þing­­flokka þótt þing­­styrkur hvers flokks héldi sér. Á sunnu­dags­kvöld­inu gagn­rýndi fólk það hvernig staðið hefði verið að end­­ur­taln­ing­unni og bent var á aðra meinta ágalla á fram­­kvæmd­inni, til að mynda að kjör­­kassar hefðu ekki verið inn­­­sigl­að­­ir.

Úti­lok­aði að ein­hver hefði farið inn í sal­inn

Sama kvöld sagði Ingi að at­­kvæðin hefðu verið geymd inn í salnum þar sem taln­ingin fór fram. „Sal­­ur­inn er þá læstur og það eru örygg­is­­mynda­­vélar í hon­­um. Þetta er bara hefð­bundið og hefur verið gert eins síðan ég tók þetta emb­ætti að mér,“ sagði hann við fjöl­miðla. Hann úti­­lok­aði að ein­hver hefði getað komið inn í sal­inn meðan yfir­­­kjör­­stjórnin brá sér frá. „Við vitum það alveg að það fór eng­inn inn í sal­inn þann stutta tíma sem við vikum frá,“ sagði hann.

„Ég hef engar áhyggjur af geymsl­unni á þessum gögn­­um. Það er algjör­­lega 100 pró­­sent og meira en það að það fór eng­inn inn svæðið þennan stutta tíma sem að eng­inn úr yfir­­­kjör­­stjórn var þarna stadd­­ur,“ sagði Ingi við frétta­­mann RÚV þetta sama kvöld.

Fram kom í grein­ar­gerð Inga til lands­kjör­stjórnar að þegar hlé var gert á sunnu­dags­morgun hefðu kjör­gögn verið varð­veitt í sal á Hótel Borg­ar­nesi þar sem taln­ingin fór fram og að honum hefði verið læst. Ekki kom fram hver var með lykla að saln­um.

Stundin greindi frá því þann 28. sept­em­ber að myndir hefðu birst á Instagram af óinn­sigl­uðum atkvæðum sem stóðu í téðum sal. Mynd­irnar voru teknar eftir að taln­ingu atkvæða var lokið um morg­un­inn, af konu sem birti þær á Instagram-­reikn­ingi sínum en eyddi þeim síðar það­an. Ingi sagð­ist í sam­tali við Stund­ina ekki vita hver konan væri eða hvort hún hefði unnið að taln­ingu atkvæða. „Ég þekki ekki þetta nafn,“ sagði hann. Án þess að vita það fyrir víst, sagði hann að hún hefði vel getað tekið mynd­ina eftir að aðrir starfs­menn yfir­gáfu sal­inn þegar taln­ingu var lok­ið. Heim­ilt væri að taka myndir af salnum eftir að taln­ingu lýk­ur. „Það má alveg taka myndir því það er verið að streyma frá taln­ingu atkvæða,“ sagði hann.

Vett­vangs­ferð í Borg­ar­nes

Und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefnd rann­sakar nú mál­ið, eins og áður seg­ir, en all­ir flokk­ar á Alþingi hafa skipað full­­trúa sína í nefnd­ina. Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata og nefnd­ar­maður í und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefnd, skrifar um rann­sókn­ina í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar greinir hann frá því að í gær hafi nefndin farið í vett­vangs­ferð í Borg­ar­nes til þess að kanna aðstæð­ur, skoða kjör­gögn og fá að tala við þau sem báru ábyrgð á taln­ingu atkvæða á kosn­inga­nótt. „Gær­dag­ur­inn var einn mik­il­væg­asti dag­ur­inn í rann­sókn nefnd­ar­innar en ítar­lega hafði verið unnið að und­ir­bún­ingi dags­ins,“ skrifar hann.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

Hann segir að álita­efnin séu fjöl­mörg. „Eitt af atrið­unum sem varð til dæmis aug­ljóst eftir ferð­ina í gær var að mynda­vélar vakta alla inn­ganga í sal­inn sem geymdi kjör­gögn­in. Það ætti að þýða að það sé að minnsta kosti skýrt að við vitum hverjir fóru inn í sal­inn og hvenær það gerð­ist. Aftur á móti sýna mynd­bands­upp­tökur ekki hvað þau sem fóru inn í sal­inn með kjör­gögn­unum tóku sér fyrir hendur í salnum – og því ýmsum spurn­ingum enn ósvar­að.“

Töldu ónot­aða seðla

Björn Leví segir enn fremur að í gær hafi verið taldir ónot­aðir atkvæða­seðlar en allir kjör­staðir fá fleiri atkvæða­seðla en þau þurfa. „Það vill eng­inn að atkvæða­seðl­arnir á kjör­stað klárist óvart af því að fleiri mættu til að kjósa en búist var við. Ónot­aðir atkvæða­seðlar eru svo sendir til baka með greiddum atkvæð­um, sér­stak­lega inn­sigl­aðir og tald­ir. Á taln­ing­ar­stað er svo einnig gengið úr skugga um að fjöldi atkvæða, not­aðra og ónot­aðra seðla, stemmi.

Það þurfti að telja ónot­aða seðla af því að til þess að kom­ast að því hvað gerð­ist á kosn­inga­nótt þá þurfum við að hugsa um hvernig mögu­lega væri hægt að breyta nið­ur­stöð­um. Af því að kjör­gögn voru óinn­sigluð í taln­ing­ar­salnum yfir nótt­ina þá hefði verið hægt að breyta nið­ur­stöðum með því að henda ein­hverjum not­uðum seðlum og búa til ný atkvæði úr ónot­uð­u­m,“ skrifar þing­mað­ur­inn.

Mun að end­ingu snú­ast um traust

Björn Leví bendir á að með því að telja þessa seðla úti­loki þau að minnsta kosti þann mögu­leika. Eftir standi þó að fjöl­margar aðrar leiðir séu til að spilla kjör­gögn­um, og sé það verk­efni nefnd­ar­innar að rann­saka hvort eitt­hvað slíkt kunni að hafa verið raun­in.

„En þá eru eftir stórar spurn­ingar sem nefndin þarf að taka afstöðu til. Meðal þeirra er spurn­ingin um hvort yfir­höfuð sé hægt að byggja á kjör­gögnum úr Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Þetta er því marg­þættur vandi sem við stöndum frammi fyr­ir. Hvort það tekst að úti­loka öll vafa­at­riðin er óljóst eins og er en nefndin hefur hingað til reynt að gera hvað sem í hennar valdi stendur til þess að kom­ast til botns í þessu máli. Glopp­urnar eru margar og óvíst hverjar af þeim verður hægt að stoppa upp í. Kannski ekki all­ar. Hvað þá? Lík­lega mun málið að lokum snú­ast um traust. Traust á stjórn­mál­u­m,“ skrifar hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent