Forsætisráðherra segir skattahækkanir koma til greina til að spyrna gegn verðbólgu

15377657853_2d6e3e826f_c.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, segir koma til greina að ráð­ast í skatta­hækk­anir á almenn­ing og fyr­ir­tæki í land­inu til að spyrna gegn þenslu og verð­bólgu. Þetta sagði for­sæt­is­ráð­herra í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í dag. Skatta­hækk­anir séu ein af fáum aðgerðum stjórn­valda ­sem hægt sé að grípa til ef veru­legar launa­hækk­anir ógna stöð­ug­leik­an­um.

„Ég er ekki að boða þetta, ég er bara að segja að ef við horfum fram á veru­lega verð­bólgu þá mun auð­vitað þurfa að bæta kjör öryrkja, það þarf að auka bætur til sam­ræmis við verð­lags­þró­un. [...] Ef verð­bólga fer af stað þá felur það í sér auk­inn kostnað hjá rík­inu í mjög stórum liðum eins og í almanna­trygg­inga­kerf­inu, sem þýðir ein­fald­lega að ríkið þarf meiri tekj­ur,“ sagði Sig­mundur Davíð í útvarps­við­tal­in­u. „Um leið þarf ríkið að hafa hamlandi áhrif á verð­bólg­una, frekar en að ýta frekar undir hana.“

Sig­mundur Davíð ítrek­aði að þetta væri ein­ung­is ein af þeim aðgerðum sem væri til skoð­unar hjá stjórn­völd­um. „Þetta er bara ein af þeim aðgerðum sem menn líta til og hafa gert í gegnum tíð­ina til að bregð­ast við þenslu. Seðla­bank­inn seg­ist muna þurfa hækka vexti, hlut­verk rík­is­valds­ins að öðru leyti við þessar aðstæður hefur yfir­leitt verið að hækka skatta og gjöld frekar en hitt til að ná jafn­vægi aftur í hag­kerf­in­u.“

Auglýsing

Þá sagði for­sæt­is­ráð­herra að lok­um: „Ég er ekki að boða þetta og ég vona svo sann­ar­lega að það verði samið á þann hátt að aðkoma rík­is­ins geti falist í því að auka enn á ráð­stöf­un­ar­tekjur og auka enn á kaup­mátt­inn, en ein af fáum leiðum sem stjórn­völd hafa til að bregð­ast við þenslu í efna­hags­líf­inu eru skatta­hækk­an­ir.“

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None