Forsætisráðherra segir skattahækkanir koma til greina til að spyrna gegn verðbólgu

15377657853_2d6e3e826f_c.jpg
Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir koma til greina að ráðast í skattahækkanir á almenning og fyrirtæki í landinu til að spyrna gegn þenslu og verðbólgu. Þetta sagði forsætisráðherra í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Skattahækkanir séu ein af fáum aðgerðum stjórnvalda sem hægt sé að grípa til ef verulegar launahækkanir ógna stöðugleikanum.

„Ég er ekki að boða þetta, ég er bara að segja að ef við horfum fram á verulega verðbólgu þá mun auðvitað þurfa að bæta kjör öryrkja, það þarf að auka bætur til samræmis við verðlagsþróun. [...] Ef verðbólga fer af stað þá felur það í sér aukinn kostnað hjá ríkinu í mjög stórum liðum eins og í almannatryggingakerfinu, sem þýðir einfaldlega að ríkið þarf meiri tekjur,“ sagði Sigmundur Davíð í útvarpsviðtalinu. „Um leið þarf ríkið að hafa hamlandi áhrif á verðbólguna, frekar en að ýta frekar undir hana.“

Sigmundur Davíð ítrekaði að þetta væri einungis ein af þeim aðgerðum sem væri til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Þetta er bara ein af þeim aðgerðum sem menn líta til og hafa gert í gegnum tíðina til að bregðast við þenslu. Seðlabankinn segist muna þurfa hækka vexti, hlutverk ríkisvaldsins að öðru leyti við þessar aðstæður hefur yfirleitt verið að hækka skatta og gjöld frekar en hitt til að ná jafnvægi aftur í hagkerfinu.“

Auglýsing

Þá sagði forsætisráðherra að lokum: „Ég er ekki að boða þetta og ég vona svo sannarlega að það verði samið á þann hátt að aðkoma ríkisins geti falist í því að auka enn á ráðstöfunartekjur og auka enn á kaupmáttinn, en ein af fáum leiðum sem stjórnvöld hafa til að bregðast við þenslu í efnahagslífinu eru skattahækkanir.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None