Forsætisráherra sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að stunda pólitík

10054150805_0c00abdeec_z.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, sakar ein­staka for­ystu­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um að stunda póli­tík á kostnað umbjóð­enda sinna í yfir­stand­andi kjara­deil­um. Þetta kom fram í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í dag. Sumir verka­lýðs­for­ingjar geri allt hvað þeir geti til gera rík­is­stjórn­inn sem erf­ið­ast fyr­ir.

Aðspurður um hvort honum finn­ist yfir­stand­andi verk­falls­að­gerðir vera póli­tískar, og hvort verka­lýðs­hreyf­ingin væri her­skárri nú en í tíð fyrri rík­i­s­tjórn­ar, sagði for­sæt­is­ráð­herra svo vera.

„Tví­mæla­laust. Mér finnst þetta vera óvenju póli­tískar vinnu­deilur núna, og ég held ég sé ekki einn um það. Ekki af hálfu laun­þeg­anna heldur af hálfu margra for­ystu­manna laun­þega­hreyf­ing­ar­inn­ar. Sem að mínu mati ganga sumir hverjir allt of langt í því að nota stöðu sína sem trún­að­ar­menn þess­ara félaga í póli­tískum til­gangi. Það er að segja í bar­áttu við stjórn­völd á nýjum víg­velli, ef svo má segja, haf­andi talið sig hafa farið hall­oka í kosn­ing­um. Það sem er sér­stak­lega slæmt við þetta er að með því eru þeir hugs­an­lega að fórna hags­munum umbjóð­enda sinna, ef þeir ganga það langt að við missum verð­bólg­una hér á fullt og kjörin rýrna á sama tíma og lánin hækka, það væri býsna dýr póli­tísk aðgerð.“

Auglýsing

Margir þeirra vilja koma rík­i­s­tjórn­inni fráAðspurður um hvort um póli­tískar aðgerðir væri að ræða til að koma rík­is­stjórn hans frá völd­um, svar­aði Sig­mundur Dav­íð: „Ef­laust langar þá marga til að koma rík­is­stjórn­inni frá, það er svo sem ekk­ert laun­ung­ar­mál. En hins vegar bitnar verð­bólgan ekki verst á rík­inu. Ríkið getur mjög fljótt lagað sig að verð­bólgu og verð­bólga jafn­vel aukið hag­vöxt og aukið tekjur rík­is­ins ef menn grípa til ráð­staf­ana til að hafa tekjur af verð­bólg­unni, þannig að ríkið mun spjara sig. En það eru helst umbjóð­endur þess­ara for­ystu­manna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem myndu bíða skaða af, sem væri svo gríð­ar­lega mikil synd því núna er ein­stakt tæki­færi til að halda áfram að auka raun­veru­legan kaup­mátt á Íslandi, bæta kjörin og bæta sér­stak­lega kjörin hjá lægri og milli­tekju­hóp­un­um. Von­andi ná menn nú saman um það að skipta þessum ávinn­ingi á sann­gjarnan hátt þannig að við getum stjórn­völd bætt í, haldið áfram að stuðla að auknum jöfn­uði og nýtt öll þessi jákvæðu vopn sem stjórn­völd hafa inn í þessa stöð­u.“

Aðspurður um hvort honum finn­ist verka­lýðs­for­ystan óvenju óbil­gjörn um þessar mund­ir, og hvort hann teldi hana vera að reyna að gera rík­is­stjórn hans sem erf­ið­ast fyr­ir, svar­aði for­sæt­is­ráð­herra: „Mér finnst sumir af for­ystu­mönnum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar tala með þeim hætti já, þegar þeir fara í það að rök­styðja aðgerðir sínar fyrst og fremst með vísan í póli­tík og óánægju með póli­tíska stefnu og þar fram eftir göt­un­um. Eða bara ein­fald­lega óánægju með það að til­teknir flokkar séu við völd.“

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None