Forsætisráherra sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að stunda pólitík

10054150805_0c00abdeec_z.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, sakar ein­staka for­ystu­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um að stunda póli­tík á kostnað umbjóð­enda sinna í yfir­stand­andi kjara­deil­um. Þetta kom fram í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í dag. Sumir verka­lýðs­for­ingjar geri allt hvað þeir geti til gera rík­is­stjórn­inn sem erf­ið­ast fyr­ir.

Aðspurður um hvort honum finn­ist yfir­stand­andi verk­falls­að­gerðir vera póli­tískar, og hvort verka­lýðs­hreyf­ingin væri her­skárri nú en í tíð fyrri rík­i­s­tjórn­ar, sagði for­sæt­is­ráð­herra svo vera.

„Tví­mæla­laust. Mér finnst þetta vera óvenju póli­tískar vinnu­deilur núna, og ég held ég sé ekki einn um það. Ekki af hálfu laun­þeg­anna heldur af hálfu margra for­ystu­manna laun­þega­hreyf­ing­ar­inn­ar. Sem að mínu mati ganga sumir hverjir allt of langt í því að nota stöðu sína sem trún­að­ar­menn þess­ara félaga í póli­tískum til­gangi. Það er að segja í bar­áttu við stjórn­völd á nýjum víg­velli, ef svo má segja, haf­andi talið sig hafa farið hall­oka í kosn­ing­um. Það sem er sér­stak­lega slæmt við þetta er að með því eru þeir hugs­an­lega að fórna hags­munum umbjóð­enda sinna, ef þeir ganga það langt að við missum verð­bólg­una hér á fullt og kjörin rýrna á sama tíma og lánin hækka, það væri býsna dýr póli­tísk aðgerð.“

Auglýsing

Margir þeirra vilja koma rík­i­s­tjórn­inni fráAðspurður um hvort um póli­tískar aðgerðir væri að ræða til að koma rík­is­stjórn hans frá völd­um, svar­aði Sig­mundur Dav­íð: „Ef­laust langar þá marga til að koma rík­is­stjórn­inni frá, það er svo sem ekk­ert laun­ung­ar­mál. En hins vegar bitnar verð­bólgan ekki verst á rík­inu. Ríkið getur mjög fljótt lagað sig að verð­bólgu og verð­bólga jafn­vel aukið hag­vöxt og aukið tekjur rík­is­ins ef menn grípa til ráð­staf­ana til að hafa tekjur af verð­bólg­unni, þannig að ríkið mun spjara sig. En það eru helst umbjóð­endur þess­ara for­ystu­manna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem myndu bíða skaða af, sem væri svo gríð­ar­lega mikil synd því núna er ein­stakt tæki­færi til að halda áfram að auka raun­veru­legan kaup­mátt á Íslandi, bæta kjörin og bæta sér­stak­lega kjörin hjá lægri og milli­tekju­hóp­un­um. Von­andi ná menn nú saman um það að skipta þessum ávinn­ingi á sann­gjarnan hátt þannig að við getum stjórn­völd bætt í, haldið áfram að stuðla að auknum jöfn­uði og nýtt öll þessi jákvæðu vopn sem stjórn­völd hafa inn í þessa stöð­u.“

Aðspurður um hvort honum finn­ist verka­lýðs­for­ystan óvenju óbil­gjörn um þessar mund­ir, og hvort hann teldi hana vera að reyna að gera rík­is­stjórn hans sem erf­ið­ast fyr­ir, svar­aði for­sæt­is­ráð­herra: „Mér finnst sumir af for­ystu­mönnum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar tala með þeim hætti já, þegar þeir fara í það að rök­styðja aðgerðir sínar fyrst og fremst með vísan í póli­tík og óánægju með póli­tíska stefnu og þar fram eftir göt­un­um. Eða bara ein­fald­lega óánægju með það að til­teknir flokkar séu við völd.“

 

 

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None