Forseti ASÍ: „Þessar tölur staðfesta að við höfðum rétt fyrir okkur“

A121425-1.jpg
Auglýsing

„Það hefur verið okkar skoðun að laun sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu séu lægri en við verði unað til lengdar og því þyrfti að hækka laun meira en sem nemur því svig­rúmi sem atvinnu­rek­end­ur, stjórn­völd og Seðla­banki töldu for­svar­an­legt. Því settu aðild­ar­fé­lög ASÍ fram kröfur sem voru í takt við þessa afstöðu okk­ar. Rök okkar á síð­asta ári voru einmitt byggð á því mati okkar að afkoma fyr­ir­tækj­anna leyfði slíka nálgun - kjara­samn­ingar snú­ast jú ekki síður um rétt­láta skipt­ingu þeirra verð­mæta sem til verða í efna­hags­starf­sem­inni. Þessar tölur stað­festa að við höfðum rétt fyrir okk­ur.“

Segir Gylfi Arn­björns­son for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands í sam­tali við Kjarn­ann. Sam­kvæmt nýjum álagn­ing­ar­tölum rík­is­skatt­sjóra námu tekjur ein­stak­linga af arði tæpum 30 millj­örðum króna á síð­asta ári, og juk­ust um rúm 50 pró­sent á milli ára. For­seti ASÍ telur að full­yrða megi út frá þessu að engin sér­stök ástæða sé til þess að fyr­ir­tæki velti launa­hækk­unum út í verð­lag­ið, eins og því miður hafi verið allt of mörg dæmi um und­an­far­ið.

Fyr­ir­tækin verða að halda aftur af sér„Ef hér á takast að mynda ein­hverja sátt til lengri tíma litið á vinnu­mark­aði er alveg ljóst að for­ystu­menn fyr­ir­tækj­anna í land­inu verða að halda aftur af sér og tryggja að kaup­máttur hér á landi verði í ein­hverju sam­ræmi við það sem best ger­ist í nágranna­löngum okk­ar. Að öðrum kosti mun land­flótti halda hér áfram og ólga verður við­var­andi á vinnu­mark­að­i,“ segir Gylfi.

En telur for­seti ASÍ að töl­urnar sýni að meira sé hægt að sækja til fyr­ir­tækja lands­ins? „Nú þurfum við að sjá hvernig fyr­ir­tækin bregð­ast við nýgerðum kjara­samn­ingum og hvernig heild­ar­skipt­ing verð­mæta­sköp­un­ar­innar verður í kjöl­far­ið. Ef fyr­ir­tækin bregð­ast við með umtals­verðum verð­hækk­unum og freista þess að halda launa­hlut­fall­inu niðri og hagn­að­ar­hlut­fall­inu uppi gæti reynt á for­sendur kjara­samn­inga sem koma til skoð­unar í febr­úar á næsta ári og þarnæsta ári.

Auglýsing

Náist ekki mark­mið um aukin kaup­mátt eða ef aðrir hópar semja um meiri launa­hækk­anir en samið var um á almennum vinnu­mark­aði munu stétt­ar­fé­lögin geta end­ur­metið þátt­töku sína í þess­ari veg­ferð og sagt kjara­samn­ingum laus­um. Ómögu­legt er að segja til um það í dag hvernig þessi þróun verði, en við munum auð­vita fylgj­ast náið með þess­ari þró­un.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None