Forseti ASÍ: „Þessar tölur staðfesta að við höfðum rétt fyrir okkur“

A121425-1.jpg
Auglýsing

„Það hefur verið okkar skoðun að laun sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu séu lægri en við verði unað til lengdar og því þyrfti að hækka laun meira en sem nemur því svig­rúmi sem atvinnu­rek­end­ur, stjórn­völd og Seðla­banki töldu for­svar­an­legt. Því settu aðild­ar­fé­lög ASÍ fram kröfur sem voru í takt við þessa afstöðu okk­ar. Rök okkar á síð­asta ári voru einmitt byggð á því mati okkar að afkoma fyr­ir­tækj­anna leyfði slíka nálgun - kjara­samn­ingar snú­ast jú ekki síður um rétt­láta skipt­ingu þeirra verð­mæta sem til verða í efna­hags­starf­sem­inni. Þessar tölur stað­festa að við höfðum rétt fyrir okk­ur.“

Segir Gylfi Arn­björns­son for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands í sam­tali við Kjarn­ann. Sam­kvæmt nýjum álagn­ing­ar­tölum rík­is­skatt­sjóra námu tekjur ein­stak­linga af arði tæpum 30 millj­örðum króna á síð­asta ári, og juk­ust um rúm 50 pró­sent á milli ára. For­seti ASÍ telur að full­yrða megi út frá þessu að engin sér­stök ástæða sé til þess að fyr­ir­tæki velti launa­hækk­unum út í verð­lag­ið, eins og því miður hafi verið allt of mörg dæmi um und­an­far­ið.

Fyr­ir­tækin verða að halda aftur af sér„Ef hér á takast að mynda ein­hverja sátt til lengri tíma litið á vinnu­mark­aði er alveg ljóst að for­ystu­menn fyr­ir­tækj­anna í land­inu verða að halda aftur af sér og tryggja að kaup­máttur hér á landi verði í ein­hverju sam­ræmi við það sem best ger­ist í nágranna­löngum okk­ar. Að öðrum kosti mun land­flótti halda hér áfram og ólga verður við­var­andi á vinnu­mark­að­i,“ segir Gylfi.

En telur for­seti ASÍ að töl­urnar sýni að meira sé hægt að sækja til fyr­ir­tækja lands­ins? „Nú þurfum við að sjá hvernig fyr­ir­tækin bregð­ast við nýgerðum kjara­samn­ingum og hvernig heild­ar­skipt­ing verð­mæta­sköp­un­ar­innar verður í kjöl­far­ið. Ef fyr­ir­tækin bregð­ast við með umtals­verðum verð­hækk­unum og freista þess að halda launa­hlut­fall­inu niðri og hagn­að­ar­hlut­fall­inu uppi gæti reynt á for­sendur kjara­samn­inga sem koma til skoð­unar í febr­úar á næsta ári og þarnæsta ári.

Auglýsing

Náist ekki mark­mið um aukin kaup­mátt eða ef aðrir hópar semja um meiri launa­hækk­anir en samið var um á almennum vinnu­mark­aði munu stétt­ar­fé­lögin geta end­ur­metið þátt­töku sína í þess­ari veg­ferð og sagt kjara­samn­ingum laus­um. Ómögu­legt er að segja til um það í dag hvernig þessi þróun verði, en við munum auð­vita fylgj­ast náið með þess­ari þró­un.“

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None