Fótboltalið í frystikistu breskra stjórnvalda

Á meðal sjö rússneskra auðmanna sem bættust á refsilista breskra stjórnvalda í morgun var Roman Abramovich, aðaleigandi fótboltaliðsins Chelsea. Fyrirhuguð sala hans á liðinu er í uppnámi og liðið sjálft beitt ýmsum hömlum.

Roman Abramovich er eigandi Chelsea.
Roman Abramovich er eigandi Chelsea.
Auglýsing

Sjö rúss­neskum við­skipta­mönnum með tengsl við rúss­nesk stjórn­völd var í morgun bætt á lista breskra stjórn­valda yfir ein­stak­linga sem sæta skulu við­skipta­þving­un­um. Einn þess­ara aðila og sá lang­rík­asti af sjömenn­ing­unum er Roman Abramovich, eig­andi knatt­spyrnu­liðs­ins Chel­sea í Lund­ún­um.

Allar eignir Rúss­anna sjö í Bret­landi verða frystar – og þar á meðal sjálft fót­boltalið­ið. Abramovich til­kynnti í síð­ustu viku að hann ætl­aði sér að selja knatt­spyrnu­fé­lagið og láta ágóð­ann renna til „fórn­ar­lamba stríðs­ins í Úkra­ín­u“, en ljóst virð­ist að ekk­ert geti orðið af þeim áformum á næst­unni. Hið minnsta mun Abramovich ekki fá að hafa neitt að gera með ráð­stöfun ágóð­ans af mögu­legri sölu, sam­kvæmt breskum miðl­um.

Knatt­spyrnu­liðið fær áfram að leika leiki sína, en má ekki selja neina nýja miða né selja stuðn­ings­mönnum neinn varn­ing með beinum hætti í gegnum versl­anir á vegum liðs­ins. Félagið mun heldur ekki geta samið við leik­menn sína um áfram­hald­andi veru hjá lið­inu né keypt nýja leik­menn, en sér­stakt leyfi hefur verið gefið út til þess að liðið fái að spila kapp­leiki sína og greiða leik­mönnum og öðru starfs­fólki laun.

Sam­kvæmt því sem fram kemur á vef Sky-frétta­stof­unnar má Chel­sea verja 500 þús­und pundum í nauð­syn­lega örygg­is­gæslu fyrir kapp­leiki á sínum eigin heima­velli, en ein­ungis 20 þús­und pundum í ferða­lög liðs­ins í úti­leiki.

Það er jafn­virði 3,4 millj­óna íslenskra króna og má telj­ast hæpið að knatt­spyrnu­menn liðs­ins ferð­ist með einka­þotum í leiki fjarri London á næst­unni – nema þeir ákveði ef til vill sjálfir að slá saman í sjóð fyrir ferða­kostn­aði.

Stál frá fyr­ir­tæki undir stjórn Abramovich mögu­lega notað í rúss­neska skrið­dreka

Í skjali sem bresk yfir­völd birtu í morgun er fjallað um ástæð­urnar fyrir því að Abramovich og sex rúss­neskir auð­menn til við­bótar sæta nú refsi­að­gerð­um. Í til­felli Abramovich virð­ist ástæðan fyrir refsi­að­gerð­unum einna helst vera eign­ar­hald hans á stálfram­leið­and­anum Evr­az, þar sem hann fer með ráð­andi hlut.

Abramovich er lýst, í skjali breskra yfir­valda, sem nánum stuðn­ings­manni Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta.

Auglýsing

Í skjali breskra stjórn­valda segir að Evraz kunni mögu­lega að hafa selt rúss­neska hernum stál sem nýtt hafi verið til fram­leiðslu á skrið­drek­um. Evr­az, sem er skráð á hluta­bréfa­markað í London, hefur tapað yfir 80 pró­sentum af mark­aðsvirði sínu und­an­far­inn mánuð og hluta­bréf í félag­inu hafa lækkað um rúm tíu pró­sent í verði bara í dag.

Bresk yfir­völd gagn­rýnd fyrir að hreyfa sig hægt

Rúss­nesku auð­menn­irnir sjö bæt­ast í hóp um tvö­hund­ruð ann­arra ein­stak­linga sem sæta nú refsi­að­gerðum Breta vegna inn­rásar Pútíns í Úkra­ínu. Breska rík­is­stjórnin hefur verið gagn­rýnd fyrir að hreyfa sig hægt í refsi­að­gerðum sínum gagn­vart – og hafa gagn­rýnendur bent á að þeir sem ótt­ist refsi­að­gerðir hafi haft rúman tíma til þess að koma eignum sínum frá Bret­landi og í skjól.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Mynd: EPA

Breskir ráð­herrar eru víg­reifir í yfir­lýs­ingum sínum í dag. Í frétta­til­kynn­ingu breskra stjórn­valda vegna aðgerð­anna á hendur auð­mönn­unum sjö er haft eftir Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra að ekk­ert skjól eigi að finn­ast fyrir þá sem stutt hafi við grimmd­ar­legar árásir Pútíns á Úkra­ínu.

„Refsi­að­gerðir dags­ins eru nýjasta skrefið í ein­örðum stuðn­ingi Bret­lands við Úkra­ínu­menn. Við munum verða vægð­ar­laus í elt­ing­ar­leik okkar við þau sem styðja við dráp á almennum borg­ur­um, eyði­legg­ingu spít­ala og ólög­legt her­nám sjálf­stæðra banda­manna okk­ar,“ er einnig haft eftir John­son.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent