Kórónuveirusmitum hefur fjölgað hratt í tveimur kínverskum borgum á síðustu dögum og hafa stjórnvöld þar í landi brugðist við þeim með umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum. Samkvæmt sérfræðingum gæti bannið valdið miklu hökti í alþjóðlegum vöruflutningum og framleiðslu á raftækjum.
New York Times greindi frá því á sunnudaginn að útgöngubanni hafi verið komið á í hafnarborginni Shenzhen vegna mikillar fjölgunar smita þar á síðustu dögum. Nýgreind smit voru þó einungis 66 talsins í gær, en kínversk stjórnvöld hafa áður gripið til umfangsmikilla aðgerða í landinu til þess að kæfa faraldurinn niður í fæðingu.
Shenzhen, sem hefur alls 17,5 milljónir íbúa, er miðstöð kínverskra tæknifyrirtækja og rafmagnstækjaframleiðenda, auk þess sem hún hefur að geyma Yantian-höfnina, sem er fjórða stærsta gámahöfn í heimi. Um 90 prósent af öllum raftækjum frá landinu fara um þá höfn.
Útgöngubanni var komið á fót í borginni í fyrravor, en í kjölfarið á því urðu miklar truflanir í vöruflutningum á milli landa, sem leiddi til vöruskorts og skarpra verðhækkana á Vesturlöndum. Marga mánuði tók að vinda ofan af þeim
Á meðal fyrirtækja sem eru í borginni er Foxconn, sem er stærsti framleiðandi iPhone síma frá Apple. Í kjölfar tilkynnts útgöngubanns ákvað Foxconn að stöðva framleiðslu sína í tveimur af verksmiðjum félagsins í gær, en fyrirtækið sagðist ætla að bíða eftir ráðgjöf frá
Nýjum smitum hefur einnig fjölgað í Shanghai, sem hefur að geyma stærstu gámahöfn í heimi. Ríkisstjórn Kína hefur þó ekki enn sett á útgöngubann þar, en bannar þó íbúum borgarinnar að ferðast úr henni að nauðsynjalausu.
Í viðtali við Associated Press sagði Albert Au, sem er sérfræðingur hjá sóttvarnarstofnun Kína, að það væri alls ekki búið að koma böndum á veiruna. „Um leið og við hættum að vera varkár er mögulegt að sýkingar muni aukast aftur,“ bætti hann við.